Alblóðugur Rüdiger þurfti 20 spor eftir jöfnunarmarkið Valur Páll Eiríksson skrifar 12. október 2022 12:00 Það fossblæddi úr Rudiger þar sem hann lenti saman við markvörð Shakhtar. 20 spor þurfti í andlitið á honum. Adam Nurkiewicz/Getty Images Antonio Rüdiger, varnarmaður Real Madrid, verður seint sakaður um að fórna sér ekki fyrir liðsfélaga sína. Hann tryggði liði sínu stig á ögurstundu í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld og var nálægt því að steinrotast í leiðinni. Real Madrid átti í vandræðum þegar liðið sótti úkraínska liðið Shakhtar Donetsk heim í gærkvöld, að vísu til Varsjá í Póllandi, þar sem Evrópuleikir mega ekki fara fram í Úkraínu vegna innrásar Rússa í landið. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Oleksandr Zubkov Shakhtar í forystu á fyrstu mínútu síðari hálfleiks og staðan var 1-0 allt þar til fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þá átti Þjóðverjinn Toni Kroos háa sendingu inn á teig Shakhtar sem fann höfuðið á landa hans Rüdiger sem skallaði boltann í stöng og inn og lenti svo harkalega saman við Anatolii Trubin, markvörð Shakhtar. Klippa: Mörkin: Shakhtar - Real Madrid Rüdiger steinlá og það sást fossblæða úr andliti hans. Hann átti þá erfitt með að halda jafnvægi þegar hann stóð upp eftir markið. Haft er eftir Rüdiger og talsmanni Real Madrid að hann sé í lagi og hafi sloppið við beinbrot. Það þurfti hins vegar að sauma 20 spor í andlitið á honum eftir atvikið. „Það sem drepur þig ekki styrkir þig. Ég er í lagi, takk fyrir öll skilaboðin,“ sagði Rüdiger eftir leik. Um er að ræða fyrstu stigin sem Real Madrid tapar í F-riðli en liðið er efst í riðlinum með 10 stig eftir fjóra leiki og er öruggt áfram í 16-liða úrslit. RB Leipzig vann Celtic í gær og er með sex stig í öðru sæti en Shakhtar er með fimm stig þar fyrir neðan. Celtic rekur lestina með eitt stig. Myndir af atvikinu má sjá að neðan. Að ofan má sjá myndskeið af markinu. Mateusz Slodkowski/DeFodi Images via Getty Images Mateusz Slodkowski/DeFodi Images via Getty Images Adam Nurkiewicz/Getty Images Antonio Villalba/Real Madrid via Getty Images Adam Nurkiewicz/Getty Images Adam Nurkiewicz/Getty Images Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Real Madrid átti í vandræðum þegar liðið sótti úkraínska liðið Shakhtar Donetsk heim í gærkvöld, að vísu til Varsjá í Póllandi, þar sem Evrópuleikir mega ekki fara fram í Úkraínu vegna innrásar Rússa í landið. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Oleksandr Zubkov Shakhtar í forystu á fyrstu mínútu síðari hálfleiks og staðan var 1-0 allt þar til fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þá átti Þjóðverjinn Toni Kroos háa sendingu inn á teig Shakhtar sem fann höfuðið á landa hans Rüdiger sem skallaði boltann í stöng og inn og lenti svo harkalega saman við Anatolii Trubin, markvörð Shakhtar. Klippa: Mörkin: Shakhtar - Real Madrid Rüdiger steinlá og það sást fossblæða úr andliti hans. Hann átti þá erfitt með að halda jafnvægi þegar hann stóð upp eftir markið. Haft er eftir Rüdiger og talsmanni Real Madrid að hann sé í lagi og hafi sloppið við beinbrot. Það þurfti hins vegar að sauma 20 spor í andlitið á honum eftir atvikið. „Það sem drepur þig ekki styrkir þig. Ég er í lagi, takk fyrir öll skilaboðin,“ sagði Rüdiger eftir leik. Um er að ræða fyrstu stigin sem Real Madrid tapar í F-riðli en liðið er efst í riðlinum með 10 stig eftir fjóra leiki og er öruggt áfram í 16-liða úrslit. RB Leipzig vann Celtic í gær og er með sex stig í öðru sæti en Shakhtar er með fimm stig þar fyrir neðan. Celtic rekur lestina með eitt stig. Myndir af atvikinu má sjá að neðan. Að ofan má sjá myndskeið af markinu. Mateusz Slodkowski/DeFodi Images via Getty Images Mateusz Slodkowski/DeFodi Images via Getty Images Adam Nurkiewicz/Getty Images Antonio Villalba/Real Madrid via Getty Images Adam Nurkiewicz/Getty Images Adam Nurkiewicz/Getty Images
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti