Vesturlönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. október 2022 21:16 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir árásirnar í nótt hafa verið hrikalegar. Stöð 2 Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. Minnst ellefu létust og á sjöunda tug særðust í árásunum í nótt og í morgun en um var að ræða hefndaraðgerðir af hálfu Rússa eftir árás á Kerch brúna um helgina. Sprengjum rigndi yfir fjölmargar úkraínskar borgir, allt frá Lviv í austri til Saporisjía í vestri. Þá voru árásir gerðar á höfuðborgina, Kænugarð, í fyrsta sinn í langan tíma. Rússar réðust á borgir víðs vegar um Úkraínu í morgun, eftir árás á Kerch brúna um helgina.Grafík/Sara Rut Þrátt fyrir fullyrðingar Rússa um að árásirnar hafi beinst gegn innviðum eins og orkukerfum var sprengjum til að mynda varpað á vinsæla göngubrú, fjölmenn gatnamót og jafnvel leikvöll í Kænugarði. Utanríkisráðherra Íslands segir atburði næturinnar skýrt dæmi um að ástandið sé að stigmagnast og að ljóst sé að Rússar séu að fremja stríðsglæpi. „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara, það er líka stigmögnun í sjálfu sér, eins og gerðist í dag og í morgun þar sem var bara strategískt mjög víða verið að gera nákvæmlega það,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Ekki sé mikið tilefni til bjartsýni um framhaldið. „Því miður þá erum við bara enn þá á leið í kolranga átt og það er svona þessi stigmögnum bara í hverri einustu viku og það sem gerðist í nótt og í morgun var mjög hrikalegt,“ segir Þórdís. Vesturlönd þurfi nú að bregðast við, standa með Úkraínu og verða við ákalli þeirra um auknar vopnasendingar og aðstoð. Á meðan svo er ekki gjaldi Úkraínumenn fyrir það. „Svo þurfum við í rauninni að láta engan bilbug á okkur finna vegna þess að fórnarkostnaður vina og bandalagsþjóða er sáralítill í samanburði við það sem að úkraínska þjóðin er að ganga í gegnum,“ segir Þórdís og bætir við að Ísland sé engin undantekning. „Við þurfum að hugsa til þeirra sem eiga um sárt að binda og gera það sem er ætlast til af okkur. Stundum er ekki nóg að gera sitt besta, stundum þarf að gera það sem er krafist og við Íslendingar eigum að vera tilbúin til að gera það,“ segir hún. Saka Rússland um að vera hryðjuverkaríki Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa bæst í hóp þeirra sem hafa fordæmt árásirnar í dag en leiðtogar G7 ríkjanna koma saman á morgun til fundar með forseta Úkraínu. Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Volódimír Selenskí Úkraínuforseti hafa sakað hvor annan um hryðjuverk á víxl en ráðgjafi varnamálaráðherra Úkraínu var afdráttalaus í sínu svari síðdegis í dag „Öllum er ljóst að það er aðeins eitt hryðjuverkaríki. Það er Rússland. Þess vegna förum við fram á það við alþjóðlega bandamenn okkar að þeir skilgreini Rússland sem ríki sem styður alþjóðleg hryðjuverk og grípi til allra nauðsynlegra ráðstafana þar að lútandi,“ sagði Yuriy Sak, ráðgjafi varnamálaráðherra Úkraínu. Þó mörg lönd hafi tekið undir að Rússar hafi framið stríðsglæpi hafa fæstir tekið undir það að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rússland Úkraína Utanríkismál Tengdar fréttir Alþjóðasamfélagið lýsir yfir andúð sinni og segir árásina stríðsglæp Að minnsta kosti 11 eru látin og 64 særð eftir sprengingar Rússa í Úkraínu nú í morgun. Vladímír Pútín forseti Rússlands segir árásunum hafa verið beint að innviðum Úkraínu en það hafi verið gert til að svara sprengingar við Kertsj-brúna. Alþjóðasamfélagið hefur kallað aðgerðirnar stríðsglæp. 10. október 2022 14:55 „Þeir reyna að tortíma okkur og þurrka út af yfirborði jarðar“ Sprengjuárásir rússneska hersins á Kænugarð og fleiri úkraínskar borgir í morgun sýna fram á að Rússar séu að reyna að tortíma Úkraínumönnum og þurrka þeim út af yfirborði jarðar. 10. október 2022 07:50 Árásir á óbreytta borgara skelfilegar Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir morgunsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Árásinni hafi verið beint að samskipta-, orku- og hernaðarinnviðum Úkraínumanna. 10. október 2022 06:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Sjá meira
Minnst ellefu létust og á sjöunda tug særðust í árásunum í nótt og í morgun en um var að ræða hefndaraðgerðir af hálfu Rússa eftir árás á Kerch brúna um helgina. Sprengjum rigndi yfir fjölmargar úkraínskar borgir, allt frá Lviv í austri til Saporisjía í vestri. Þá voru árásir gerðar á höfuðborgina, Kænugarð, í fyrsta sinn í langan tíma. Rússar réðust á borgir víðs vegar um Úkraínu í morgun, eftir árás á Kerch brúna um helgina.Grafík/Sara Rut Þrátt fyrir fullyrðingar Rússa um að árásirnar hafi beinst gegn innviðum eins og orkukerfum var sprengjum til að mynda varpað á vinsæla göngubrú, fjölmenn gatnamót og jafnvel leikvöll í Kænugarði. Utanríkisráðherra Íslands segir atburði næturinnar skýrt dæmi um að ástandið sé að stigmagnast og að ljóst sé að Rússar séu að fremja stríðsglæpi. „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara, það er líka stigmögnun í sjálfu sér, eins og gerðist í dag og í morgun þar sem var bara strategískt mjög víða verið að gera nákvæmlega það,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Ekki sé mikið tilefni til bjartsýni um framhaldið. „Því miður þá erum við bara enn þá á leið í kolranga átt og það er svona þessi stigmögnum bara í hverri einustu viku og það sem gerðist í nótt og í morgun var mjög hrikalegt,“ segir Þórdís. Vesturlönd þurfi nú að bregðast við, standa með Úkraínu og verða við ákalli þeirra um auknar vopnasendingar og aðstoð. Á meðan svo er ekki gjaldi Úkraínumenn fyrir það. „Svo þurfum við í rauninni að láta engan bilbug á okkur finna vegna þess að fórnarkostnaður vina og bandalagsþjóða er sáralítill í samanburði við það sem að úkraínska þjóðin er að ganga í gegnum,“ segir Þórdís og bætir við að Ísland sé engin undantekning. „Við þurfum að hugsa til þeirra sem eiga um sárt að binda og gera það sem er ætlast til af okkur. Stundum er ekki nóg að gera sitt besta, stundum þarf að gera það sem er krafist og við Íslendingar eigum að vera tilbúin til að gera það,“ segir hún. Saka Rússland um að vera hryðjuverkaríki Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa bæst í hóp þeirra sem hafa fordæmt árásirnar í dag en leiðtogar G7 ríkjanna koma saman á morgun til fundar með forseta Úkraínu. Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Volódimír Selenskí Úkraínuforseti hafa sakað hvor annan um hryðjuverk á víxl en ráðgjafi varnamálaráðherra Úkraínu var afdráttalaus í sínu svari síðdegis í dag „Öllum er ljóst að það er aðeins eitt hryðjuverkaríki. Það er Rússland. Þess vegna förum við fram á það við alþjóðlega bandamenn okkar að þeir skilgreini Rússland sem ríki sem styður alþjóðleg hryðjuverk og grípi til allra nauðsynlegra ráðstafana þar að lútandi,“ sagði Yuriy Sak, ráðgjafi varnamálaráðherra Úkraínu. Þó mörg lönd hafi tekið undir að Rússar hafi framið stríðsglæpi hafa fæstir tekið undir það að um hryðjuverk hafi verið að ræða.
Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rússland Úkraína Utanríkismál Tengdar fréttir Alþjóðasamfélagið lýsir yfir andúð sinni og segir árásina stríðsglæp Að minnsta kosti 11 eru látin og 64 særð eftir sprengingar Rússa í Úkraínu nú í morgun. Vladímír Pútín forseti Rússlands segir árásunum hafa verið beint að innviðum Úkraínu en það hafi verið gert til að svara sprengingar við Kertsj-brúna. Alþjóðasamfélagið hefur kallað aðgerðirnar stríðsglæp. 10. október 2022 14:55 „Þeir reyna að tortíma okkur og þurrka út af yfirborði jarðar“ Sprengjuárásir rússneska hersins á Kænugarð og fleiri úkraínskar borgir í morgun sýna fram á að Rússar séu að reyna að tortíma Úkraínumönnum og þurrka þeim út af yfirborði jarðar. 10. október 2022 07:50 Árásir á óbreytta borgara skelfilegar Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir morgunsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Árásinni hafi verið beint að samskipta-, orku- og hernaðarinnviðum Úkraínumanna. 10. október 2022 06:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Sjá meira
Alþjóðasamfélagið lýsir yfir andúð sinni og segir árásina stríðsglæp Að minnsta kosti 11 eru látin og 64 særð eftir sprengingar Rússa í Úkraínu nú í morgun. Vladímír Pútín forseti Rússlands segir árásunum hafa verið beint að innviðum Úkraínu en það hafi verið gert til að svara sprengingar við Kertsj-brúna. Alþjóðasamfélagið hefur kallað aðgerðirnar stríðsglæp. 10. október 2022 14:55
„Þeir reyna að tortíma okkur og þurrka út af yfirborði jarðar“ Sprengjuárásir rússneska hersins á Kænugarð og fleiri úkraínskar borgir í morgun sýna fram á að Rússar séu að reyna að tortíma Úkraínumönnum og þurrka þeim út af yfirborði jarðar. 10. október 2022 07:50
Árásir á óbreytta borgara skelfilegar Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir morgunsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Árásinni hafi verið beint að samskipta-, orku- og hernaðarinnviðum Úkraínumanna. 10. október 2022 06:35