Baráttan gegn verðbólgunni kemur í veg fyrir hækkun skilagjalds Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. október 2022 10:27 Skilagjald var síðast hækkað á síðasta ári, þegar það fór úr sextán krónum í átján. Getty Endurvinnslan lagði til að skilagjald fyrir flöskur og dósir yrði hækkað um tvær krónur, úr átján. krónum í tuttugu. Umhverfis, orku- og loftslagsráðuneytisins fór ekki eftir tillögunni sökum þess að berjast þyrfti gegn verðbólgunni. Því væri ekki svigrúm til að hækka skilagjaldið. Þetta kemur fram í umsögn Endurvinnslunnar við hinn svokallaða Bandorm, frumvarp um breytingar á lögum vegna fjárlaga 2023. Þar segir að Endurvinnslan hafi óskað eftir því að skilagjald á hverja einingu yrði hækkað úr átján krónum í tuttugu, svo halda mætti í við verðlagsþróun. „Frá þeim tíma sem að skilagjald var síðast hækkað þann 1. mars 2021 áætlum við að verðlag mælt með neysluvísitölu muni hækka um nálega 15% til áramóta. Það myndi þýða hækkun frá núverandi skilagjaldi 18 ISK á einingu, sem nemur 2,7 ISK á einingu,“ segir í umsögninni. Er þar bent á að þrátt fyrir að ákvæði um að skilagjaldið eigi að hækka í takt við verðlagsþróun hafi verið tekið út á síðasta ári, hafi það samt verið vilji Alþingis að skilagjaldið haldi verðgildi sínu. Endurvinnslan segist hins vegar hafa fengið þau skilaboð að verðbólgan sé ástæðan fyrir því að ekki sé hægt að hækka skilagjaldið. „Þær skýringar sem að ráðuneytið gaf fyrir því að ekki væri farið að tillögu Endurvinnslunnar hf. var sú að þeir töldu að það yrði að reyna að halda niðri verðbólgu og því ekki svigrúm til að hækka skilagjaldið,“ segir í umsögn Endurvinnslunnar. Segist Endurvinnslan virða það sjónarmið ráðuneytisins en bendir á móti að frestun á hækkun skilagjaldsins geti haft sín áhrif. Hvati til að skila einnota drykkjarumbúðum geti minnkað og töluverð hækkunarþörf muni myndast, sem erfitt verði að leiðrétta síðar meir. „Þá hefur Endurvinnslan hf. bent á að þó að vissulega muni hækkun skilagjalds hafa áhif á vísitölu, þá hafi þessi hækkun ekki áhrif á neytendur einnota drykkjarumbúða þar sem að skilagjald er lagt á vöru sem fáist síðan endurgreitt að fullu við skil.“ Umhverfismál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Hækka skilagjaldið um tvær krónur Frá mánaðarmótum hækkar útborgað skilagjald fyrir flöskur og dósir til viðskiptavina Endurvinnslunnar úr sextán krónum í átján á hverja einingu. 29. júní 2021 12:23 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn Endurvinnslunnar við hinn svokallaða Bandorm, frumvarp um breytingar á lögum vegna fjárlaga 2023. Þar segir að Endurvinnslan hafi óskað eftir því að skilagjald á hverja einingu yrði hækkað úr átján krónum í tuttugu, svo halda mætti í við verðlagsþróun. „Frá þeim tíma sem að skilagjald var síðast hækkað þann 1. mars 2021 áætlum við að verðlag mælt með neysluvísitölu muni hækka um nálega 15% til áramóta. Það myndi þýða hækkun frá núverandi skilagjaldi 18 ISK á einingu, sem nemur 2,7 ISK á einingu,“ segir í umsögninni. Er þar bent á að þrátt fyrir að ákvæði um að skilagjaldið eigi að hækka í takt við verðlagsþróun hafi verið tekið út á síðasta ári, hafi það samt verið vilji Alþingis að skilagjaldið haldi verðgildi sínu. Endurvinnslan segist hins vegar hafa fengið þau skilaboð að verðbólgan sé ástæðan fyrir því að ekki sé hægt að hækka skilagjaldið. „Þær skýringar sem að ráðuneytið gaf fyrir því að ekki væri farið að tillögu Endurvinnslunnar hf. var sú að þeir töldu að það yrði að reyna að halda niðri verðbólgu og því ekki svigrúm til að hækka skilagjaldið,“ segir í umsögn Endurvinnslunnar. Segist Endurvinnslan virða það sjónarmið ráðuneytisins en bendir á móti að frestun á hækkun skilagjaldsins geti haft sín áhrif. Hvati til að skila einnota drykkjarumbúðum geti minnkað og töluverð hækkunarþörf muni myndast, sem erfitt verði að leiðrétta síðar meir. „Þá hefur Endurvinnslan hf. bent á að þó að vissulega muni hækkun skilagjalds hafa áhif á vísitölu, þá hafi þessi hækkun ekki áhrif á neytendur einnota drykkjarumbúða þar sem að skilagjald er lagt á vöru sem fáist síðan endurgreitt að fullu við skil.“
Umhverfismál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Hækka skilagjaldið um tvær krónur Frá mánaðarmótum hækkar útborgað skilagjald fyrir flöskur og dósir til viðskiptavina Endurvinnslunnar úr sextán krónum í átján á hverja einingu. 29. júní 2021 12:23 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Hækka skilagjaldið um tvær krónur Frá mánaðarmótum hækkar útborgað skilagjald fyrir flöskur og dósir til viðskiptavina Endurvinnslunnar úr sextán krónum í átján á hverja einingu. 29. júní 2021 12:23