Spinnur garn af rokki eins og landnámskonurnar gerðu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. október 2022 20:05 Marianne Guckelsberger, sem býr í Hveragerði er mikill snillingur þegar kemur að vinnu við gamalt handverk, ekki síst ef það tengist íslensku ullinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Marianne Guckelsberger í Hveragerði gerir mikið af því að spinna úr íslenskri ull og búa þannig til band en þá spinnir hún garn af rokki, eins og landnámskonurnar gerðu til að klæða fólkið sitt, enda var ullin það sé hélt lífi í fólkinu. Víkingar kunnu hins vegar ekki að prjóna. Ullarviku Suðurlands lauk formlega í dag en þá var verið að sýna ýmislegt fróðlegt, sem hægt er að vinna úr íslenskri ull. Víkingar mættu til dæmis í Uppspuna í Ásahreppi og sýndu þar skemmtileg vinnubrögð. En kunnu Víkingar að prjóna? “Nei, þeir kunnu ekki að prjóna, þeir voru meira í því að sauma vattarsaum eins og það er kallað og svo að vefa vaðmál,” segir Hulda Brynjólfsdóttir í Uppspuna. Hún segir að gamalt handverk sé að koma mikið til baka. “Já, maður finnur það, það er gríðarlegur áhugi fyrir þessu og gaman af því, því það er leiðinlegt ef maður glatar þessu alveg niður, þannig að það er bara frábært að það sé að koma til baka,” segir Hulda. Mikill áhugi er á öllu handverki, sem gamalt er, sérstaklega þegar ullin er annars vegar eins og sást í Ullarvikunni á Suðurlandi, sem var að ljúka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Marianne sem býr í Hveragerði og er sjúkranuddari á Heilsustofnun vakti sérstaka athygli í Uppspuna með sitt handverk. “Nú er ég að spinna, ég er að búa til band. Ég ætla að spinna garn af rokki. Ef við lesum Íslendingasögurnar þá er talað þar um rokka. Ef við hugsum um rokka í dag þá sjáum við fyrir okkur rokk með hjóli en landnámskonur komu með þessa græju, sem ég nota með sér því það þurfti að klæða fólkið og ekki bara það, heldur líka að búa til segl og rúmföt og eiginlega allt. Ullin er eina efnið, sem við getum búið til eitthvað band úr, ull var það, sem hélt lífi í fólki,” segir Marianne. Snældan, sem Marianne notar er með sérstökum sápusteini neðst, sem fyrirfinnst ekki á Íslandi. Hún segist alltaf haft mikinn áhuga á öllu, sem gamalt er. “Já, því eldra og því betra fyrir minn smekk. Þetta nútíma talar ekki til mín, þetta talar til mín, ég finn mig mjög mikið í þessari vinnu, svo er þetta svo róandi.” Og hvað ertu að hugsa á meðan þú gerir þetta? Hvort ég get sagt eitthvað gáfulegt við þig,” segir Marianne og skellihlær, „Já, „Neyðin kennir naktir konu að spinna.” Marianne, segir vinnuna gefa sér mikið og að hún sé mjög róandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásahreppur Landbúnaður Prjónaskapur Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Ullarviku Suðurlands lauk formlega í dag en þá var verið að sýna ýmislegt fróðlegt, sem hægt er að vinna úr íslenskri ull. Víkingar mættu til dæmis í Uppspuna í Ásahreppi og sýndu þar skemmtileg vinnubrögð. En kunnu Víkingar að prjóna? “Nei, þeir kunnu ekki að prjóna, þeir voru meira í því að sauma vattarsaum eins og það er kallað og svo að vefa vaðmál,” segir Hulda Brynjólfsdóttir í Uppspuna. Hún segir að gamalt handverk sé að koma mikið til baka. “Já, maður finnur það, það er gríðarlegur áhugi fyrir þessu og gaman af því, því það er leiðinlegt ef maður glatar þessu alveg niður, þannig að það er bara frábært að það sé að koma til baka,” segir Hulda. Mikill áhugi er á öllu handverki, sem gamalt er, sérstaklega þegar ullin er annars vegar eins og sást í Ullarvikunni á Suðurlandi, sem var að ljúka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Marianne sem býr í Hveragerði og er sjúkranuddari á Heilsustofnun vakti sérstaka athygli í Uppspuna með sitt handverk. “Nú er ég að spinna, ég er að búa til band. Ég ætla að spinna garn af rokki. Ef við lesum Íslendingasögurnar þá er talað þar um rokka. Ef við hugsum um rokka í dag þá sjáum við fyrir okkur rokk með hjóli en landnámskonur komu með þessa græju, sem ég nota með sér því það þurfti að klæða fólkið og ekki bara það, heldur líka að búa til segl og rúmföt og eiginlega allt. Ullin er eina efnið, sem við getum búið til eitthvað band úr, ull var það, sem hélt lífi í fólki,” segir Marianne. Snældan, sem Marianne notar er með sérstökum sápusteini neðst, sem fyrirfinnst ekki á Íslandi. Hún segist alltaf haft mikinn áhuga á öllu, sem gamalt er. “Já, því eldra og því betra fyrir minn smekk. Þetta nútíma talar ekki til mín, þetta talar til mín, ég finn mig mjög mikið í þessari vinnu, svo er þetta svo róandi.” Og hvað ertu að hugsa á meðan þú gerir þetta? Hvort ég get sagt eitthvað gáfulegt við þig,” segir Marianne og skellihlær, „Já, „Neyðin kennir naktir konu að spinna.” Marianne, segir vinnuna gefa sér mikið og að hún sé mjög róandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ásahreppur Landbúnaður Prjónaskapur Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira