Bjarni kann engar skýringar á fyndnum fagnaðarlátum Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2022 11:31 Bjarni Mark Antonsson er leikmaður Start í Noregi en hefur einnig spilað í Svíþjóð og með KA og Fjarðabyggð en er uppalinn hjá KS á Siglufirði. ikstart.no Óhætt er að segja að Siglfirðingurinn Bjarni Mark Antonsson hafi ekki ráðið sér fyrir kæti þegar lið hans Start skoraði dramatískt og afar mikilvægt sigurmark í norsku 1. deildinni í fótbolta. Bjarni hafði komið inn á sem varamaður í leiknum, sem var gegn KFUM á mánudag, en Start lenti 2-1 undir og þannig var staðan þegar tíu mínútur voru eftir. Start náði hins vegar að jafna metin og skora svo sigurmark á þriðju mínútu uppbótartíma. Það var þá sem myndband náðist af Bjarna fagna markinu en hann virtist ekkert vita hvert hann átti að fara eða hvað hann átti að gera. Enda deildi Bjarni þessu skemmtilega myndbandi á Twitter með orðunum: „Get því miður ekki gefið neina góða útskýringu á þessu“. Get því miður ekki gefið neina góða útskýringu á þessu https://t.co/V17GSeVDXN— Bjarni Mark Duffield (@bjarnimark) October 7, 2022 Sigurinn kom Start upp fyrir KFUM í 3. sæti deildarinnar. Tvö efstu liðin komast upp í úrvalsdeild og liðin í 3.-6. sæti fara í umspil. Bjarni og félagar eiga fyrir höndum afar mikilvægan leik næsta mánudag, í fjórðu síðustu umferðinni, þegar þeir mæta Stabæk sem er í 2. sæti. Fimm stigum munar núna á liðunum. Bjarni, sem er 26 ára gamall, lék með KA og Fjarðabyggð hér á landi en hefur síðan spilað með Kristianstad og Brage í Svíþjóð, og nú Start í Noregi þar sem hann hefur skorað þrjú mörk í 20 leikjum á tímabilinu. Hann á að baki tvo A-landsleiki, gegn El Salvador og Kanada í janúar 2020. Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Bjarni hafði komið inn á sem varamaður í leiknum, sem var gegn KFUM á mánudag, en Start lenti 2-1 undir og þannig var staðan þegar tíu mínútur voru eftir. Start náði hins vegar að jafna metin og skora svo sigurmark á þriðju mínútu uppbótartíma. Það var þá sem myndband náðist af Bjarna fagna markinu en hann virtist ekkert vita hvert hann átti að fara eða hvað hann átti að gera. Enda deildi Bjarni þessu skemmtilega myndbandi á Twitter með orðunum: „Get því miður ekki gefið neina góða útskýringu á þessu“. Get því miður ekki gefið neina góða útskýringu á þessu https://t.co/V17GSeVDXN— Bjarni Mark Duffield (@bjarnimark) October 7, 2022 Sigurinn kom Start upp fyrir KFUM í 3. sæti deildarinnar. Tvö efstu liðin komast upp í úrvalsdeild og liðin í 3.-6. sæti fara í umspil. Bjarni og félagar eiga fyrir höndum afar mikilvægan leik næsta mánudag, í fjórðu síðustu umferðinni, þegar þeir mæta Stabæk sem er í 2. sæti. Fimm stigum munar núna á liðunum. Bjarni, sem er 26 ára gamall, lék með KA og Fjarðabyggð hér á landi en hefur síðan spilað með Kristianstad og Brage í Svíþjóð, og nú Start í Noregi þar sem hann hefur skorað þrjú mörk í 20 leikjum á tímabilinu. Hann á að baki tvo A-landsleiki, gegn El Salvador og Kanada í janúar 2020.
Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira