Baráttan gegn verðbólgunni kemur í veg fyrir hækkun skilagjalds Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. október 2022 10:27 Skilagjald var síðast hækkað á síðasta ári, þegar það fór úr sextán krónum í átján. Getty Endurvinnslan lagði til að skilagjald fyrir flöskur og dósir yrði hækkað um tvær krónur, úr átján. krónum í tuttugu. Umhverfis, orku- og loftslagsráðuneytisins fór ekki eftir tillögunni sökum þess að berjast þyrfti gegn verðbólgunni. Því væri ekki svigrúm til að hækka skilagjaldið. Þetta kemur fram í umsögn Endurvinnslunnar við hinn svokallaða Bandorm, frumvarp um breytingar á lögum vegna fjárlaga 2023. Þar segir að Endurvinnslan hafi óskað eftir því að skilagjald á hverja einingu yrði hækkað úr átján krónum í tuttugu, svo halda mætti í við verðlagsþróun. „Frá þeim tíma sem að skilagjald var síðast hækkað þann 1. mars 2021 áætlum við að verðlag mælt með neysluvísitölu muni hækka um nálega 15% til áramóta. Það myndi þýða hækkun frá núverandi skilagjaldi 18 ISK á einingu, sem nemur 2,7 ISK á einingu,“ segir í umsögninni. Er þar bent á að þrátt fyrir að ákvæði um að skilagjaldið eigi að hækka í takt við verðlagsþróun hafi verið tekið út á síðasta ári, hafi það samt verið vilji Alþingis að skilagjaldið haldi verðgildi sínu. Endurvinnslan segist hins vegar hafa fengið þau skilaboð að verðbólgan sé ástæðan fyrir því að ekki sé hægt að hækka skilagjaldið. „Þær skýringar sem að ráðuneytið gaf fyrir því að ekki væri farið að tillögu Endurvinnslunnar hf. var sú að þeir töldu að það yrði að reyna að halda niðri verðbólgu og því ekki svigrúm til að hækka skilagjaldið,“ segir í umsögn Endurvinnslunnar. Segist Endurvinnslan virða það sjónarmið ráðuneytisins en bendir á móti að frestun á hækkun skilagjaldsins geti haft sín áhrif. Hvati til að skila einnota drykkjarumbúðum geti minnkað og töluverð hækkunarþörf muni myndast, sem erfitt verði að leiðrétta síðar meir. „Þá hefur Endurvinnslan hf. bent á að þó að vissulega muni hækkun skilagjalds hafa áhif á vísitölu, þá hafi þessi hækkun ekki áhrif á neytendur einnota drykkjarumbúða þar sem að skilagjald er lagt á vöru sem fáist síðan endurgreitt að fullu við skil.“ Umhverfismál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Hækka skilagjaldið um tvær krónur Frá mánaðarmótum hækkar útborgað skilagjald fyrir flöskur og dósir til viðskiptavina Endurvinnslunnar úr sextán krónum í átján á hverja einingu. 29. júní 2021 12:23 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn Endurvinnslunnar við hinn svokallaða Bandorm, frumvarp um breytingar á lögum vegna fjárlaga 2023. Þar segir að Endurvinnslan hafi óskað eftir því að skilagjald á hverja einingu yrði hækkað úr átján krónum í tuttugu, svo halda mætti í við verðlagsþróun. „Frá þeim tíma sem að skilagjald var síðast hækkað þann 1. mars 2021 áætlum við að verðlag mælt með neysluvísitölu muni hækka um nálega 15% til áramóta. Það myndi þýða hækkun frá núverandi skilagjaldi 18 ISK á einingu, sem nemur 2,7 ISK á einingu,“ segir í umsögninni. Er þar bent á að þrátt fyrir að ákvæði um að skilagjaldið eigi að hækka í takt við verðlagsþróun hafi verið tekið út á síðasta ári, hafi það samt verið vilji Alþingis að skilagjaldið haldi verðgildi sínu. Endurvinnslan segist hins vegar hafa fengið þau skilaboð að verðbólgan sé ástæðan fyrir því að ekki sé hægt að hækka skilagjaldið. „Þær skýringar sem að ráðuneytið gaf fyrir því að ekki væri farið að tillögu Endurvinnslunnar hf. var sú að þeir töldu að það yrði að reyna að halda niðri verðbólgu og því ekki svigrúm til að hækka skilagjaldið,“ segir í umsögn Endurvinnslunnar. Segist Endurvinnslan virða það sjónarmið ráðuneytisins en bendir á móti að frestun á hækkun skilagjaldsins geti haft sín áhrif. Hvati til að skila einnota drykkjarumbúðum geti minnkað og töluverð hækkunarþörf muni myndast, sem erfitt verði að leiðrétta síðar meir. „Þá hefur Endurvinnslan hf. bent á að þó að vissulega muni hækkun skilagjalds hafa áhif á vísitölu, þá hafi þessi hækkun ekki áhrif á neytendur einnota drykkjarumbúða þar sem að skilagjald er lagt á vöru sem fáist síðan endurgreitt að fullu við skil.“
Umhverfismál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Hækka skilagjaldið um tvær krónur Frá mánaðarmótum hækkar útborgað skilagjald fyrir flöskur og dósir til viðskiptavina Endurvinnslunnar úr sextán krónum í átján á hverja einingu. 29. júní 2021 12:23 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Hækka skilagjaldið um tvær krónur Frá mánaðarmótum hækkar útborgað skilagjald fyrir flöskur og dósir til viðskiptavina Endurvinnslunnar úr sextán krónum í átján á hverja einingu. 29. júní 2021 12:23