Petreaus segir bandamenn myndu þurrka Rússa út í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. október 2022 07:53 Petreaus fór fyrir hermönnum Bandaríkjanna og Nató í Afganistan en lét af því starfi árið 2011 til að taka við CIA. epa/S. Sabawoon David Petreaus, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA og fjögurra stjörnu hershöfðingi, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra innan Atlantshafsbandalagsins myndu grípa til afgerandi aðgerða ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu. Sagði hann að bandamenn myndu tortíma öllum hersveitum Rússlands í Úkraínu og hergögnum þeirra, auk þess að sökkva Svartahafsflota Rússa. Í viðtali við ABC News, sem birtist í gær, sagðist Petreaus ekki hafa rætt við Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Joe Biden Bandaríkjaforseta, um möguleg viðbrögð Bandaríkjanna við kjarnorkuvopnanotkun Rússa. Hins vegar væri þetta ein möguleg sviðsmynd. Petreaus benti á að notkun kjarnorkuvopna í Úkraínu væri ekki nóg til þess að virkja ákvæði 5 í sáttamála Nató, sem kveður á um viðbrögð allra aðildarríkjanna vegna árásar á eitt þeirra, þar sem Úkraína væri ekki aðildarríki. Hins vegar myndi notkun kjarnorkuvopna ein og sér kalla á viðbrögð. Þá mætti túlka það sem svo að um væri að ræða árás á aðildarríki ef kjarnorkumengnun bærist inn á landsvæði þeirra. Petreaus sagði bandamenn ekki myndu vilja láta draga sig í stigmagnandi kjarnorkustríð en viðbrögðin yrðu að vera á þann veg að það væri alveg ljóst að notkun kjarnorkuvopna yrði ekki liðin. Hershöfðinginn fyrrverandi sagðist telja Vladimir Pútín Rússlandsforseta vera kominn í öngstræti á vígvellinum; engar herkvaðningar, innlimanir eða hótanir um notkun kjarnorkuvopna gætu snúið þróun stríðsins honum í hag. Hins vegar þyrfti að taka hótununum alvarlega. Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Sagði hann að bandamenn myndu tortíma öllum hersveitum Rússlands í Úkraínu og hergögnum þeirra, auk þess að sökkva Svartahafsflota Rússa. Í viðtali við ABC News, sem birtist í gær, sagðist Petreaus ekki hafa rætt við Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Joe Biden Bandaríkjaforseta, um möguleg viðbrögð Bandaríkjanna við kjarnorkuvopnanotkun Rússa. Hins vegar væri þetta ein möguleg sviðsmynd. Petreaus benti á að notkun kjarnorkuvopna í Úkraínu væri ekki nóg til þess að virkja ákvæði 5 í sáttamála Nató, sem kveður á um viðbrögð allra aðildarríkjanna vegna árásar á eitt þeirra, þar sem Úkraína væri ekki aðildarríki. Hins vegar myndi notkun kjarnorkuvopna ein og sér kalla á viðbrögð. Þá mætti túlka það sem svo að um væri að ræða árás á aðildarríki ef kjarnorkumengnun bærist inn á landsvæði þeirra. Petreaus sagði bandamenn ekki myndu vilja láta draga sig í stigmagnandi kjarnorkustríð en viðbrögðin yrðu að vera á þann veg að það væri alveg ljóst að notkun kjarnorkuvopna yrði ekki liðin. Hershöfðinginn fyrrverandi sagðist telja Vladimir Pútín Rússlandsforseta vera kominn í öngstræti á vígvellinum; engar herkvaðningar, innlimanir eða hótanir um notkun kjarnorkuvopna gætu snúið þróun stríðsins honum í hag. Hins vegar þyrfti að taka hótununum alvarlega.
Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira