Húsráðandi á vettvangi manndrápsins látinn laus Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2022 16:47 Frá vettvangi á Ólafsfirði á mánudaginn. Vísir/Tryggvi Páll Kona, ein þeirra þriggja sem handtekin voru grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt sunnudags, er laus úr haldi. Konan var húsráðandi á heimilinu þar sem karlmaður fannst látinn af völdum stungusára. Réttarkrufning hefur farið fram á hinum látna. Nokkurra vikna bið gæti verið eftir niðurstöðum. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að rannsóknin sé í fullum gangi og miði vel. Fjórir voru handteknir vegna málsins aðfaranótt mánudags og síðdegis þann dag gerð krafa um vikulangt gæsluvarðhald yfir tveimur konum og einkum karlmanni. Samkvæmt heimildum fréttastofa er önnur konan eiginkona hins látna. Hin tvö eru vinir konunnar; konan búsett á Ólafsfirði en karlmaðurinn búsettur í Reykjavík en í heimsókn fyrir norðan. Tvö kærðu úrskurðinn Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði öll þrjú í gæsluvarðhald á mánudag og var tekin ákvörðun um að flytja þau suður í gæsluvarðhaldsfangelsið á Hólmsheiði. Í tilkynningunni kemur fram að tvö hinna þriggja hafi kært gæsluvarðhaldið til til Landsréttar. Rétturinn hafi staðfest varðhald yfir öðrum aðilanum en ekki hinum. Viðkomandi hafi verið látið laus. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur konan verið látin laus sem bjó í húsinu við Ólafsveg þar sem karlmaðurinn lést. Lögregla segir að skýrslutökur yfir sakborningunum hafa staðið yfir í gær og í dag. Þá hafi réttarkrufning farið fram á hinum látna. Nokkurra vikna bið geti verið eftir niðurstöðum. Ýmis atriði sögð óljós Rannsókn lögreglu er sögð miða að því að leiða í ljós hvað átti sér stað aðfaranótt mánudagsins. Enn séu ýmsir þættir málsins óljósir. Rannsókn beinist meðal annars að því að upplýsa þá. „Ekki er hægt að upplýsa frekar um einstaka rannsóknaraðgerðir á þessu stigi en allra rannsóknaraðferða er beitt sem geta varpað ljósi á málið,“ segir í tilkynningunni. Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Einn sakborninganna hlaut dóm fyrir líkamsárás fyrir tveimur árum Karlmaðurinn sem er í gæsluvarðhaldi og með stöðu sakbornings vegna manndráps á Ólafsfirði í gær var dæmdur í eins árs fangelsi, meðal annars fyrir tvær líkamsárásir, árið 2020. Sá látni hlaut fangelsisdóm fyrir stunguárás fyrir hátt í tuttugu árum. 4. október 2022 18:29 Stormasamt samband litað af neyslu fíkniefna Kona á fertugsaldri er meðal þriggja sem sæta gæsluvarðhaldi grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt mánudags. Hinn látni, karlmaður á fimmtugsaldri, er eiginmaður konunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu höfðu þau átt í stormasömu sambandi. 4. október 2022 14:53 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að rannsóknin sé í fullum gangi og miði vel. Fjórir voru handteknir vegna málsins aðfaranótt mánudags og síðdegis þann dag gerð krafa um vikulangt gæsluvarðhald yfir tveimur konum og einkum karlmanni. Samkvæmt heimildum fréttastofa er önnur konan eiginkona hins látna. Hin tvö eru vinir konunnar; konan búsett á Ólafsfirði en karlmaðurinn búsettur í Reykjavík en í heimsókn fyrir norðan. Tvö kærðu úrskurðinn Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði öll þrjú í gæsluvarðhald á mánudag og var tekin ákvörðun um að flytja þau suður í gæsluvarðhaldsfangelsið á Hólmsheiði. Í tilkynningunni kemur fram að tvö hinna þriggja hafi kært gæsluvarðhaldið til til Landsréttar. Rétturinn hafi staðfest varðhald yfir öðrum aðilanum en ekki hinum. Viðkomandi hafi verið látið laus. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur konan verið látin laus sem bjó í húsinu við Ólafsveg þar sem karlmaðurinn lést. Lögregla segir að skýrslutökur yfir sakborningunum hafa staðið yfir í gær og í dag. Þá hafi réttarkrufning farið fram á hinum látna. Nokkurra vikna bið geti verið eftir niðurstöðum. Ýmis atriði sögð óljós Rannsókn lögreglu er sögð miða að því að leiða í ljós hvað átti sér stað aðfaranótt mánudagsins. Enn séu ýmsir þættir málsins óljósir. Rannsókn beinist meðal annars að því að upplýsa þá. „Ekki er hægt að upplýsa frekar um einstaka rannsóknaraðgerðir á þessu stigi en allra rannsóknaraðferða er beitt sem geta varpað ljósi á málið,“ segir í tilkynningunni.
Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Einn sakborninganna hlaut dóm fyrir líkamsárás fyrir tveimur árum Karlmaðurinn sem er í gæsluvarðhaldi og með stöðu sakbornings vegna manndráps á Ólafsfirði í gær var dæmdur í eins árs fangelsi, meðal annars fyrir tvær líkamsárásir, árið 2020. Sá látni hlaut fangelsisdóm fyrir stunguárás fyrir hátt í tuttugu árum. 4. október 2022 18:29 Stormasamt samband litað af neyslu fíkniefna Kona á fertugsaldri er meðal þriggja sem sæta gæsluvarðhaldi grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt mánudags. Hinn látni, karlmaður á fimmtugsaldri, er eiginmaður konunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu höfðu þau átt í stormasömu sambandi. 4. október 2022 14:53 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Einn sakborninganna hlaut dóm fyrir líkamsárás fyrir tveimur árum Karlmaðurinn sem er í gæsluvarðhaldi og með stöðu sakbornings vegna manndráps á Ólafsfirði í gær var dæmdur í eins árs fangelsi, meðal annars fyrir tvær líkamsárásir, árið 2020. Sá látni hlaut fangelsisdóm fyrir stunguárás fyrir hátt í tuttugu árum. 4. október 2022 18:29
Stormasamt samband litað af neyslu fíkniefna Kona á fertugsaldri er meðal þriggja sem sæta gæsluvarðhaldi grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt mánudags. Hinn látni, karlmaður á fimmtugsaldri, er eiginmaður konunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu höfðu þau átt í stormasömu sambandi. 4. október 2022 14:53