Kveður eftir tuttugu ár sem hafnarstjóri Bjarki Sigurðsson skrifar 15. október 2022 07:01 Guðmundur Magnús Kristjánsson kveður hafnir Ísafjarðarbæjar á gamlársdag. Guðmundur Magnús Kristjánsson hefur starfað sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar síðastliðin tuttugu ár. Nú er komið að starfslokum og ætlar Guðmundur að kveðja með flugeldasýningu á gamlársdag. Fyrsta verkefni eftir starfslok verður að læra á básúnu. Í samtali við fréttastofu segist Guðmundur vera ævinlega þakklátur fyrir það traust sem Ísafjarðarbær hefur sýnt honum alla hans tíð. Nú sé hann hins vegar kominn á eftirlaunaaldur og því kominn tími til að segja það gott sem hafnarstjóri. Guðmundur segist hafa verið mjög ánægður í starfi öll árin tuttugu. „Það hafa verið mjög miklar breytingar. Höfnin var í viðvarandi taprekstri fyrir tuttugu árum síðan vegna minnkandi kvótastöðu og fækkun togara í plássinu. Við höfum náð að snúa þeirri þróun við með aukningu á komu skemmtiferðaskipa. Það hefur aukist mjög hratt,“ segir Guðmundur þegar hann er spurður hvort starfið hafi breyst á árum hans sem hafnarstjóri. Tekjur hafnarinnar af komu skemmtiferðaskipa eru nú orðin meirihluti árstekna. Nú er höfnin hætt að vera í taprekstri og farin að græða. Ókeypis flugeldasýning og básúnunám Síðasti dagur Guðmundar í starfi verður gamlársdagur. Þá verður tappinn tekinn úr flöskunni, skálað við vini og vandamenn og fylgst með flugeldasýningum bæjarbúa. En hvað tekur við hjá Guðmundi eftir áramót? „Fyrsta sem ég ætla að gera er að skrá mig í tónlistarskólann og halda áfram að læra á básúnu þar sem ég hætti þrettán ára gamall. Ég er að spila hérna með lúðrasveitinni en ég finn það hjá sjálfum mér að ég þarf að ná betri tökum á hljóðfærinu. Þannig ég ætla að halda áfram þar sem ég hætti þrettán ára,“ segir Guðmundur. Verið mjög lánsamur Í gegnum ævina hefur Guðmundur fengið tækifæri til að starfa um víðan heim og þannig kynnst fólki í mörgum löndum. Hann vonast til þess að geta ferðast til þessara landa með konu sinni og rifjað upp gamla tíma. „Svo bara vonandi næ ég að halda heilsu til að gera eitthvað skemmtilegt. Ég hef verið mjög lánsamur í lífinu. Það eru margir í kringum mig sem hafa ekki náð þessu markmiði. Sem er engin trygging að ég nái einhverju langlífi en ég stefni að því,“ segir Guðmundur. Ísafjarðarbær Tímamót Hafnarmál Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segist Guðmundur vera ævinlega þakklátur fyrir það traust sem Ísafjarðarbær hefur sýnt honum alla hans tíð. Nú sé hann hins vegar kominn á eftirlaunaaldur og því kominn tími til að segja það gott sem hafnarstjóri. Guðmundur segist hafa verið mjög ánægður í starfi öll árin tuttugu. „Það hafa verið mjög miklar breytingar. Höfnin var í viðvarandi taprekstri fyrir tuttugu árum síðan vegna minnkandi kvótastöðu og fækkun togara í plássinu. Við höfum náð að snúa þeirri þróun við með aukningu á komu skemmtiferðaskipa. Það hefur aukist mjög hratt,“ segir Guðmundur þegar hann er spurður hvort starfið hafi breyst á árum hans sem hafnarstjóri. Tekjur hafnarinnar af komu skemmtiferðaskipa eru nú orðin meirihluti árstekna. Nú er höfnin hætt að vera í taprekstri og farin að græða. Ókeypis flugeldasýning og básúnunám Síðasti dagur Guðmundar í starfi verður gamlársdagur. Þá verður tappinn tekinn úr flöskunni, skálað við vini og vandamenn og fylgst með flugeldasýningum bæjarbúa. En hvað tekur við hjá Guðmundi eftir áramót? „Fyrsta sem ég ætla að gera er að skrá mig í tónlistarskólann og halda áfram að læra á básúnu þar sem ég hætti þrettán ára gamall. Ég er að spila hérna með lúðrasveitinni en ég finn það hjá sjálfum mér að ég þarf að ná betri tökum á hljóðfærinu. Þannig ég ætla að halda áfram þar sem ég hætti þrettán ára,“ segir Guðmundur. Verið mjög lánsamur Í gegnum ævina hefur Guðmundur fengið tækifæri til að starfa um víðan heim og þannig kynnst fólki í mörgum löndum. Hann vonast til þess að geta ferðast til þessara landa með konu sinni og rifjað upp gamla tíma. „Svo bara vonandi næ ég að halda heilsu til að gera eitthvað skemmtilegt. Ég hef verið mjög lánsamur í lífinu. Það eru margir í kringum mig sem hafa ekki náð þessu markmiði. Sem er engin trygging að ég nái einhverju langlífi en ég stefni að því,“ segir Guðmundur.
Ísafjarðarbær Tímamót Hafnarmál Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira