Íslensku stelpurnar verða ekki saman eftir leikinn: Tvær rútur í sitthvora átt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2022 14:40 Það er alltaf gaman hjá íslensku stelpunum en þær ekki að fagna HM sætinu saman eftir leik takist þeim að tryggja sig þangað í kvöld. Vísir/Vilhelm Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, ræddi við Kolbein Tuma Daðason, fyrir utan leikvanginn í Porto þar sem leikurinn mikilvægi fer fram í kvöld. Vinni íslenska kvennalandsliðið leikinn þá komast þær á HM í fyrsta sinn. Þær fá hins vegar ekki tækifæri til að fagna HM sætinu allar samn eftir leik. Það var búið að vera í nógu að snúast hjá framkvæmdastjóranum síðustu daga sem og nú á morgni leikdags. „Það er ýmislegt búið að gerast sem er bara skemmtilegt. Það er alltaf verið að biðja um fleiri og fleiri miða sem ég fagna alltaf ákaflega. Smá bras með skipulagið en við leysum þetta allt. Við erum bara að vera tilbúin í skemmtilegan og góðan leik,“ sagði Klara Bjartmarz en hvað er von á mörgum Íslendingum á leikinn? Vona að það verði 250 Íslendingar „Ég er að vona að það verði alla vega svona 250. Það eru kannski færri sem koma af næstum bæjum eins og gerðist í Hollandi en það alla vega 170 staðfestir,“ sagði Klara. Viðtalið var tekið fyrir utan leikvanginn. Einhverjir höfðu áhyggjur af því að grasið á vellinum væri dapurt eftir að hafa séð mynd af því í gær. „Völlurinn var blautur og þungur í gær en nú skín sólin og það er farið að hitna vel. Ég held að hann verði fljótur að drena sig. Þetta verður allt í lagi og eins fyrir bæði lið. Við tökum því sem að höndum ber,“ sagði Klara. Þar sem er vilji þar er vegur Það voru vangaveltur um hvort landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gæti spilað leikinn vegna veikinda. „Hún var mætt í máltíðirnar áðan og verður vonandi tilbúin í leikinn. Þar sem er vilji þar er vegur og þar sem Sara Björk er sú um ræðir þá hef ég ekki miklar áhyggjur af því,“ sagði Klara. Íslenska liðið var við æfingar á Algarve og ferðaðist svo norður til Portúgal á sunnudaginn. „Við náðum hæstum hæðum í að týna töskum og fleiru en það eru allir komnir með sitt að lokum. Þetta bjargast allt og við munum mæta til leiks,“ sagði Klara. „Við náðum að týna töskum á nánast hverjum einasta legg í ferðalaginu og þegar ég segi við þá er ég að tala um einhverja sem tengjast okkur og eru að vinna fyrir okkur. Þetta komst allt heim að lokum. Það sem hefur ekki náð til okkar eru hlutir sem skipta ekki máli. Það skiptir ekkert annað máli í dag heldur en leikurinn,“ sagði Klara. Þurfa að spila í gömlu varabúningunum Búningatöskurnar eru ekki týndar og íslenska liðið spilar því í sínum búningum. Það verða þó ekki nýju búningarnir. „Við verðum í gömlu hvítu í dag því eitt af því sem kom upp fyrir leikinn að við vorum ekki komin með kvensniðin af nýja varabúningnum frá Puma. Við verðum því í gamla varabúningnum en við þekkjum hann vel því við spiluðu í honum í tveimur leikjum á EM. Við látum ekki slík smáatriði slá okkur út af laginu,“ sagði Klara. Íslenska liðið fer í tvær áttir strax eftir leikinn í kvöld. „Við verðum með tvær rútur tilbúnar eftir leikinn. Annar hópurinn fer út á flugvöll og flýgur heim í góðu yfirlæti hjá vinum okkar í Icelandair en hinn hópurinn fer inn á hótel með einum starfsmanni sem tryggir það að þær komist heilar og höldnu heim til sín á morgun,“ sagði Klara. „Auðvitað hefði verið gaman að vera saman eftir leik en með þessum litla fyrirvara er ekki auðvelt að skipuleggja ferðalög þvers og kurrs um ekki bara Evrópu heldur líka þurfa þær sem búa í Bandaríkjunum líka að komast heim til sín,“ sagði Klara. Ekki skipulagt áður leik sem svona stuttum fyrirvara „Við höfum ekki skipulagt leik sem svona stuttum fyrirvara áður og það eru ýmsir gallar sem því fylgja,“ sagði Klara en hún er bjartsýn fyrir leikinn. „Ég er alltaf bjartsýn. Við höfum góða sögu á móti Portúgal, við erum með topplið, kunnum að verjast og kunnum að sækja. Ef við spilum okkar bolta þá eru okkur allir vegir færir,“ sagði Klara að lokum en það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Sjá meira
Það var búið að vera í nógu að snúast hjá framkvæmdastjóranum síðustu daga sem og nú á morgni leikdags. „Það er ýmislegt búið að gerast sem er bara skemmtilegt. Það er alltaf verið að biðja um fleiri og fleiri miða sem ég fagna alltaf ákaflega. Smá bras með skipulagið en við leysum þetta allt. Við erum bara að vera tilbúin í skemmtilegan og góðan leik,“ sagði Klara Bjartmarz en hvað er von á mörgum Íslendingum á leikinn? Vona að það verði 250 Íslendingar „Ég er að vona að það verði alla vega svona 250. Það eru kannski færri sem koma af næstum bæjum eins og gerðist í Hollandi en það alla vega 170 staðfestir,“ sagði Klara. Viðtalið var tekið fyrir utan leikvanginn. Einhverjir höfðu áhyggjur af því að grasið á vellinum væri dapurt eftir að hafa séð mynd af því í gær. „Völlurinn var blautur og þungur í gær en nú skín sólin og það er farið að hitna vel. Ég held að hann verði fljótur að drena sig. Þetta verður allt í lagi og eins fyrir bæði lið. Við tökum því sem að höndum ber,“ sagði Klara. Þar sem er vilji þar er vegur Það voru vangaveltur um hvort landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gæti spilað leikinn vegna veikinda. „Hún var mætt í máltíðirnar áðan og verður vonandi tilbúin í leikinn. Þar sem er vilji þar er vegur og þar sem Sara Björk er sú um ræðir þá hef ég ekki miklar áhyggjur af því,“ sagði Klara. Íslenska liðið var við æfingar á Algarve og ferðaðist svo norður til Portúgal á sunnudaginn. „Við náðum hæstum hæðum í að týna töskum og fleiru en það eru allir komnir með sitt að lokum. Þetta bjargast allt og við munum mæta til leiks,“ sagði Klara. „Við náðum að týna töskum á nánast hverjum einasta legg í ferðalaginu og þegar ég segi við þá er ég að tala um einhverja sem tengjast okkur og eru að vinna fyrir okkur. Þetta komst allt heim að lokum. Það sem hefur ekki náð til okkar eru hlutir sem skipta ekki máli. Það skiptir ekkert annað máli í dag heldur en leikurinn,“ sagði Klara. Þurfa að spila í gömlu varabúningunum Búningatöskurnar eru ekki týndar og íslenska liðið spilar því í sínum búningum. Það verða þó ekki nýju búningarnir. „Við verðum í gömlu hvítu í dag því eitt af því sem kom upp fyrir leikinn að við vorum ekki komin með kvensniðin af nýja varabúningnum frá Puma. Við verðum því í gamla varabúningnum en við þekkjum hann vel því við spiluðu í honum í tveimur leikjum á EM. Við látum ekki slík smáatriði slá okkur út af laginu,“ sagði Klara. Íslenska liðið fer í tvær áttir strax eftir leikinn í kvöld. „Við verðum með tvær rútur tilbúnar eftir leikinn. Annar hópurinn fer út á flugvöll og flýgur heim í góðu yfirlæti hjá vinum okkar í Icelandair en hinn hópurinn fer inn á hótel með einum starfsmanni sem tryggir það að þær komist heilar og höldnu heim til sín á morgun,“ sagði Klara. „Auðvitað hefði verið gaman að vera saman eftir leik en með þessum litla fyrirvara er ekki auðvelt að skipuleggja ferðalög þvers og kurrs um ekki bara Evrópu heldur líka þurfa þær sem búa í Bandaríkjunum líka að komast heim til sín,“ sagði Klara. Ekki skipulagt áður leik sem svona stuttum fyrirvara „Við höfum ekki skipulagt leik sem svona stuttum fyrirvara áður og það eru ýmsir gallar sem því fylgja,“ sagði Klara en hún er bjartsýn fyrir leikinn. „Ég er alltaf bjartsýn. Við höfum góða sögu á móti Portúgal, við erum með topplið, kunnum að verjast og kunnum að sækja. Ef við spilum okkar bolta þá eru okkur allir vegir færir,“ sagði Klara að lokum en það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð