Ísak og Hákon réðu ekki við Englandsmeistarana

Atli Arason skrifar
Ísak Bergmann í baráttunni við Jack Grealish í leiknum í kvöld.
Ísak Bergmann í baráttunni við Jack Grealish í leiknum í kvöld. Getty Images

Manchester City vann auðveldan 5-0 sigur gegn FC Kaupmannahöfn í G-riðli Meistaradeild Evrópu í kvöld. Sigur City var aldrei í hættu.

Ísak var í byrjunarliði FCK og lék allan leikinn en Hákon kom inn af varamannabekknum á 55. mínútu.

Erling Haaland gerði fyrstu tvö mörk City á 7. og 32. mínútu áður Davit Khocholava, leikmaður FCK, kom í veg fyrir þrennu Norðmannsins með því að skora sjálfsmark áður en Haaland komst í boltann rétt fyrir leikhlé. Haaland var svo skipt af velli í hálfleik.

Riyad Mahrez skoraði fjórða mark City úr vítaspyrnu á 55. mínútu áður en hann lagði upp fimmta og síðasta mark leiksins fyrir Julian Alvarez á 76. mínútu.

Með sigrinum fer City á topp G-riðils með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Ísak, Hákon og félagar eru á sama tíma í neðsta sæti riðilsins með eitt stig, jafn mörg stig og Sevilla sem er í 3. sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira