Leitað að hjálpartækjum ástarlífsins í afturenda Niemann fyrir skákeinvígi Atli Arason skrifar 8. október 2022 17:08 Fylgst er náið með Bandaríkjamanninum Hans Niemann þessa dagana. YouTube/Saint Louis Chess Club Skákmeistarinn Hans Niemann þurfti að þola nánari öryggisgæslu en aðrir keppendur á bandaríska meistaramótinu í skák í vikunni þegar leitað var sérstaklega í afturenda Niemann af hjálpartækjum ástarlífsins. Meint svindl Niemann hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu eftir að Niemann sigraði norska stórmeistarann Magnus Carlsen í síðata mánuði, þar sem Norðmaðurinn sakaði þann bandaríska um svindl. Á bandaríska meistaramótinu voru allir keppendur gegnumlýstir í leit að búnaði sem gæti mögulega aðstoðað keppendur. Athygli vakti að Niemann var einn af fáum sem þurfti einnig að snúa afturendanum að gegnumlýsingartækinu en Niemann er sakaður um að nota titrandi kynlífstæki í endaþarminum til að taka á móti skilaboðum að utan í viðureign sinni gegn Carlsen. Öryggisgæsluna má sjá í myndbandinu hér að neðan en hún hefst eftir 20 mínútur og 45 sekúndur. > Niemann vann sína fyrstu viðureign gegn hinum 15 ára gamla Christopher Yoo á miðvikudag en Niemann sagði að sigurinn væri skýr skilaboð til allra sem efuðust hann eftir viðureignina. Niemann hefur neitað öllum ásökunum um svindl gegn Carlson til þessa.
Meint svindl Niemann hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu eftir að Niemann sigraði norska stórmeistarann Magnus Carlsen í síðata mánuði, þar sem Norðmaðurinn sakaði þann bandaríska um svindl. Á bandaríska meistaramótinu voru allir keppendur gegnumlýstir í leit að búnaði sem gæti mögulega aðstoðað keppendur. Athygli vakti að Niemann var einn af fáum sem þurfti einnig að snúa afturendanum að gegnumlýsingartækinu en Niemann er sakaður um að nota titrandi kynlífstæki í endaþarminum til að taka á móti skilaboðum að utan í viðureign sinni gegn Carlsen. Öryggisgæsluna má sjá í myndbandinu hér að neðan en hún hefst eftir 20 mínútur og 45 sekúndur. > Niemann vann sína fyrstu viðureign gegn hinum 15 ára gamla Christopher Yoo á miðvikudag en Niemann sagði að sigurinn væri skýr skilaboð til allra sem efuðust hann eftir viðureignina. Niemann hefur neitað öllum ásökunum um svindl gegn Carlson til þessa.
Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Bandaríkin Tengdar fréttir Sakar Niemann um enn meira svindl Magnus Carlsen sendi fyrr í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna viðureignar hans við Hans Niemann á Sinquefield-skákmótinu fyrr í mánuðinum. Hann segist vera pirraður og sakar Niemann um enn meira svindl. 26. september 2022 20:24 Niemann hafi svindlað oftar en hundrað sinnum Skákmaðurinn Hans Niemann virðist hafa svindlað oftar en hundrað sinnum á ferli sínum, ef marka má rannsókn skákþjónsins Chess.com. Niemann á að hafa svindlað á skákmótum allt til ársins 2020 og þegið verðlaunafé fyrir í einhverjum tilfellum. 4. október 2022 21:42 Niemann eftir ásakanir um víðtækt svindl: „Mun ekki draga mig í hlé“ Hinn 19 ára Hans Niemann, sem sakaður hefur verið um víðtækt svindl í skákum sínum, segist ekki ætla að hætta að keppa en gaf aðeins stutt og óskýr svör á blaðamannafundi í gær. 6. október 2022 07:31 Forseti norska skáksambandsins viðurkennir svindl og er hættur Joachim Birger Nilsen, forseti norska Skáksambandsins, hefur sagt af sér eftir að hann viðurkenndi í gær að hafa svindlað á móti tímabilið 2016 til 2017. Hinn 29 ára Nilsen tefldi á sínum tíma fyrir skákliðið Norway Gnomes, því sama og hinn bandaríski Hans Niemann tefldi fyrir árið 2020. 7. október 2022 10:53 Titrandi hringur og þyngdir fiskar nýjustu hneykslin eftir skáksvindlið Ásakanir um svindl skóku póker og veiðiheimana í Bandaríkjunum í síðustu viku, innan við mánuði eftir að greint var frá meintu svindli með hjálpartækjum ástarlífsins í skákheiminum. Titrandi hringur er sagður hafa verið notaður í stórum pókerleik og blýkúlum komið fyrir í fiskum í veiðikeppni. 3. október 2022 12:55 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Fleiri fréttir Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Sjá meira
Sakar Niemann um enn meira svindl Magnus Carlsen sendi fyrr í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna viðureignar hans við Hans Niemann á Sinquefield-skákmótinu fyrr í mánuðinum. Hann segist vera pirraður og sakar Niemann um enn meira svindl. 26. september 2022 20:24
Niemann hafi svindlað oftar en hundrað sinnum Skákmaðurinn Hans Niemann virðist hafa svindlað oftar en hundrað sinnum á ferli sínum, ef marka má rannsókn skákþjónsins Chess.com. Niemann á að hafa svindlað á skákmótum allt til ársins 2020 og þegið verðlaunafé fyrir í einhverjum tilfellum. 4. október 2022 21:42
Niemann eftir ásakanir um víðtækt svindl: „Mun ekki draga mig í hlé“ Hinn 19 ára Hans Niemann, sem sakaður hefur verið um víðtækt svindl í skákum sínum, segist ekki ætla að hætta að keppa en gaf aðeins stutt og óskýr svör á blaðamannafundi í gær. 6. október 2022 07:31
Forseti norska skáksambandsins viðurkennir svindl og er hættur Joachim Birger Nilsen, forseti norska Skáksambandsins, hefur sagt af sér eftir að hann viðurkenndi í gær að hafa svindlað á móti tímabilið 2016 til 2017. Hinn 29 ára Nilsen tefldi á sínum tíma fyrir skákliðið Norway Gnomes, því sama og hinn bandaríski Hans Niemann tefldi fyrir árið 2020. 7. október 2022 10:53
Titrandi hringur og þyngdir fiskar nýjustu hneykslin eftir skáksvindlið Ásakanir um svindl skóku póker og veiðiheimana í Bandaríkjunum í síðustu viku, innan við mánuði eftir að greint var frá meintu svindli með hjálpartækjum ástarlífsins í skákheiminum. Titrandi hringur er sagður hafa verið notaður í stórum pókerleik og blýkúlum komið fyrir í fiskum í veiðikeppni. 3. október 2022 12:55