Hljóta friðarverðlaunin fyrir mannréttindabaráttu í Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2022 09:06 Hvítrússinn Ales Bialiatski hefur lengi barist fyrir mannréttindum í heimalandi sínu. EPA Hvítrússneski baráttumaðurinn Ales Bialiatski, rússnesku mannréttindasamtökin Memorial og úkraínsku mannréttindasamtökin Miðstöð um borgararéttindi hljóta í sameiningu friðarverðlaun Nóbels í ár. Frá þessu greindi Berit Reiss-Andersen, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, á fréttamannafundi sem hófst klukkan níu. Í rökstuðningi segir að Bialiatski og samtökin séu „einstakir talsmenn mannréttinda, lýðræðis og friðsamlegrar sambúðar“. BREAKING NEWS:The Norwegian Nobel Committee has decided to award the 2022 #NobelPeacePrize to human rights advocate Ales Bialiatski from Belarus, the Russian human rights organisation Memorial and the Ukrainian human rights organisation Center for Civil Liberties. #NobelPrize pic.twitter.com/9YBdkJpDLU— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 7, 2022 Hinn sextugi Bialiatski er stofnandi mannréttindamiðstöðvarinnar Viasna, eða Vor, og er nú gæsluvarðhaldi og bíður réttarhalda. Hann stofnaði miðstöðina árið 1996 sem viðbrögð við aðgerða lögreglu í Hvíta-Rússlandi í kjölfar mótmæla gegn einræðisherranum Alexander Lukashenko árið 1996. Bialitski hefur áður setið í fangelsi, á árunum 2011 til 2014, eftir að hann var sakfellfur fyrir skattsvik. Hann hefur þó ávallt hafnað þeim ásökunum. Samtökin Memorial eru elstu mannréttindasamtökin í Rússlandi en þeim var gert að hætta starfsemi af rússneskum yfirvöldum fyrr á þessum árum. Miðstöð um borgararéttindi (e. Ukrainian Center for Civil Liberties (CGS)) eru ein helstu mannréttindasamtök Úkraínu, stofnuð árið 2007 þegar leiðtogar nokkurra mannréttindasamtaka frá níu fyrrverandi Sovétlýðveldum tóku sig saman og stofna fjölþjóðleg samtök með aðsetur í Kænugarði. Frá innrás Rússa í Úkraínu hafa samtökin unnið að skrá stríðsglæpi rússneskra hersveita. 343 tilnefningar Alls voru 343 einstaklingar eða samtök tilnefnd til friðarverðlaunanna að þessu sinni. Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hlutu friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar. Nóbelsverðlaunin verða formlega afhent í Stokkhólmi í Svíþjóð þann 10. desember næstkomandi. Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2022 Mánudagur 3. október: Lífefna- og læknisfræði Þriðjudagur 4. október: Eðlisfræði Miðvikudagur 5. október: Efnafræði Fimmtudagur 6. október: Bókmenntir Föstudagur 7. október: Friðarverðlaun Nóbels Mánudagur 10. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar Fréttin hefur verið uppfærð. Nóbelsverðlaun Noregur Rússland Úkraína Hvíta-Rússland Mannréttindi Tengdar fréttir Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Franski rithöfundurinn Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 6. október 2022 11:02 Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á sviði smellefnafræði Efnafræðingarnir Carolyn R. Bertozzi frá Bandaríkjunum, Morten Meldal frá Danmörku and K. Barry Sharpless frá Bandaríkjunum hljóta Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Þeir fá verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á sviði smellefnafræði. 5. október 2022 09:52 Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Eðlisfræðingarnir Alain Aspect frá Frakklandi, John F. Clauser frá Bandaríkjunum og Anton Zeilinger frá Austurríki hljóta Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. 4. október 2022 09:56 Hlýtur Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífefnafræði og læknisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. 3. október 2022 09:38 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Frá þessu greindi Berit Reiss-Andersen, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, á fréttamannafundi sem hófst klukkan níu. Í rökstuðningi segir að Bialiatski og samtökin séu „einstakir talsmenn mannréttinda, lýðræðis og friðsamlegrar sambúðar“. BREAKING NEWS:The Norwegian Nobel Committee has decided to award the 2022 #NobelPeacePrize to human rights advocate Ales Bialiatski from Belarus, the Russian human rights organisation Memorial and the Ukrainian human rights organisation Center for Civil Liberties. #NobelPrize pic.twitter.com/9YBdkJpDLU— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 7, 2022 Hinn sextugi Bialiatski er stofnandi mannréttindamiðstöðvarinnar Viasna, eða Vor, og er nú gæsluvarðhaldi og bíður réttarhalda. Hann stofnaði miðstöðina árið 1996 sem viðbrögð við aðgerða lögreglu í Hvíta-Rússlandi í kjölfar mótmæla gegn einræðisherranum Alexander Lukashenko árið 1996. Bialitski hefur áður setið í fangelsi, á árunum 2011 til 2014, eftir að hann var sakfellfur fyrir skattsvik. Hann hefur þó ávallt hafnað þeim ásökunum. Samtökin Memorial eru elstu mannréttindasamtökin í Rússlandi en þeim var gert að hætta starfsemi af rússneskum yfirvöldum fyrr á þessum árum. Miðstöð um borgararéttindi (e. Ukrainian Center for Civil Liberties (CGS)) eru ein helstu mannréttindasamtök Úkraínu, stofnuð árið 2007 þegar leiðtogar nokkurra mannréttindasamtaka frá níu fyrrverandi Sovétlýðveldum tóku sig saman og stofna fjölþjóðleg samtök með aðsetur í Kænugarði. Frá innrás Rússa í Úkraínu hafa samtökin unnið að skrá stríðsglæpi rússneskra hersveita. 343 tilnefningar Alls voru 343 einstaklingar eða samtök tilnefnd til friðarverðlaunanna að þessu sinni. Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hlutu friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar. Nóbelsverðlaunin verða formlega afhent í Stokkhólmi í Svíþjóð þann 10. desember næstkomandi. Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2022 Mánudagur 3. október: Lífefna- og læknisfræði Þriðjudagur 4. október: Eðlisfræði Miðvikudagur 5. október: Efnafræði Fimmtudagur 6. október: Bókmenntir Föstudagur 7. október: Friðarverðlaun Nóbels Mánudagur 10. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar Fréttin hefur verið uppfærð.
Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2022 Mánudagur 3. október: Lífefna- og læknisfræði Þriðjudagur 4. október: Eðlisfræði Miðvikudagur 5. október: Efnafræði Fimmtudagur 6. október: Bókmenntir Föstudagur 7. október: Friðarverðlaun Nóbels Mánudagur 10. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar
Nóbelsverðlaun Noregur Rússland Úkraína Hvíta-Rússland Mannréttindi Tengdar fréttir Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Franski rithöfundurinn Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 6. október 2022 11:02 Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á sviði smellefnafræði Efnafræðingarnir Carolyn R. Bertozzi frá Bandaríkjunum, Morten Meldal frá Danmörku and K. Barry Sharpless frá Bandaríkjunum hljóta Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Þeir fá verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á sviði smellefnafræði. 5. október 2022 09:52 Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Eðlisfræðingarnir Alain Aspect frá Frakklandi, John F. Clauser frá Bandaríkjunum og Anton Zeilinger frá Austurríki hljóta Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. 4. október 2022 09:56 Hlýtur Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífefnafræði og læknisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. 3. október 2022 09:38 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Franski rithöfundurinn Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 6. október 2022 11:02
Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á sviði smellefnafræði Efnafræðingarnir Carolyn R. Bertozzi frá Bandaríkjunum, Morten Meldal frá Danmörku and K. Barry Sharpless frá Bandaríkjunum hljóta Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Þeir fá verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á sviði smellefnafræði. 5. október 2022 09:52
Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Eðlisfræðingarnir Alain Aspect frá Frakklandi, John F. Clauser frá Bandaríkjunum og Anton Zeilinger frá Austurríki hljóta Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. 4. október 2022 09:56
Hlýtur Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífefnafræði og læknisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. 3. október 2022 09:38