Japanska tónskáldið Toshi Ichiyanagi látinn Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2022 09:59 Toshi Ichiyanagi var giftur Yoko Ono á árunum 1956 til 1962. AP Japanska tónskáldið Toshi Ichiyanagi, sem þekktur var fyrir tilraunakenndar tónsmíðar sínar, er látinn, 89 ára að aldri. Ichiyanagi var eiginmaður listakonunnar Yoko Ono á árunum 1956 til 1962 og störfuðu þau meðal annars saman að listsköpun. Kanagawa-listastofnunin greindi frá andláti Ichiyanagi, en hann andaðist í japönsku höfuðborginni Tókýó á föstudaginn í síðustu viku. Ichiyanagi var listrænn stjórnandi stofnunarinnar. Ichiyanagi var áberandi í listalífi New York-borgar á sjötta áratug síðustu aldar þar sem hann blandaði saman japönskum og vestrænum hljóðfærum við tónsmíðarnar og lét tónlistarmennina sjálfa oft stjórna nótum og hraða verkanna. Ichiyanagi fæddist í Kobe í Japan árið 1933 og ólst upp í Tókýó en foreldrar hans voru báðir tónlistarmenn. Eftir seinni heimsstyrjöldina og uppgjöf Japana tókst móður Ichiyanagi að tryggja syninum starf sem píanista á bandarískri herstöð. Flutti hann þar jafnt klassíska tónlist og tónlist úr söngleikjum. Hann hóf síðar tónlistarnám í Minnesota-háskóla árið 1952 og síðar Juilliard í New York og gerði sig í kjölfarið gildandi í listalífi bandarísku stórborgarinnar. Andlát Japan Tónlist Menning Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Kanagawa-listastofnunin greindi frá andláti Ichiyanagi, en hann andaðist í japönsku höfuðborginni Tókýó á föstudaginn í síðustu viku. Ichiyanagi var listrænn stjórnandi stofnunarinnar. Ichiyanagi var áberandi í listalífi New York-borgar á sjötta áratug síðustu aldar þar sem hann blandaði saman japönskum og vestrænum hljóðfærum við tónsmíðarnar og lét tónlistarmennina sjálfa oft stjórna nótum og hraða verkanna. Ichiyanagi fæddist í Kobe í Japan árið 1933 og ólst upp í Tókýó en foreldrar hans voru báðir tónlistarmenn. Eftir seinni heimsstyrjöldina og uppgjöf Japana tókst móður Ichiyanagi að tryggja syninum starf sem píanista á bandarískri herstöð. Flutti hann þar jafnt klassíska tónlist og tónlist úr söngleikjum. Hann hóf síðar tónlistarnám í Minnesota-háskóla árið 1952 og síðar Juilliard í New York og gerði sig í kjölfarið gildandi í listalífi bandarísku stórborgarinnar.
Andlát Japan Tónlist Menning Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira