Komu ökumanni sem sat fastur í Krossá til bjargar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. október 2022 12:04 Útkallið barst á tíunda tímanum í morgun. Mynd/Aðsend Skálaverðir og björgunarsveitarmenn komu ökumanni til bjargar í morgun þegar bíll hans festist í Krossá í Þórsmörk. Þyrla Landhelgisgæslunnar var í æfingarflugi á svæðinu en ekki reyndist þörf á aðstoð þeirra. Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri aðgerðarmála hjá Landsbjörg, segir útkallið hafa borist á tíunda tímanum í morgun. Skálavörður úr Húsadal var fyrstur á vettvang og aðstoðaði manninn í land. „Það fóru níu manns í þetta verkefni og einstaklingurinn komst út úr bílnum. Björgunarsveitir reyndu að ná bílnum en það gekk eitthvað brösulega en hann komst svo í land bara stuttu seinna,“ segir Karen en bílstjórinn var heill á húfi og útkallið ekki talið alvarlegt. Maðurinn komst út en bíllinn sat fastur. Mynd/Aðsend Á sama tíma var þyrla Landhelgisgæslunnar í æfingarflugi í Þórsmök og hélt á staðinn þegar útkallið barst. „Þegar að þyrlan var þarna á svæðinu þá var maðurinn kominn út úr bílnum og kominn í land og var þar í góðum höndum þannig að þyrlan lenti bara á staðnum og þurfti ekkert að grípa inn í,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Karen bendir á að þetta sé alvanalegt útkall þar sem bílar festast reglulega í ám í Þórsmörk. „Skálaverðirnir í Langadal eru ótrúlega snöggir af stað, þeir eru með góða dráttarvél frá Ferðafélaginu og eru ótrúlega snöggir að bregðast við og mjög klárir að ná í bíla upp úr ánni í samstarfi við björgunarsveitina,“ segir Karen. Bíllinn var dreginn upp úr ánni. Mynd/Aðsend Fréttin hefur verið uppfærð. Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri aðgerðarmála hjá Landsbjörg, segir útkallið hafa borist á tíunda tímanum í morgun. Skálavörður úr Húsadal var fyrstur á vettvang og aðstoðaði manninn í land. „Það fóru níu manns í þetta verkefni og einstaklingurinn komst út úr bílnum. Björgunarsveitir reyndu að ná bílnum en það gekk eitthvað brösulega en hann komst svo í land bara stuttu seinna,“ segir Karen en bílstjórinn var heill á húfi og útkallið ekki talið alvarlegt. Maðurinn komst út en bíllinn sat fastur. Mynd/Aðsend Á sama tíma var þyrla Landhelgisgæslunnar í æfingarflugi í Þórsmök og hélt á staðinn þegar útkallið barst. „Þegar að þyrlan var þarna á svæðinu þá var maðurinn kominn út úr bílnum og kominn í land og var þar í góðum höndum þannig að þyrlan lenti bara á staðnum og þurfti ekkert að grípa inn í,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Karen bendir á að þetta sé alvanalegt útkall þar sem bílar festast reglulega í ám í Þórsmörk. „Skálaverðirnir í Langadal eru ótrúlega snöggir af stað, þeir eru með góða dráttarvél frá Ferðafélaginu og eru ótrúlega snöggir að bregðast við og mjög klárir að ná í bíla upp úr ánni í samstarfi við björgunarsveitina,“ segir Karen. Bíllinn var dreginn upp úr ánni. Mynd/Aðsend Fréttin hefur verið uppfærð.
Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira