Massimo Coda kom Genoa yfir í fyrri hálfleik og skömmu fyrir leikslok gulltryggði Albert góðan sigur gestanna þegar hann skoraði með góðu skoti eftir stoðsendingu Coda.
Þetta var fyrsta deildarmark Alberts á tímabilinu en hann hefur einnig lagt upp tvö mörk í þessum fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu.
Genoa er í 4.sæti ítölsku B-deildarinnar.