Sendiherra segir Musk að fara norður og niður Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2022 17:48 Upp á síðkastið hefur Elon Musk helst vakið athygli fyrir að viðra misvelígrundaðar skoðanir sínar á samfélagsmiðlum. Vísir/EPA Úkraínski sendiherrann í Þýskalandi vandaði Elon Musk, auðkýfingnum sem hefur haslað sér völl sem nettröll, ekki kveðjurnar eftir að sá síðarnefndi viðraði hugmynd um forsendur friðar á milli Rússlands og Úkraínu. Bað sendiherrann Musk um að fara norður og niður. Musk, eigandi rafbílaframleiðandands Tesla og geimferðafyrirtækisins SpaceX, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum með umdeildum skoðunum og vafasömum fullyrðingum undanfarin misseri. Tillaga sem um frið á milli Úkraínu og Rússlands sem hann tísti í dag hefði getað komið frá Kreml. Lagði Musk til að ólöglegar atkvæðagreiðslur sem leppstjórar Rússa í Úkraínu héldu um innlimum fjögurra úkraínskra héraða á dögunum yrðu endurteknar undir umsjón Sameinuðu þjóðanna. Rússneski herinn yfirgæfi héruðin ef það væri vilji íbúanna þar. Rússar fengju Krímskaga, sem þeir innlimuðu ólöglega árið 2014, varanlega en svæðinu væri tryggt aðgang að drykkjarvatni. Þá lagði hann til að Úkraína yrði hlutlaus, það er að segja, sæktist ekki eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu eða Evrópusambandinu. Ukraine-Russia Peace:- Redo elections of annexed regions under UN supervision. Russia leaves if that is will of the people.- Crimea formally part of Russia, as it has been since 1783 (until Khrushchev s mistake).- Water supply to Crimea assured.- Ukraine remains neutral.— Elon Musk (@elonmusk) October 3, 2022 Hélt Musk því fram að þetta yrði hvort eð er mjög líklega lyktir stríðsins, aðeins væri spurning hversu margir létu lífið áður. Einnig væri mögulegt, þótt ólíklegt væri, að stríðið leiddi til kjarnorkustríðs. Tillögurnar fóru öfugt ofan í fulltrúa Úkraínu, þar á meðal Andríj Melnyk, sendiherra landsins í Þýskalandi. „Farðu norður og niður er diplómatíska svarið mitt til þín, @elonmusk,“ tísti sendiherrann á móti. Fuck off is my very diplomatic reply to you @elonmusk— Andrij Melnyk (@MelnykAndrij) October 3, 2022 Mykhailo Podoljak, ráðgjafi Volodýmýrs Selenskíj Úkraínuforseta, setti fram sínar eigin tillögur sem honum voru meira að skapi. Í fyrsta lagi frelsaði Úkraína landsvæði sín, þar á meðal Krímskaga, í öðru lagi yrði Rússland gert hernaðarlega óvirkt og afkjarnavopnað til að það gæti ekki ógnað öðrum ríkjum og í þriðja lagi yrðu stríðsglæpamenn dregnir fyrir alþjóðadómstóla. .@elonmusk there is a better peace plan.1. liberates its territories. Including the annexed Crimea.2. undergoes demilitarization and mandatory denuclearization so it can no longer threaten others.3. War criminals go through international tribunal.Let s vote?— (@Podolyak_M) October 3, 2022 Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Musk grínaðist með að kaupa Manchester United Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, sagði á Twitter-síðu sinni að hann væri við það að festa kaup á enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Skömmu síðar dró hann grínið hins vegar til baka. 17. ágúst 2022 07:30 Musk þvertekur fyrir ásakanirnar Elon Musk, forstjóri og stofnandi Tesla, neitar því að hafa nokkurn tímann átt í kynferðislegu sambandi með Nicole Shanahan, eiginkonu stofnanda Google, Sergey Brin. 25. júlí 2022 08:20 Dóttir Musk vill rjúfa öll tengsl við hann Átján ára gömul transdóttir auðkýfingsins Elons Musk hefur óskað eftir að láta breyta nafni sínu, ekki aðeins til að endurspegla kynvitund sína heldur einnig til að slíta öll tengsl við föður sinn. 21. júní 2022 09:13 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Musk, eigandi rafbílaframleiðandands Tesla og geimferðafyrirtækisins SpaceX, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum með umdeildum skoðunum og vafasömum fullyrðingum undanfarin misseri. Tillaga sem um frið á milli Úkraínu og Rússlands sem hann tísti í dag hefði getað komið frá Kreml. Lagði Musk til að ólöglegar atkvæðagreiðslur sem leppstjórar Rússa í Úkraínu héldu um innlimum fjögurra úkraínskra héraða á dögunum yrðu endurteknar undir umsjón Sameinuðu þjóðanna. Rússneski herinn yfirgæfi héruðin ef það væri vilji íbúanna þar. Rússar fengju Krímskaga, sem þeir innlimuðu ólöglega árið 2014, varanlega en svæðinu væri tryggt aðgang að drykkjarvatni. Þá lagði hann til að Úkraína yrði hlutlaus, það er að segja, sæktist ekki eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu eða Evrópusambandinu. Ukraine-Russia Peace:- Redo elections of annexed regions under UN supervision. Russia leaves if that is will of the people.- Crimea formally part of Russia, as it has been since 1783 (until Khrushchev s mistake).- Water supply to Crimea assured.- Ukraine remains neutral.— Elon Musk (@elonmusk) October 3, 2022 Hélt Musk því fram að þetta yrði hvort eð er mjög líklega lyktir stríðsins, aðeins væri spurning hversu margir létu lífið áður. Einnig væri mögulegt, þótt ólíklegt væri, að stríðið leiddi til kjarnorkustríðs. Tillögurnar fóru öfugt ofan í fulltrúa Úkraínu, þar á meðal Andríj Melnyk, sendiherra landsins í Þýskalandi. „Farðu norður og niður er diplómatíska svarið mitt til þín, @elonmusk,“ tísti sendiherrann á móti. Fuck off is my very diplomatic reply to you @elonmusk— Andrij Melnyk (@MelnykAndrij) October 3, 2022 Mykhailo Podoljak, ráðgjafi Volodýmýrs Selenskíj Úkraínuforseta, setti fram sínar eigin tillögur sem honum voru meira að skapi. Í fyrsta lagi frelsaði Úkraína landsvæði sín, þar á meðal Krímskaga, í öðru lagi yrði Rússland gert hernaðarlega óvirkt og afkjarnavopnað til að það gæti ekki ógnað öðrum ríkjum og í þriðja lagi yrðu stríðsglæpamenn dregnir fyrir alþjóðadómstóla. .@elonmusk there is a better peace plan.1. liberates its territories. Including the annexed Crimea.2. undergoes demilitarization and mandatory denuclearization so it can no longer threaten others.3. War criminals go through international tribunal.Let s vote?— (@Podolyak_M) October 3, 2022
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Musk grínaðist með að kaupa Manchester United Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, sagði á Twitter-síðu sinni að hann væri við það að festa kaup á enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Skömmu síðar dró hann grínið hins vegar til baka. 17. ágúst 2022 07:30 Musk þvertekur fyrir ásakanirnar Elon Musk, forstjóri og stofnandi Tesla, neitar því að hafa nokkurn tímann átt í kynferðislegu sambandi með Nicole Shanahan, eiginkonu stofnanda Google, Sergey Brin. 25. júlí 2022 08:20 Dóttir Musk vill rjúfa öll tengsl við hann Átján ára gömul transdóttir auðkýfingsins Elons Musk hefur óskað eftir að láta breyta nafni sínu, ekki aðeins til að endurspegla kynvitund sína heldur einnig til að slíta öll tengsl við föður sinn. 21. júní 2022 09:13 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Musk grínaðist með að kaupa Manchester United Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, sagði á Twitter-síðu sinni að hann væri við það að festa kaup á enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Skömmu síðar dró hann grínið hins vegar til baka. 17. ágúst 2022 07:30
Musk þvertekur fyrir ásakanirnar Elon Musk, forstjóri og stofnandi Tesla, neitar því að hafa nokkurn tímann átt í kynferðislegu sambandi með Nicole Shanahan, eiginkonu stofnanda Google, Sergey Brin. 25. júlí 2022 08:20
Dóttir Musk vill rjúfa öll tengsl við hann Átján ára gömul transdóttir auðkýfingsins Elons Musk hefur óskað eftir að láta breyta nafni sínu, ekki aðeins til að endurspegla kynvitund sína heldur einnig til að slíta öll tengsl við föður sinn. 21. júní 2022 09:13