Öll mörk leiksins voru skoruð í fyrri hálfleik, en það var Andre Zambo Anguissa sem kom heimamönnum yfir strax á sjöttu mínútu leiksins.
Anguissa var svo aftur á ferðinni sex mínútum síðar þegar hann tvöfaldaði forystu Napoli áður en Khvicha Kvaratskhelia breytti stöðunni í 3-0 á 37. mínútu leiksins.
Antonio Sanabria minnkaði þó muninn fyrir gestina stuttu fyrir hálfleikshléið og þar við sat.
Niðurstaðan því ö4ruggur 3-1 sigur Napoli sem heldur toppsæti deildarinnar með 20 stig eftir átta leiki, þremur stigum meira en Atalanta sem situr í öðru sæti en á einn leik til góða. Torino situr hins vegar í níunda sæti deildarinnar með tíu stig.