Öll mörkin úr Meistaradeildinni: Sjáðu perlumark Liverpool Sindri Sverrisson skrifar 5. október 2022 09:01 Trent Alexander-Arnold hefur verið talsvert gagnrýndur fyrir varnarleik sinn en skoraði stórglæsilegt mark í gærkvöld. Getty/Craig Williamson Barcelona er komið í slæm mál eftir tap gegn Inter í dauðariðlinum og Napoli heldur áfram að slá í gegn og er fyrir ofan Liverpool, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Átta leikir voru spilaðir í gær og nú má sjá mörkin úr þeim öllum hér á Vísi. Liverpool vann 2-0 sigur gegn Rangers og er með sex stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í A-riðli. Trent Alexander-Arnold skoraði fyrra markið á Anfield í gær úr gullfallegri aukaspyrnu og Mohamed Salah bætti við öðru af vítapunktinum. Klippa: Liverpool - Rangers Í sama riðli mættust Ajax og Napoli í Amsterdam þar sem gestirnir refsuðu ítrekað fyrir mistök Ajax og unnu magnaðan 6-1 sigur. Napoli er því með fullt hús stiga fyrir seinni helming riðlakeppninnar en Ajax með þrjú stig og Rangers án stiga. Klippa: Ajax - Napoli Í dauðariðlinum dugði Inter mark frá Tyrkjanum Hakan Calhanoglu í uppbótartíma fyrri hálfleiks til að vinna afar dýrmætan sigur gegn Barcelona. Börsungar voru hins vegar æfir yfir dómgæslunni í leiknum og töldu að tekið hefði verið af þeim löglegt mark og vítaspyrna. Klippa: Inter - Barcelona Inter er nú með sex stig og Barcelona þrjú en Bayern München er efst í C-riðli með fullt hús stiga eftir öruggan 5-0 sigur gegn botnliði Viktoria Plzen, þar sem Leroy Sané skoraði tvö mörk. Klippa: Bayern - Plzen Club Brugge heldur áfram að koma á óvart í B-riðli og hefur unnið alla þrjá leiki sína en liðið lagði Atlético Madrid að velli í gær, 2-0. Klippa: Club Brugge - Atlético Madrid Í sama riðli náði Porto í sín fyrstu stig með 2-0 sigri gegn Leverkusen og eru því Porto, Leverkusen og Atlético öll jöfn með þrjú stig, sex stigum á eftir Club Brugge. Klippa: Porto - Leverkusen Í D-riðli voru engin mörk skoruð í leik Tottenham og Frankfurt í Lundúnum og ljóst að afar mikilvægur slagur bíður liðanna í Þýskalandi eftir viku. Þau eru með fjögur stig hvort en Sporting Lissabon er efst í riðlinum með sex stig þrátt fyrir 4-1 tap gegn Marseille sem náði þannig í sín fyrstu stig. Trincao kom Sporting reyndar yfir en Alexis Sánchez jafnaði fljótt eftir skelfileg markmannsmistök og Marseille komst í 3-1 fyrir hálfleik. Klippa: Marseille - Sporting Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira
Liverpool vann 2-0 sigur gegn Rangers og er með sex stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í A-riðli. Trent Alexander-Arnold skoraði fyrra markið á Anfield í gær úr gullfallegri aukaspyrnu og Mohamed Salah bætti við öðru af vítapunktinum. Klippa: Liverpool - Rangers Í sama riðli mættust Ajax og Napoli í Amsterdam þar sem gestirnir refsuðu ítrekað fyrir mistök Ajax og unnu magnaðan 6-1 sigur. Napoli er því með fullt hús stiga fyrir seinni helming riðlakeppninnar en Ajax með þrjú stig og Rangers án stiga. Klippa: Ajax - Napoli Í dauðariðlinum dugði Inter mark frá Tyrkjanum Hakan Calhanoglu í uppbótartíma fyrri hálfleiks til að vinna afar dýrmætan sigur gegn Barcelona. Börsungar voru hins vegar æfir yfir dómgæslunni í leiknum og töldu að tekið hefði verið af þeim löglegt mark og vítaspyrna. Klippa: Inter - Barcelona Inter er nú með sex stig og Barcelona þrjú en Bayern München er efst í C-riðli með fullt hús stiga eftir öruggan 5-0 sigur gegn botnliði Viktoria Plzen, þar sem Leroy Sané skoraði tvö mörk. Klippa: Bayern - Plzen Club Brugge heldur áfram að koma á óvart í B-riðli og hefur unnið alla þrjá leiki sína en liðið lagði Atlético Madrid að velli í gær, 2-0. Klippa: Club Brugge - Atlético Madrid Í sama riðli náði Porto í sín fyrstu stig með 2-0 sigri gegn Leverkusen og eru því Porto, Leverkusen og Atlético öll jöfn með þrjú stig, sex stigum á eftir Club Brugge. Klippa: Porto - Leverkusen Í D-riðli voru engin mörk skoruð í leik Tottenham og Frankfurt í Lundúnum og ljóst að afar mikilvægur slagur bíður liðanna í Þýskalandi eftir viku. Þau eru með fjögur stig hvort en Sporting Lissabon er efst í riðlinum með sex stig þrátt fyrir 4-1 tap gegn Marseille sem náði þannig í sín fyrstu stig. Trincao kom Sporting reyndar yfir en Alexis Sánchez jafnaði fljótt eftir skelfileg markmannsmistök og Marseille komst í 3-1 fyrir hálfleik. Klippa: Marseille - Sporting Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira