„Óboðleg staða“ í Vestmannaeyjum Bjarki Sigurðsson skrifar 14. október 2022 11:07 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Vísir/Bjarni Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir að samgöngur milli eyja og lands séu óboðlegar þessa stundina. Herjólfur III er að leysa Herjólf IV af á meðan sá síðarnefndi er í slipp. Herjólfur III er tvisvar búinn að bila í þessari viku. Herjólfur III leysir nú af Herjólf IV á meðan hann er í slipp og hefur gert það síðan á mánudaginn. Á þeim tíma hefur skipið tvisvar bilað en í dag mun hann ekki sigla til Landeyjahafnar heldur til Þorlákshafnar. Einungis ein ferð verður á milli í staðinn fyrir fimm eins og venjan er. „Eins og þú getur ímyndað þér, þá erum við ekki ánægð. Herjólfur III er að leysa Herjólf IV af. Hann hentar illa til siglinga í höfnina sem er ekki búið að dýpka nógu mikið fyrir hann. Svo er ekkert áætlunarflug þannig við erum með óboðlegar samgöngur í augnablikinu,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, í samtali við fréttastofu. Gamli Herjólfur mun sigla í dag á meðan áhafnir nýja Herjólfs eru í verkfalli.Vísir/Vilhelm Um þessar mundir er skólafrí í grunnskólanum í Vestmannaeyjum og margir sem sækja ýmsa þjónustu til Reykjavíkur, til dæmis læknisþjónustu. Íris segir ástandið hafa gríðarleg áhrif á samfélagið. „Þessi staða sem er uppi núna hefur verið í gangi þessa viku. Herjólfur byrjar að sigla Herjólfi þriðja á mánudaginn og það er búið að vera bras á samgöngum síðan þá. Tvær bilanir í skipinu. Við höfum óskað eftir því að það verði brugðist við með því að setja upp flug á meðan staðan er svona. Við erum að bíða viðbragða við því. Við erum löngu búin að biðja um það, það eru margar vikur síðan við bentum á að það þyrfti að tryggja dýpkun fyrir Herjólf III,“ segir Íris. Herjólfur siglir í dag eina ferð til Þorlákshafnar og enga til Landeyjahafnar.Vísir/Vilhelm Flug milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur er ekki styrkt af ríkinu og sjá einkaaðilar sér ekki hag í því að gera það af markaðsforsendum. Aðeins er búið að ákveða að Herjólfur III sigli eina ferð í dag og siglir hann til Þorlákshafnar í staðinn fyrir Landeyjahöfn. „Þú getur ímyndað þér hvernig það er þegar margir vilja ferðast. Það er ekki í lagi að bjóða okkur upp á þetta. Þessar samgöngur til Vestmannaeyja eru á ábyrgð ríkisins og Vegagerðarinnar. Þau þurfa bara að gera betur,“ segir Íris. Vestmannaeyjar Samgöngur Vegagerð Herjólfur Hafnarmál Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Sjá meira
Herjólfur III leysir nú af Herjólf IV á meðan hann er í slipp og hefur gert það síðan á mánudaginn. Á þeim tíma hefur skipið tvisvar bilað en í dag mun hann ekki sigla til Landeyjahafnar heldur til Þorlákshafnar. Einungis ein ferð verður á milli í staðinn fyrir fimm eins og venjan er. „Eins og þú getur ímyndað þér, þá erum við ekki ánægð. Herjólfur III er að leysa Herjólf IV af. Hann hentar illa til siglinga í höfnina sem er ekki búið að dýpka nógu mikið fyrir hann. Svo er ekkert áætlunarflug þannig við erum með óboðlegar samgöngur í augnablikinu,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, í samtali við fréttastofu. Gamli Herjólfur mun sigla í dag á meðan áhafnir nýja Herjólfs eru í verkfalli.Vísir/Vilhelm Um þessar mundir er skólafrí í grunnskólanum í Vestmannaeyjum og margir sem sækja ýmsa þjónustu til Reykjavíkur, til dæmis læknisþjónustu. Íris segir ástandið hafa gríðarleg áhrif á samfélagið. „Þessi staða sem er uppi núna hefur verið í gangi þessa viku. Herjólfur byrjar að sigla Herjólfi þriðja á mánudaginn og það er búið að vera bras á samgöngum síðan þá. Tvær bilanir í skipinu. Við höfum óskað eftir því að það verði brugðist við með því að setja upp flug á meðan staðan er svona. Við erum að bíða viðbragða við því. Við erum löngu búin að biðja um það, það eru margar vikur síðan við bentum á að það þyrfti að tryggja dýpkun fyrir Herjólf III,“ segir Íris. Herjólfur siglir í dag eina ferð til Þorlákshafnar og enga til Landeyjahafnar.Vísir/Vilhelm Flug milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur er ekki styrkt af ríkinu og sjá einkaaðilar sér ekki hag í því að gera það af markaðsforsendum. Aðeins er búið að ákveða að Herjólfur III sigli eina ferð í dag og siglir hann til Þorlákshafnar í staðinn fyrir Landeyjahöfn. „Þú getur ímyndað þér hvernig það er þegar margir vilja ferðast. Það er ekki í lagi að bjóða okkur upp á þetta. Þessar samgöngur til Vestmannaeyja eru á ábyrgð ríkisins og Vegagerðarinnar. Þau þurfa bara að gera betur,“ segir Íris.
Vestmannaeyjar Samgöngur Vegagerð Herjólfur Hafnarmál Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Sjá meira