Iker Casillas tilkynnti á Twitter fyrr í dag að hann væri kominn út úr skápnum en hefur nú eytt færslu sinni. Í frétt Daily Mail um málið er sagt að Casillas hafi verið að grínast með að vera samkynhneigður sem andsvar sitt við fréttum spænskra fjölmiðla að Casillas væri í ástarsambandi við fjölda kvenna.
„Þú ert viðvaningur Casillas. Fólk fremur sjálfsmorð af ótta við að koma út úr skápnum, svo kemur þú og lætur eins og þetta sé eitthvað grín. Hómófóbía er alvöru vandamál en þetta hefur sennilega kynnt undir mörgum. Þú þarft að þroskast aumkunarverði strákurinn þinn,“ skrifaði Beth Fisher á Twitter.
Spænski miðillinn AS greinir frá því að færsla Casillas á Twitter hafi verið skrifuð vegna orðróma um að Casillas eigi vingott við leikkonuna Alejandra Onieva en spænskir fjölmiðlar hafa fjallað um samband þeirra að undanförnu. Casillas hafi því brugðist við orðróminum með því að segjast vera samkynhneigður.
@IkerCasillas you’re an utter disgrace. People kill themselves because they feel like they can’t come out & be their authentic self & u go & do this like it’s some funny f&cking joke.The homophobic abuse is beyond & probably has triggered a lot of people.Grow up you pathetic boy. https://t.co/2aBVMpnjgG
— Beth Fisher (@BethFisherSport) October 9, 2022