Bjuggust við að finna mun meiri loðnu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. október 2022 11:52 Guðmundur Óskarsson fiskifræðingur er sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun. Egill Aðalsteinsson Veiðiráðgjöf á loðnu minnkar verulega og haustmælingar voru undir væntingum að sögn sérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun. Hafrannsóknarstofnun birti í morgun endurskoðaða veiðiráðgjöf og nú er lagt til að loðnuafli í vetur verði ekki meiri en 218 þúsund tonn. Það er tæplega helmingi minna en gert var ráð fyrir í upphafsráðgjöf sem byggði á haustmælingum í fyrra og hljóðaði upp á 400 þúsund tonn. Þetta byggir allt saman á haustmælingum á loðnustofninum sem lauk í lok september. Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar, segir yfirferð rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Tarajoq hafa verið umfagnsmikla og telur að ágætlega hafi verið náð utan um stofninn. „Þetta var mæling gerð undir góðum veðurskilyrðum og nær yfir stórt svæði. Fórum inn í Íslandshaf á þessa gömlu fæðuslóð sem var fram til ársins 2000 helsta fæðusvæðið og á þeim slóðum var ekkert að sjá og eins norðaustur af landinu þar sem við höfðum heyrt af loðnu - þar var ekkert af ráði,“ segir Guðmundur. Heildarmagn loðnu mældist tæp 1,1 milljón tonn og þar af var stærð hrygningarstofns metin 763 þúsund tonn, samkvæmt haustmælingu Hafrannsóknarstofnunar.vísir/Sigurjón Ólason Veiðistofninn mældist mun minni en í fyrra og hlutfall eldri loðnu í hrygningarstofninum hærra en nokkru sinni áður. „Við vorum með töluverðar væntingar sem byggðust á haustmælingunum í fyrra, þar sem þær sýndu verulegt magn af ungloðnu sem hefði átt að vera uppistaðan í hrygningarstofninum í ár. En sú mæling er ekki alveg að ganga eftir. Við erum ekki að sjá þetta magn sem við áttum von á.“ Skýringar á þessu liggja ekki fyrir en ráðgjöfin verður endurskoðuð þegar niðurstöður á vetrarmælingu liggja fyrir í janúar eða febrúar. Guðmundur segir haustmælinguna gefa fyrirheit um að endanleg ráðgjöf sem loðnukvótinn byggir á verði lægri en síðast. „Miðað við niðurstöðurnar eins og þær liggja fyrir núna út frá þessari mælingu, að þá eru það vissulega skilaboðin vissulega.“ Loðnuveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun birti í morgun endurskoðaða veiðiráðgjöf og nú er lagt til að loðnuafli í vetur verði ekki meiri en 218 þúsund tonn. Það er tæplega helmingi minna en gert var ráð fyrir í upphafsráðgjöf sem byggði á haustmælingum í fyrra og hljóðaði upp á 400 þúsund tonn. Þetta byggir allt saman á haustmælingum á loðnustofninum sem lauk í lok september. Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar, segir yfirferð rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Tarajoq hafa verið umfagnsmikla og telur að ágætlega hafi verið náð utan um stofninn. „Þetta var mæling gerð undir góðum veðurskilyrðum og nær yfir stórt svæði. Fórum inn í Íslandshaf á þessa gömlu fæðuslóð sem var fram til ársins 2000 helsta fæðusvæðið og á þeim slóðum var ekkert að sjá og eins norðaustur af landinu þar sem við höfðum heyrt af loðnu - þar var ekkert af ráði,“ segir Guðmundur. Heildarmagn loðnu mældist tæp 1,1 milljón tonn og þar af var stærð hrygningarstofns metin 763 þúsund tonn, samkvæmt haustmælingu Hafrannsóknarstofnunar.vísir/Sigurjón Ólason Veiðistofninn mældist mun minni en í fyrra og hlutfall eldri loðnu í hrygningarstofninum hærra en nokkru sinni áður. „Við vorum með töluverðar væntingar sem byggðust á haustmælingunum í fyrra, þar sem þær sýndu verulegt magn af ungloðnu sem hefði átt að vera uppistaðan í hrygningarstofninum í ár. En sú mæling er ekki alveg að ganga eftir. Við erum ekki að sjá þetta magn sem við áttum von á.“ Skýringar á þessu liggja ekki fyrir en ráðgjöfin verður endurskoðuð þegar niðurstöður á vetrarmælingu liggja fyrir í janúar eða febrúar. Guðmundur segir haustmælinguna gefa fyrirheit um að endanleg ráðgjöf sem loðnukvótinn byggir á verði lægri en síðast. „Miðað við niðurstöðurnar eins og þær liggja fyrir núna út frá þessari mælingu, að þá eru það vissulega skilaboðin vissulega.“
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Sjá meira