„Við erum með öfluga og hættulega menn fram á við“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 2. október 2022 19:38 Jón Þórir Sveinsson (með derhúfuna) var sáttur með sigurinn á Leikni Vísir/Diego Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, var sáttur með 3-2 sigur á Leikni í fyrsta leik neðri hluta Bestu deildar karla í kvöld. Framarar lentu undir strax í upphafi leiks en tókst að koma til baka og vinna leikinn að lokum með einu marki. „Þetta var hörkuleikur. Leiknir er náttúrulega bara með mjög gott og öflugt lið, það er ekkert auðvelt að eiga við þá. Þó að okkur hafi gengið ágætlega með þá í sumar, ætli þetta sé ekki fjórði leikurinn sem við spilum við þá og búnir að vinna alla. Ég er bara ánægður og stoltur með það en við þurftum að hafa fyrir því í dag,“ sagði Jón Þórir eftir leik. „Við erum með öfluga og hættulega menn fram á við sem eru mjög líklegir til þess að skora mörk. Þannig að við þurfum að passa að fá ekki of mörg mörk á okkur og þá vinnum við leikinn.“ Alex Freyr Elísson var ekki með í dag en Jón vonast til þess að hann verði búin að ná sér fyrir næsta leik. „Alex er búin að vera meiddur eiginlega síðan í Keflavíkurleiknum sem kom ekki í ljós alveg strax en hann er með einhverjar smá bólgur í festingum. Ég á ekki von á að það verði eitthvað mikið lengur og hann verði komin í gang í vikunni. Svo var hann veikur í gær og hann hefur ekkert náð að æfa í vikunni þannig við þurftum að skilja hann eftir í dag.“ Jón var ánægður með að ná þessum þremur stigum í dag og skilja sig frá fallbaráttunni. „Við erum náttúrulega í baráttu um að falla ekki og það er barátta sem engin vill vera í. Þannig að það skiptir okkur máli að skilja okkur aðeins frá þessu. ÍBV er ekkert langt frá okkur og núna skiljum við okkur þremur stigum frá þeim. Það er það sem skiptir máli.“ Fram Besta deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Í beinni: Fram - Leiknir | Geta kippt Fram niður í fallbaráttu Það voru sannkallaðir danskir dagar er Fram tók á móti Leikni í fyrsta leik í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta í Úlfarsárdal í kvöld. Öll mörk leiksins komu frá dönskum leikmönnum. Leiknir skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins tvær mínútur en náðu Framarar að jafna stuttu seinna. Þrjú mörk voru skoruð í seinni hálfleiknum og endaði leikurinn 3-2 fyrir Fram. 2. október 2022 16:31 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira
„Þetta var hörkuleikur. Leiknir er náttúrulega bara með mjög gott og öflugt lið, það er ekkert auðvelt að eiga við þá. Þó að okkur hafi gengið ágætlega með þá í sumar, ætli þetta sé ekki fjórði leikurinn sem við spilum við þá og búnir að vinna alla. Ég er bara ánægður og stoltur með það en við þurftum að hafa fyrir því í dag,“ sagði Jón Þórir eftir leik. „Við erum með öfluga og hættulega menn fram á við sem eru mjög líklegir til þess að skora mörk. Þannig að við þurfum að passa að fá ekki of mörg mörk á okkur og þá vinnum við leikinn.“ Alex Freyr Elísson var ekki með í dag en Jón vonast til þess að hann verði búin að ná sér fyrir næsta leik. „Alex er búin að vera meiddur eiginlega síðan í Keflavíkurleiknum sem kom ekki í ljós alveg strax en hann er með einhverjar smá bólgur í festingum. Ég á ekki von á að það verði eitthvað mikið lengur og hann verði komin í gang í vikunni. Svo var hann veikur í gær og hann hefur ekkert náð að æfa í vikunni þannig við þurftum að skilja hann eftir í dag.“ Jón var ánægður með að ná þessum þremur stigum í dag og skilja sig frá fallbaráttunni. „Við erum náttúrulega í baráttu um að falla ekki og það er barátta sem engin vill vera í. Þannig að það skiptir okkur máli að skilja okkur aðeins frá þessu. ÍBV er ekkert langt frá okkur og núna skiljum við okkur þremur stigum frá þeim. Það er það sem skiptir máli.“
Fram Besta deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Í beinni: Fram - Leiknir | Geta kippt Fram niður í fallbaráttu Það voru sannkallaðir danskir dagar er Fram tók á móti Leikni í fyrsta leik í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta í Úlfarsárdal í kvöld. Öll mörk leiksins komu frá dönskum leikmönnum. Leiknir skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins tvær mínútur en náðu Framarar að jafna stuttu seinna. Þrjú mörk voru skoruð í seinni hálfleiknum og endaði leikurinn 3-2 fyrir Fram. 2. október 2022 16:31 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira
Í beinni: Fram - Leiknir | Geta kippt Fram niður í fallbaráttu Það voru sannkallaðir danskir dagar er Fram tók á móti Leikni í fyrsta leik í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta í Úlfarsárdal í kvöld. Öll mörk leiksins komu frá dönskum leikmönnum. Leiknir skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins tvær mínútur en náðu Framarar að jafna stuttu seinna. Þrjú mörk voru skoruð í seinni hálfleiknum og endaði leikurinn 3-2 fyrir Fram. 2. október 2022 16:31