Umdeild reglugerð ráðherra um fjölda barna á leikskólum sett á bið Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. október 2022 12:18 Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir fjölmargar áskoranir blasa við í málaflokknum. Vísir/Einar Reglugerðarbreyting mennta- og barnamálaráðherra um ákvörðunarvaldið hvað varðar fjölda barna á leikskólum hefur verið sett á bið eftir mikla gagnrýni. Ráðherra segist vilja ræða málin á breiðari grunni, leiða saman ólíka hópa, og gera stærri breytingar en voru undir í reglugerðinni. Samtal þess efnis muni eiga sér stað á næstu vikum og mánuðum. Breytingin var kynnt í samráðsgátt fyrr á árinu en hún vakti hörð viðbrögð og urðu umsagnirnar alls 136 talsins, heilt yfir afar neikvæðar. Í breytingunni eins og hún var kynnt fólst að ákvörðun um fjölda barna á leikskólum skyldi tekin í samstarfi leikskólastjóra og sveitastjórnar en að sveitastjórnir skyldu taka ákvörðun ef til ágreinings kæmi. Leikskólastjóri sagði í samtali við fréttastofu í síðasta mánuði að breytingin væri aðför að leikskólastjórnendum og óttaðist að sveitarfélögin myndu með henni knýja fram hámarksnýtingu á rekstrarleyfi skólanna. „Við höfum bara verið að hlusta á þær athugasemdir sem hafa komið, sem eru fjölmargar, og raunar líka tekið samhliða ákvörðun um að við ætlum að taka þessi mál í svolítið stærra samhengi. Þannig þessi reglugerð hefur verið sett á bið,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, um stöðu mála. „Við erum að undirbúa samtal sem að við þurfum að taka um þennan aldur, það er að segja á breiðari grunni, tengja þar saman sveitarfélög, leikskólasamfélagið , hagsmuni barnanna, vinnumarkaðinn, jafnréttismálin, vegna þess að það eru fjölmargar áskoranir þarna sem að ég held að við þurfum svona heildstæða nálgun til þess að taka á,“ segir hann enn fremur. Vill taka stærri skref en áður Í samfélaginu hafi myndast jarðvegur fyrir breiðari umræðu og telur ráðherrann að leiða þurfi saman ólík sjónarmið. Gagnrýni hafi að hluta til verið ástæða þess að reglugerðin hafi verið sett á bið en aðrir þættir spili sömuleiðis inn í. „Ég held að við þurfum bara stærri breytingar en voru undir í þessari reglugerð og það er svolítið það sem við erum að undirbúa, að fara í stærra samtal. Við stefnum á það núna á leikskólaþingi á haustdögum að kalla alla ólíka hópa að og kannski að hugsa þetta ekki í svona litlum skrefum, heldur að fara mögulega í stærri skref þarna og erum að eiga samtal við ólíka aðila um það þessa dagana,“ segir Ásmundur. Ríkisvaldið hafi í látið málaflokkinn afskiptalausan í nokkurn tíma og eftir standi ýmsar áskoranir þar sem leita þurfi lausna, sem þau ætli nú að gera. Samtal um þau mál muni eiga sér stað á næstu vikum og mánuðum. „Þetta er allt saman eitthvað sem við þurfum að eiga samtal um og ég held að sé löngu tímabært,“ segir Ásmundur. Leikskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Tæplega sex hundruð börn bíða eftir leikskólaplássi í borginni Tæplega sex hundruð börn, tólf mánaða og eldri, voru á biðlista eftir leikskólaplássi hjá Reykjavíkurborg í lok ágústmánaðar. 7. september 2022 06:52 Eldræða Kristínar Tómasdóttur: „Þið eruð að pakka þessu inn í óskiljanlegar tölur“ Kristín Tómasdóttir, sem farið hefur fyrir hópi foreldra í mótmælum í ráðhúsi Reykjavíkur vegna neyðarástands sem skapast hefur í leikskólamálum, segir tillögur meirihlutans sem kynntar voru í dag ekki nægja. Þar sé engin svör að fá um hvenær börnin þeirra komist á leikskóla. 18. ágúst 2022 14:42 Segir það lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra Súsanna Ósk Gestsdóttir, deildarstjóri og leikskólakennari er ósátt með það sem hún kallar „innantóm loforð borgarstjórnar“ og segir lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra með því að standa ekki við gefin loforð um leikskólapláss. Hún kallar eftir samráði við leikskólakennara til að finna raunverulegar lausnir á löngum biðlistum í borginni. 23. ágúst 2022 13:37 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Telja fórnarlömb raðnauðgarans Zou vera á sjöunda tug Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Breytingin var kynnt í samráðsgátt fyrr á árinu en hún vakti hörð viðbrögð og urðu umsagnirnar alls 136 talsins, heilt yfir afar neikvæðar. Í breytingunni eins og hún var kynnt fólst að ákvörðun um fjölda barna á leikskólum skyldi tekin í samstarfi leikskólastjóra og sveitastjórnar en að sveitastjórnir skyldu taka ákvörðun ef til ágreinings kæmi. Leikskólastjóri sagði í samtali við fréttastofu í síðasta mánuði að breytingin væri aðför að leikskólastjórnendum og óttaðist að sveitarfélögin myndu með henni knýja fram hámarksnýtingu á rekstrarleyfi skólanna. „Við höfum bara verið að hlusta á þær athugasemdir sem hafa komið, sem eru fjölmargar, og raunar líka tekið samhliða ákvörðun um að við ætlum að taka þessi mál í svolítið stærra samhengi. Þannig þessi reglugerð hefur verið sett á bið,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, um stöðu mála. „Við erum að undirbúa samtal sem að við þurfum að taka um þennan aldur, það er að segja á breiðari grunni, tengja þar saman sveitarfélög, leikskólasamfélagið , hagsmuni barnanna, vinnumarkaðinn, jafnréttismálin, vegna þess að það eru fjölmargar áskoranir þarna sem að ég held að við þurfum svona heildstæða nálgun til þess að taka á,“ segir hann enn fremur. Vill taka stærri skref en áður Í samfélaginu hafi myndast jarðvegur fyrir breiðari umræðu og telur ráðherrann að leiða þurfi saman ólík sjónarmið. Gagnrýni hafi að hluta til verið ástæða þess að reglugerðin hafi verið sett á bið en aðrir þættir spili sömuleiðis inn í. „Ég held að við þurfum bara stærri breytingar en voru undir í þessari reglugerð og það er svolítið það sem við erum að undirbúa, að fara í stærra samtal. Við stefnum á það núna á leikskólaþingi á haustdögum að kalla alla ólíka hópa að og kannski að hugsa þetta ekki í svona litlum skrefum, heldur að fara mögulega í stærri skref þarna og erum að eiga samtal við ólíka aðila um það þessa dagana,“ segir Ásmundur. Ríkisvaldið hafi í látið málaflokkinn afskiptalausan í nokkurn tíma og eftir standi ýmsar áskoranir þar sem leita þurfi lausna, sem þau ætli nú að gera. Samtal um þau mál muni eiga sér stað á næstu vikum og mánuðum. „Þetta er allt saman eitthvað sem við þurfum að eiga samtal um og ég held að sé löngu tímabært,“ segir Ásmundur.
Leikskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Tæplega sex hundruð börn bíða eftir leikskólaplássi í borginni Tæplega sex hundruð börn, tólf mánaða og eldri, voru á biðlista eftir leikskólaplássi hjá Reykjavíkurborg í lok ágústmánaðar. 7. september 2022 06:52 Eldræða Kristínar Tómasdóttur: „Þið eruð að pakka þessu inn í óskiljanlegar tölur“ Kristín Tómasdóttir, sem farið hefur fyrir hópi foreldra í mótmælum í ráðhúsi Reykjavíkur vegna neyðarástands sem skapast hefur í leikskólamálum, segir tillögur meirihlutans sem kynntar voru í dag ekki nægja. Þar sé engin svör að fá um hvenær börnin þeirra komist á leikskóla. 18. ágúst 2022 14:42 Segir það lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra Súsanna Ósk Gestsdóttir, deildarstjóri og leikskólakennari er ósátt með það sem hún kallar „innantóm loforð borgarstjórnar“ og segir lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra með því að standa ekki við gefin loforð um leikskólapláss. Hún kallar eftir samráði við leikskólakennara til að finna raunverulegar lausnir á löngum biðlistum í borginni. 23. ágúst 2022 13:37 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Telja fórnarlömb raðnauðgarans Zou vera á sjöunda tug Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Tæplega sex hundruð börn bíða eftir leikskólaplássi í borginni Tæplega sex hundruð börn, tólf mánaða og eldri, voru á biðlista eftir leikskólaplássi hjá Reykjavíkurborg í lok ágústmánaðar. 7. september 2022 06:52
Eldræða Kristínar Tómasdóttur: „Þið eruð að pakka þessu inn í óskiljanlegar tölur“ Kristín Tómasdóttir, sem farið hefur fyrir hópi foreldra í mótmælum í ráðhúsi Reykjavíkur vegna neyðarástands sem skapast hefur í leikskólamálum, segir tillögur meirihlutans sem kynntar voru í dag ekki nægja. Þar sé engin svör að fá um hvenær börnin þeirra komist á leikskóla. 18. ágúst 2022 14:42
Segir það lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra Súsanna Ósk Gestsdóttir, deildarstjóri og leikskólakennari er ósátt með það sem hún kallar „innantóm loforð borgarstjórnar“ og segir lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra með því að standa ekki við gefin loforð um leikskólapláss. Hún kallar eftir samráði við leikskólakennara til að finna raunverulegar lausnir á löngum biðlistum í borginni. 23. ágúst 2022 13:37
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent