Kveður eftir tuttugu ár sem hafnarstjóri Bjarki Sigurðsson skrifar 15. október 2022 07:01 Guðmundur Magnús Kristjánsson kveður hafnir Ísafjarðarbæjar á gamlársdag. Guðmundur Magnús Kristjánsson hefur starfað sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar síðastliðin tuttugu ár. Nú er komið að starfslokum og ætlar Guðmundur að kveðja með flugeldasýningu á gamlársdag. Fyrsta verkefni eftir starfslok verður að læra á básúnu. Í samtali við fréttastofu segist Guðmundur vera ævinlega þakklátur fyrir það traust sem Ísafjarðarbær hefur sýnt honum alla hans tíð. Nú sé hann hins vegar kominn á eftirlaunaaldur og því kominn tími til að segja það gott sem hafnarstjóri. Guðmundur segist hafa verið mjög ánægður í starfi öll árin tuttugu. „Það hafa verið mjög miklar breytingar. Höfnin var í viðvarandi taprekstri fyrir tuttugu árum síðan vegna minnkandi kvótastöðu og fækkun togara í plássinu. Við höfum náð að snúa þeirri þróun við með aukningu á komu skemmtiferðaskipa. Það hefur aukist mjög hratt,“ segir Guðmundur þegar hann er spurður hvort starfið hafi breyst á árum hans sem hafnarstjóri. Tekjur hafnarinnar af komu skemmtiferðaskipa eru nú orðin meirihluti árstekna. Nú er höfnin hætt að vera í taprekstri og farin að græða. Ókeypis flugeldasýning og básúnunám Síðasti dagur Guðmundar í starfi verður gamlársdagur. Þá verður tappinn tekinn úr flöskunni, skálað við vini og vandamenn og fylgst með flugeldasýningum bæjarbúa. En hvað tekur við hjá Guðmundi eftir áramót? „Fyrsta sem ég ætla að gera er að skrá mig í tónlistarskólann og halda áfram að læra á básúnu þar sem ég hætti þrettán ára gamall. Ég er að spila hérna með lúðrasveitinni en ég finn það hjá sjálfum mér að ég þarf að ná betri tökum á hljóðfærinu. Þannig ég ætla að halda áfram þar sem ég hætti þrettán ára,“ segir Guðmundur. Verið mjög lánsamur Í gegnum ævina hefur Guðmundur fengið tækifæri til að starfa um víðan heim og þannig kynnst fólki í mörgum löndum. Hann vonast til þess að geta ferðast til þessara landa með konu sinni og rifjað upp gamla tíma. „Svo bara vonandi næ ég að halda heilsu til að gera eitthvað skemmtilegt. Ég hef verið mjög lánsamur í lífinu. Það eru margir í kringum mig sem hafa ekki náð þessu markmiði. Sem er engin trygging að ég nái einhverju langlífi en ég stefni að því,“ segir Guðmundur. Ísafjarðarbær Tímamót Hafnarmál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segist Guðmundur vera ævinlega þakklátur fyrir það traust sem Ísafjarðarbær hefur sýnt honum alla hans tíð. Nú sé hann hins vegar kominn á eftirlaunaaldur og því kominn tími til að segja það gott sem hafnarstjóri. Guðmundur segist hafa verið mjög ánægður í starfi öll árin tuttugu. „Það hafa verið mjög miklar breytingar. Höfnin var í viðvarandi taprekstri fyrir tuttugu árum síðan vegna minnkandi kvótastöðu og fækkun togara í plássinu. Við höfum náð að snúa þeirri þróun við með aukningu á komu skemmtiferðaskipa. Það hefur aukist mjög hratt,“ segir Guðmundur þegar hann er spurður hvort starfið hafi breyst á árum hans sem hafnarstjóri. Tekjur hafnarinnar af komu skemmtiferðaskipa eru nú orðin meirihluti árstekna. Nú er höfnin hætt að vera í taprekstri og farin að græða. Ókeypis flugeldasýning og básúnunám Síðasti dagur Guðmundar í starfi verður gamlársdagur. Þá verður tappinn tekinn úr flöskunni, skálað við vini og vandamenn og fylgst með flugeldasýningum bæjarbúa. En hvað tekur við hjá Guðmundi eftir áramót? „Fyrsta sem ég ætla að gera er að skrá mig í tónlistarskólann og halda áfram að læra á básúnu þar sem ég hætti þrettán ára gamall. Ég er að spila hérna með lúðrasveitinni en ég finn það hjá sjálfum mér að ég þarf að ná betri tökum á hljóðfærinu. Þannig ég ætla að halda áfram þar sem ég hætti þrettán ára,“ segir Guðmundur. Verið mjög lánsamur Í gegnum ævina hefur Guðmundur fengið tækifæri til að starfa um víðan heim og þannig kynnst fólki í mörgum löndum. Hann vonast til þess að geta ferðast til þessara landa með konu sinni og rifjað upp gamla tíma. „Svo bara vonandi næ ég að halda heilsu til að gera eitthvað skemmtilegt. Ég hef verið mjög lánsamur í lífinu. Það eru margir í kringum mig sem hafa ekki náð þessu markmiði. Sem er engin trygging að ég nái einhverju langlífi en ég stefni að því,“ segir Guðmundur.
Ísafjarðarbær Tímamót Hafnarmál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira