Mannauðsstjóri rekur kynlífstækjaverslun – jóladagatölin rjúka út Hermosa.is 12. október 2022 11:50 María Dís Gunnarsdóttir og Þröstur Marel Jónsson segja kynlífstækjamarkaðinn á Íslandi mjög spennandi en þau eru nýir eigendur vefverslunarinnar Hermosa.is. María Dís Gunnarsdóttir tók við rekstri kynlífstækjaverslunarinnar Hermosa.is í lok sumars ásamt manni sínum Þresti Marel Valssyni. Þau hafði lengi langað í rekstur meðfram vinnu og stukku á tækifærið þegar það gafst enda kynlífstæki dúndurvinsæl og sérstaklega í skammdeginu. „Fyrsti mánuðurinn okkar fór fram úr björtustu vonum. Jóladagatölin eru langvinsælasta varan á kynlífstækjamarkaðnum í dag og salan er þegar komin á fullt. Það er gaman að sjá að fólk vill fókusera á nánd og létta aðeins lundina í kuldanum og myrkrinu. Kynlífstækjamarkaðurinn á Íslandi er mjög spennandi og þar eru mörg tækifæri. Umræðan hefur opnast töluvert síðustu árin og við erum spennt að taka þátt í að opna hana enn meira og affordómavæða þennan bransa,“ segir María Dís. Allir hafi mismunandi langanir og þarfir og það sé jákvætt að fólk geti verið ófeimið. Hún hafi þó aðeins velt fyrir sér hvaða skoðun vinnufélagarnir hefðu á hliðarstarfinu. „Ég velti því alveg fyrir mér hvað samstarfsfólki mínu fyndist að mannauðsstjórinn ræki kynlífstækjaverslun,“ segir hún hlæjandi. Það hafi þó verið ástæðulaust að hafa áhyggjur af því og samstarfsfélagarnir tekið vel í fréttirnar. „Fólki finnst miklu minna mál að ræða kaup á kynlífstækjum í dag en bara fyrir nokkrum árum. Það er kannski aðeins munur milli kynslóða og það má alveg taka fram að vörurnar eru til dæmis sendar í ómerktum umbúðum. Það þarf því enginn að vera feiminn við að sækja pakkann á pósthúsið eða fá sendingu heim, ef viðkomandi býr til dæmis heima hjá mömmu og pabba,“ segir María sposk. „Annars sendum við einnig frítt á Droppstöðvar um allt land.“ Hægt er að vinna dagatal í gjafaleik á samfélagsmiðlum Hermosa.is Útrás fyrir jólastressið öll kvöld í desember Hermosa býður tvær glæsilegar útgáfur af jóladagatölum. Annað dagatalið inniheldur 29 spennandi vörur og hitt 25. Í stærra dagatalinu eru 17 fjölbreytt og spennandi kynlífstæki og ýmsir aukahlutir eins og undirföt, nuddolía, sleipiefni og geirvörtuklemmur svo eitthvað sé nefnt. María Dís segir mikil gæði einkenna vörurnar í báðum dagatölunum og fólk fái mikið fyrir aurinn. „Þetta eru mjög vegleg dagatöl og hafa þann kost fram yfir mörg önnur að vörurnar koma frá mismunandi framleiðendum svo fjölbreytnin er mikil. Dagatölin eru sérstaklega miðuð að pörum til að leika sér saman og innihalda vörur sem henta öllum kynjum, eitthvað skemmtilegt sem hægt er að gera með makanum og létta á jólastressinu. Svo erum við með í gangi skemmtilegan gjafaleik á samfélagsmiðlunum þar sem hægt er að vinna dagatal,“ segir María Dís. Í stærra dagatalinu eru 17 fjölbreytt og spennandi kynlífstæki og ýmsir aukahlutir Fræðsla og heimakynningar um allt land Þau Þröstur hafa aukið talsvert við vörúrval Hermosa þegar þau tóku við og framundan er frekari uppbygging verslunarinnar, til að mynda fræðsla og heimakynningar. „Við erum að vinna að fræðslubloggi á heimasíðunni og ætlum einnig að vera með fræðslu á samfélagsmiðlum. Sú vinna er í mótun en okkur dreymir stórt. Við hvetjum fólk auðvitað til að fylgja okkur bæði á Instagram og Facebook. Við stefnum einnig á að þjónusta landsbyggðina betur og fara út á land með vörukynningar. Framundan hjá okkur er til dæmis konukvöld úti á landi og fleira spennandi fyrir landsbyggðarfólkið,“ segir María Dís og greinilegt að þau veðjuðu á réttan hest. „Það er rosalega gaman að eiga það áhugamál að gleðja aðra í frítímanum sínum og halda þjóðinni fullnægðri, það er mjög gefandi fyrir okkur. Óskastaðan er svo auðvitað að geta stækkað verslunina enn frekar,“ segir María Dís að lokum. Kynlíf Jól Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
„Fyrsti mánuðurinn okkar fór fram úr björtustu vonum. Jóladagatölin eru langvinsælasta varan á kynlífstækjamarkaðnum í dag og salan er þegar komin á fullt. Það er gaman að sjá að fólk vill fókusera á nánd og létta aðeins lundina í kuldanum og myrkrinu. Kynlífstækjamarkaðurinn á Íslandi er mjög spennandi og þar eru mörg tækifæri. Umræðan hefur opnast töluvert síðustu árin og við erum spennt að taka þátt í að opna hana enn meira og affordómavæða þennan bransa,“ segir María Dís. Allir hafi mismunandi langanir og þarfir og það sé jákvætt að fólk geti verið ófeimið. Hún hafi þó aðeins velt fyrir sér hvaða skoðun vinnufélagarnir hefðu á hliðarstarfinu. „Ég velti því alveg fyrir mér hvað samstarfsfólki mínu fyndist að mannauðsstjórinn ræki kynlífstækjaverslun,“ segir hún hlæjandi. Það hafi þó verið ástæðulaust að hafa áhyggjur af því og samstarfsfélagarnir tekið vel í fréttirnar. „Fólki finnst miklu minna mál að ræða kaup á kynlífstækjum í dag en bara fyrir nokkrum árum. Það er kannski aðeins munur milli kynslóða og það má alveg taka fram að vörurnar eru til dæmis sendar í ómerktum umbúðum. Það þarf því enginn að vera feiminn við að sækja pakkann á pósthúsið eða fá sendingu heim, ef viðkomandi býr til dæmis heima hjá mömmu og pabba,“ segir María sposk. „Annars sendum við einnig frítt á Droppstöðvar um allt land.“ Hægt er að vinna dagatal í gjafaleik á samfélagsmiðlum Hermosa.is Útrás fyrir jólastressið öll kvöld í desember Hermosa býður tvær glæsilegar útgáfur af jóladagatölum. Annað dagatalið inniheldur 29 spennandi vörur og hitt 25. Í stærra dagatalinu eru 17 fjölbreytt og spennandi kynlífstæki og ýmsir aukahlutir eins og undirföt, nuddolía, sleipiefni og geirvörtuklemmur svo eitthvað sé nefnt. María Dís segir mikil gæði einkenna vörurnar í báðum dagatölunum og fólk fái mikið fyrir aurinn. „Þetta eru mjög vegleg dagatöl og hafa þann kost fram yfir mörg önnur að vörurnar koma frá mismunandi framleiðendum svo fjölbreytnin er mikil. Dagatölin eru sérstaklega miðuð að pörum til að leika sér saman og innihalda vörur sem henta öllum kynjum, eitthvað skemmtilegt sem hægt er að gera með makanum og létta á jólastressinu. Svo erum við með í gangi skemmtilegan gjafaleik á samfélagsmiðlunum þar sem hægt er að vinna dagatal,“ segir María Dís. Í stærra dagatalinu eru 17 fjölbreytt og spennandi kynlífstæki og ýmsir aukahlutir Fræðsla og heimakynningar um allt land Þau Þröstur hafa aukið talsvert við vörúrval Hermosa þegar þau tóku við og framundan er frekari uppbygging verslunarinnar, til að mynda fræðsla og heimakynningar. „Við erum að vinna að fræðslubloggi á heimasíðunni og ætlum einnig að vera með fræðslu á samfélagsmiðlum. Sú vinna er í mótun en okkur dreymir stórt. Við hvetjum fólk auðvitað til að fylgja okkur bæði á Instagram og Facebook. Við stefnum einnig á að þjónusta landsbyggðina betur og fara út á land með vörukynningar. Framundan hjá okkur er til dæmis konukvöld úti á landi og fleira spennandi fyrir landsbyggðarfólkið,“ segir María Dís og greinilegt að þau veðjuðu á réttan hest. „Það er rosalega gaman að eiga það áhugamál að gleðja aðra í frítímanum sínum og halda þjóðinni fullnægðri, það er mjög gefandi fyrir okkur. Óskastaðan er svo auðvitað að geta stækkað verslunina enn frekar,“ segir María Dís að lokum.
Kynlíf Jól Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira