Að æfingunni komu læknar, hjúkrunarfræðingar, björgunarsveitir, lögregla, slökkvilið og sjúkraflutningamenn.
Elva Tryggvadóttir, verkefnastjóri neyðarvarna hjá Isvaia, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að æfingin hefði gengið mjög vel
„Við erum gríðarlega þakklát fyrir að sjá alla þessa þátttöku hérna í dag.“
Hún sagði aðkomuna nokkuð óþægilega í fyrstu.
„En við búum vel að því hérna á Íslandi að við eigum gott kerfi sem er sett af stað þegar það verða svona hópslys. Við erum að sjá hér í dag, enn og aftur, hvað kerfið okkar er flott og gengur vel fyrir sig.“
Elva sagði þó alltaf hægt að læra og bæta enda væri verið að blanda störfum margra viðbragðsaðila. Þeir sem hefðu tekið þátt í æfingunni hefðu þó staðið sig gríðarlega vel.

