Þjófnaður á skyrlokum orðinn stórvandamál í Bónus Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. október 2022 23:00 Hér má sjá umrætt skilti sem sett var upp í Bónus í Kringlunni. vísir/egill Bónus í Kringlunni hefur þurft að farga hundruðum skyrdolla vegna þjófnaðar á loki umbúðanna. Vilji framleiðenda til að sporna gegn plastneyslu hefur skapað nýtt og ófyrirséð vandamál. „Að taka lok úr öðru skyri er þjófnaður“ segir skilti í Bónus í Kringlunni. Margir hafa velt því fyrir sér hvað þetta þýði eiginlega. Hverjum dettur í hug að stela loki af skyri? Þar hefur brotist út hálfgerður faraldur en rekja má upptök hans til aðgerða matvælaframleiðenda til að sporna gegn plastnotkun og loftslagsbreytingum. Fjallað var um mikla óánægju landsmanna með papparör og pappaskeiðar í fyrra sem komu í staðinn fyrir einnota plast. Sum fyrirtæki hafa nú gengið skrefinu lengra og selja ýmis skyr og jógúrt án loks - og þá auðvitað alveg án nokkurs áhalds til að neyta þeirra. „Við erum búin að vera að lenda í því að við fáum mikið af skólakrökkum til okkar og þeir sækja svoldið í skeiðarnar á skyrinu. Og eins og þið sjáið þá eru náttúrulega ekki allar með skeið. Og þá er tekið svolítið upp á því að nappa lokunum og skipt,“ segir Gunnar Jónsson, verslunarstjóri Bónus í Kringlunni og sýnir okkur mismunandi umbúðir í sjónvarpsklippunni sem er hér að neðan. Krakkarnir vilja greinilega eitthvað til að borða skyrið með í hádeginu. Og þessi tilraun framleiðenda til að stuðla að minni plastneyslu skapar nýtt umhverfisvandamál. Upplýsingar um síðasta neysludag eru nefnilega oftast prentaðar á lok varanna. Og þegar lokið hverfur má ekki selja vöruna lengur. Skyr með loki og pappaskeið og skyr án loks. Hvort má bjóða þér?vísir/egill „Bæði hverfur lokið og svo eru dagsetningar á þessu öllu sem þarf að fylgja þannig við getum ekki verið að selja þetta með röngum dagsetningum,“ segir Gunnar. Þurfiði þá að farga vörunni eða hvað? „Já, henni er fargað.“ Mikil matarsóun hlýst af þessu en skyrdollurnar eru ansi margar sem Bónus í Kringlunni hefur þurft að farga. „Þau eru allavega í hundruðunum. Án efa,“ segir Gunnar. Gunnar Jónsson (til vinstri) er verslunarstjóri Bónus í Kringlunni.vísir/egill Og þetta er væntanlega dáldið tjón fyrir ykkur ef þið getið ekki selt vöruna? „Já, þetta er stórt tjón.“ Bónus hefur því tekið sig til og býður upp á fríar bambusskeiðar fyrir þá sem kaupa loklaus skyr. Og nú er bara að sjá hvort krakkarnir sætti sig við þann kost. Fjallað var um óánægju landsmanna með papparör- og skeiðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í ágúst í fyrra: Matvælaframleiðsla Loftslagsmál Umhverfismál Neytendur Verslun Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Að taka lok úr öðru skyri er þjófnaður“ segir skilti í Bónus í Kringlunni. Margir hafa velt því fyrir sér hvað þetta þýði eiginlega. Hverjum dettur í hug að stela loki af skyri? Þar hefur brotist út hálfgerður faraldur en rekja má upptök hans til aðgerða matvælaframleiðenda til að sporna gegn plastnotkun og loftslagsbreytingum. Fjallað var um mikla óánægju landsmanna með papparör og pappaskeiðar í fyrra sem komu í staðinn fyrir einnota plast. Sum fyrirtæki hafa nú gengið skrefinu lengra og selja ýmis skyr og jógúrt án loks - og þá auðvitað alveg án nokkurs áhalds til að neyta þeirra. „Við erum búin að vera að lenda í því að við fáum mikið af skólakrökkum til okkar og þeir sækja svoldið í skeiðarnar á skyrinu. Og eins og þið sjáið þá eru náttúrulega ekki allar með skeið. Og þá er tekið svolítið upp á því að nappa lokunum og skipt,“ segir Gunnar Jónsson, verslunarstjóri Bónus í Kringlunni og sýnir okkur mismunandi umbúðir í sjónvarpsklippunni sem er hér að neðan. Krakkarnir vilja greinilega eitthvað til að borða skyrið með í hádeginu. Og þessi tilraun framleiðenda til að stuðla að minni plastneyslu skapar nýtt umhverfisvandamál. Upplýsingar um síðasta neysludag eru nefnilega oftast prentaðar á lok varanna. Og þegar lokið hverfur má ekki selja vöruna lengur. Skyr með loki og pappaskeið og skyr án loks. Hvort má bjóða þér?vísir/egill „Bæði hverfur lokið og svo eru dagsetningar á þessu öllu sem þarf að fylgja þannig við getum ekki verið að selja þetta með röngum dagsetningum,“ segir Gunnar. Þurfiði þá að farga vörunni eða hvað? „Já, henni er fargað.“ Mikil matarsóun hlýst af þessu en skyrdollurnar eru ansi margar sem Bónus í Kringlunni hefur þurft að farga. „Þau eru allavega í hundruðunum. Án efa,“ segir Gunnar. Gunnar Jónsson (til vinstri) er verslunarstjóri Bónus í Kringlunni.vísir/egill Og þetta er væntanlega dáldið tjón fyrir ykkur ef þið getið ekki selt vöruna? „Já, þetta er stórt tjón.“ Bónus hefur því tekið sig til og býður upp á fríar bambusskeiðar fyrir þá sem kaupa loklaus skyr. Og nú er bara að sjá hvort krakkarnir sætti sig við þann kost. Fjallað var um óánægju landsmanna með papparör- og skeiðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í ágúst í fyrra:
Matvælaframleiðsla Loftslagsmál Umhverfismál Neytendur Verslun Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira