Nýr heimavöllur heimsleikanna í CrossFit einn sá hættulegasti í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2022 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir hefur keppt á fjölmörgum heimsleikum og var hársbreidd frá verðlaunasæti með liðinu á heimsleikunum í ár. Instagram/@anniethorisdottir Heimsleikarnir í CrossFit eru á leiðinni í burtu frá Madison í Wisconsin fylki því frá á með árinu 2024 verða heimsleikarnir haldnir í borginni í Birmingham í Alabama fylki. Morning Chalk Up staðfesti breytinguna en það var lengi vitað að CrossFit samtökin væru að leita að nýjum framtíðarstað fyrir heimsleikanna. Þetta verður þriðji heimavöllur heimsleikanna í sögunni en til að byrja með voru leikarnir haldnir í Carson í Kaliforníu fylki. Þeir fluttu síðan til Madison árið 2017 og hafa farið fram þar fyrir utan kórónuveiruárið 2020. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Leikarnir fara fram í sjötta og síðasta skiptið í Madison á næsta ári. Frá árinu 2024 til 2027 munu heimsleikarnir hafa aðalaðsetur í Birmingham Crossplex sem er fjölhæf íþróttahöll í miðbænum. Allar aðstæður eru góðar fyrir sjálfa íþróttakeppnina en menn hafa aftur á móti meiri áhyggjur af öðrum hlutum. Alabama er eitt af suðurríkjunum og það er ljóst að hitinn gæti spilað enn stærra hlutverk á leikunum þar þó að það sé oft nógu heitt í Wisconsin fylki um mánaðamótin júlí-ágúst. Það er meðaltali fimm gráðu heitara þarna í Birmingham en í Madison og um leið hærra rakastig. Það er ekki öllum sem lýst allt of vel á þessa breytingu. Madison hefur unnið hug og hjörtu flestra sem þangað hafa komið enda mjög hugguleg borg í norður Bandaríkjunum. Nýi heimavöllur heimsleikanna er nefnilega einn sá hættulegasti í Bandaríkjunum ef marka má tölfræðilegar upplýsingum um fjölda glæpa og morða. Umboðsmaðurinn Snorri Barón Jónsson, sem mun væntanlega eiga fullt af skjólstæðingum á komandi heimsleikum alveg eins og í ár setti spurningarmerki við þessar fréttir á samfélagsmiðlum sínum. Snorri Barón deildi meðal annars upplýsingum um að borgin Birmingham í Alabama fylki hafi lengi verið við toppinn á lista yfir þær borgir í Bandaríkjunum þar sem mest eru um glæpi og morð. Morning Chalk Up ræddi þessar breytingar í áhugaverðu myndbandi sem er aðgengilegt hér fyrir neðan en þar ræðir Lauren Kalil við þá Dex Hopkins og Brent Fikowski. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=MJ12EuQ7P1U">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Sjá meira
Morning Chalk Up staðfesti breytinguna en það var lengi vitað að CrossFit samtökin væru að leita að nýjum framtíðarstað fyrir heimsleikanna. Þetta verður þriðji heimavöllur heimsleikanna í sögunni en til að byrja með voru leikarnir haldnir í Carson í Kaliforníu fylki. Þeir fluttu síðan til Madison árið 2017 og hafa farið fram þar fyrir utan kórónuveiruárið 2020. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Leikarnir fara fram í sjötta og síðasta skiptið í Madison á næsta ári. Frá árinu 2024 til 2027 munu heimsleikarnir hafa aðalaðsetur í Birmingham Crossplex sem er fjölhæf íþróttahöll í miðbænum. Allar aðstæður eru góðar fyrir sjálfa íþróttakeppnina en menn hafa aftur á móti meiri áhyggjur af öðrum hlutum. Alabama er eitt af suðurríkjunum og það er ljóst að hitinn gæti spilað enn stærra hlutverk á leikunum þar þó að það sé oft nógu heitt í Wisconsin fylki um mánaðamótin júlí-ágúst. Það er meðaltali fimm gráðu heitara þarna í Birmingham en í Madison og um leið hærra rakastig. Það er ekki öllum sem lýst allt of vel á þessa breytingu. Madison hefur unnið hug og hjörtu flestra sem þangað hafa komið enda mjög hugguleg borg í norður Bandaríkjunum. Nýi heimavöllur heimsleikanna er nefnilega einn sá hættulegasti í Bandaríkjunum ef marka má tölfræðilegar upplýsingum um fjölda glæpa og morða. Umboðsmaðurinn Snorri Barón Jónsson, sem mun væntanlega eiga fullt af skjólstæðingum á komandi heimsleikum alveg eins og í ár setti spurningarmerki við þessar fréttir á samfélagsmiðlum sínum. Snorri Barón deildi meðal annars upplýsingum um að borgin Birmingham í Alabama fylki hafi lengi verið við toppinn á lista yfir þær borgir í Bandaríkjunum þar sem mest eru um glæpi og morð. Morning Chalk Up ræddi þessar breytingar í áhugaverðu myndbandi sem er aðgengilegt hér fyrir neðan en þar ræðir Lauren Kalil við þá Dex Hopkins og Brent Fikowski. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=MJ12EuQ7P1U">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Sjá meira