Óvænt skýfall og fallin lauf sökudólgarnir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2022 20:51 Niðurföll höfðu ekki undan í rigningunni. Vísir/Egill Það var allt á floti í höfuðborginni í dag þar sem flæddi inn í kjallara í Vesturbænum og víðar. Niðurföll höfðu ekki haft undan í vatnsveðrinu. Óvænt skýfall og fallin lauf eru sökudólgarnir. Mikil úrkoma hefur verið í höfuðborginni í dag og síðdegis höfðu borgarstarsmenn í nógu að snúast við að hreinsa frá niðurföllum og koma vatninu til skila á sinn stað. Niðurföll höfðu ekki undan og flæddi inn í nokkur hús vestan Snorrabrautar í dag. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri skrifstofu rekstrar og umhirðu hjá Reykjavíkurborg, mætti í beina útsendingu í Kvöldfréttum Stöð 2 í kvöld til að fara yfir stöðuna. „Helstu verkefnin voru hér í miðborginni, í Vesturbænum, inn í Laugardal og síðan í Árbæ og Breiðholti. Þetta ástand kom okkur pínulítið á óvart. Það rigndi mikið í skamman tíma og það sem gerist er að það safnast lauf í niðurföll, í ristar, í götunum sem veldur því að þau stíflast,“ sagði Hjalti. Hvetur hann borgarbúa til að hreinsa lauf frá niðurföllum ef kostur er. „Við viljum náttúrulega líka benda fólki á að hreinsa ef það hefur tækifæri til úr sínum niðurföllum í nánasta umhverfi en ef það ræður ekki við það að senda ábendingu á ábendingavef Reykjavíkurborgar,“ sagði Hjalti. Hið mikla skýfall kom borgarstarfsmönnum nokkuð á óvart. „Við bjuggumst ekki alveg við svona mikilli úrkomu á svona skömmum tíma en við undirbúum okkur alltaf mjögvel ef við vitum af svona veðri. Við förum í alla svokallaða lágpunkta, hreinsum frá niðurföllum og reynum að forða tjóni, svona almennt séð.“ Þýðir þetta að haustið er komið af fullum krafti í höfuðborgina? „Haustið er mætt. Það er náttúrulega komið inn í miðjan október. Já, haustið er mætt með sínum rigningum og veseni. Eigum við ekki bara orða það þannig?“ Veður Reykjavík Tengdar fréttir Flæddi inn á þremur stöðum vestan Snorrabrautar Flætt hefur inn í kjallara og hús á þremur stöðum í Vesturbæ Reykjavíkur, þar á meðal í umferðarmiðstöð BSÍ. Mikil úrkoma hefur verið í höfuðborginni dag sem sér ekki fyrir endann á. 11. október 2022 15:47 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira
Mikil úrkoma hefur verið í höfuðborginni í dag og síðdegis höfðu borgarstarsmenn í nógu að snúast við að hreinsa frá niðurföllum og koma vatninu til skila á sinn stað. Niðurföll höfðu ekki undan og flæddi inn í nokkur hús vestan Snorrabrautar í dag. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri skrifstofu rekstrar og umhirðu hjá Reykjavíkurborg, mætti í beina útsendingu í Kvöldfréttum Stöð 2 í kvöld til að fara yfir stöðuna. „Helstu verkefnin voru hér í miðborginni, í Vesturbænum, inn í Laugardal og síðan í Árbæ og Breiðholti. Þetta ástand kom okkur pínulítið á óvart. Það rigndi mikið í skamman tíma og það sem gerist er að það safnast lauf í niðurföll, í ristar, í götunum sem veldur því að þau stíflast,“ sagði Hjalti. Hvetur hann borgarbúa til að hreinsa lauf frá niðurföllum ef kostur er. „Við viljum náttúrulega líka benda fólki á að hreinsa ef það hefur tækifæri til úr sínum niðurföllum í nánasta umhverfi en ef það ræður ekki við það að senda ábendingu á ábendingavef Reykjavíkurborgar,“ sagði Hjalti. Hið mikla skýfall kom borgarstarfsmönnum nokkuð á óvart. „Við bjuggumst ekki alveg við svona mikilli úrkomu á svona skömmum tíma en við undirbúum okkur alltaf mjögvel ef við vitum af svona veðri. Við förum í alla svokallaða lágpunkta, hreinsum frá niðurföllum og reynum að forða tjóni, svona almennt séð.“ Þýðir þetta að haustið er komið af fullum krafti í höfuðborgina? „Haustið er mætt. Það er náttúrulega komið inn í miðjan október. Já, haustið er mætt með sínum rigningum og veseni. Eigum við ekki bara orða það þannig?“
Veður Reykjavík Tengdar fréttir Flæddi inn á þremur stöðum vestan Snorrabrautar Flætt hefur inn í kjallara og hús á þremur stöðum í Vesturbæ Reykjavíkur, þar á meðal í umferðarmiðstöð BSÍ. Mikil úrkoma hefur verið í höfuðborginni dag sem sér ekki fyrir endann á. 11. október 2022 15:47 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira
Flæddi inn á þremur stöðum vestan Snorrabrautar Flætt hefur inn í kjallara og hús á þremur stöðum í Vesturbæ Reykjavíkur, þar á meðal í umferðarmiðstöð BSÍ. Mikil úrkoma hefur verið í höfuðborginni dag sem sér ekki fyrir endann á. 11. október 2022 15:47