Slegist um Evrópusæti og markadrottningatitilinn í lokaumferðinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. október 2022 12:30 Jasmín Erla Ingadóttir getur tryggt sér markadrottningatitilinn og komið Stjörnunni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á sama tíma í dag. Vísir/Hulda Margrét Lokaumferð Bestu-deildar kvenna verður öll leikin á sama tíma klukkan 14 í dag þegar fimm leikir fara fram. Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn er ráðinn og ljóst er hvaða lið falla úr deildinni, en þó er enn ýmislegt óráðið fyrir lokaleiki deildarinnar. Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-1 sigri gegn Aftureldingu fyrir nákvæmlega viku síðan. Sigur Vals þýddi einnig að lið Aftureldingar er fallið úr deild þeirra bestu og fylgir KR-ingum því niður í 1. deildina. Fall KR var staðfest þegar liðið mátti þola 3-5 tap gegn Selfyssingum í þarseinustu umferð. Þrátt fyrir það að þessar helstu baráttur séu á enda er enn ýmislegt sem getur gerst í lokaumferðinni. Enn er hörð barátta milli Stjörnunnar og Breiðabliks um annað sæti deildarinnar sem gefur sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og þá eiga enn nokkrir leikmenn enn möguleika á því að ræna markadrottningatitlinum af Jasmín Erlu Ingadóttur. Stjarnan tekur á móti Keflavík í Garðabænum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 og með sigri tryggir liðið sér annað sæti deildarinnar, og þar með sætið eftirsótta í forkeppni Meistaradeildarinnar. Breiðablik tekur hins vegar á móti Þrótturum á sama tíma og verður leikurinn sýndur á hliðarrás Bestu-deildarinnar. Blikar eru einu stigi á eftir Stjörnunni, en með betri markatölu, og því gæti jafntefli dugað liðinu til að ræna öðru sætinu, en þá þarf Stjarnan að tapa sínum leik. Breiðablik mun því líklega leggja allt í sölurnar til að vinna þennan leik og vona svo að Stjarnan tapi stigum á sama tíma. Hörð barátta um markadrottningatitilinn Þá er baráttan um markadrottningatitilinn einnig hörð. Jasmín Erla Ingadóttir trónir þar á toppnum með tíu mörk, en liðsfélagi hennar hjá Stjörnunni, Gyða Kristín Gunnarsdóttir, hefur skorað níu. Stjörnukonurnar eru þó ekki þær einu sem berjast um gullskóinn því fjórir leikmenn hafa skorað átta mörk á tímabilinu og geta því í það minnsta jafnað Jasmín á toppnum. Þær fjórar sem hafa skorað átta mörk fyrir lokaumferðina eru Valskonan Cyera Makenzie Hintzen, Þróttarinn Danielle Julia Marcano, Sandra María Jessen úr Þór/KA og Selfyssingurinn Brenna Lovera. Sú síðastnefnda varð markahæst á seinasta tímabili þegar hún skoraði 13 mörk, en hún þarf að skora í það minnsta tvö gegn Valskonum í dag til að verja titilinn frá því í fyrra. Eins og áður segir verða allir leikirnir spilaðir á sama tíma klukkan 14:00 í dag og verða þeir allir sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Upplýsingar um hvar verður hægt að horfa á leikina má finna með því að smella hér. Besta deild kvenna Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Fleiri fréttir Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sjá meira
Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-1 sigri gegn Aftureldingu fyrir nákvæmlega viku síðan. Sigur Vals þýddi einnig að lið Aftureldingar er fallið úr deild þeirra bestu og fylgir KR-ingum því niður í 1. deildina. Fall KR var staðfest þegar liðið mátti þola 3-5 tap gegn Selfyssingum í þarseinustu umferð. Þrátt fyrir það að þessar helstu baráttur séu á enda er enn ýmislegt sem getur gerst í lokaumferðinni. Enn er hörð barátta milli Stjörnunnar og Breiðabliks um annað sæti deildarinnar sem gefur sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og þá eiga enn nokkrir leikmenn enn möguleika á því að ræna markadrottningatitlinum af Jasmín Erlu Ingadóttur. Stjarnan tekur á móti Keflavík í Garðabænum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 og með sigri tryggir liðið sér annað sæti deildarinnar, og þar með sætið eftirsótta í forkeppni Meistaradeildarinnar. Breiðablik tekur hins vegar á móti Þrótturum á sama tíma og verður leikurinn sýndur á hliðarrás Bestu-deildarinnar. Blikar eru einu stigi á eftir Stjörnunni, en með betri markatölu, og því gæti jafntefli dugað liðinu til að ræna öðru sætinu, en þá þarf Stjarnan að tapa sínum leik. Breiðablik mun því líklega leggja allt í sölurnar til að vinna þennan leik og vona svo að Stjarnan tapi stigum á sama tíma. Hörð barátta um markadrottningatitilinn Þá er baráttan um markadrottningatitilinn einnig hörð. Jasmín Erla Ingadóttir trónir þar á toppnum með tíu mörk, en liðsfélagi hennar hjá Stjörnunni, Gyða Kristín Gunnarsdóttir, hefur skorað níu. Stjörnukonurnar eru þó ekki þær einu sem berjast um gullskóinn því fjórir leikmenn hafa skorað átta mörk á tímabilinu og geta því í það minnsta jafnað Jasmín á toppnum. Þær fjórar sem hafa skorað átta mörk fyrir lokaumferðina eru Valskonan Cyera Makenzie Hintzen, Þróttarinn Danielle Julia Marcano, Sandra María Jessen úr Þór/KA og Selfyssingurinn Brenna Lovera. Sú síðastnefnda varð markahæst á seinasta tímabili þegar hún skoraði 13 mörk, en hún þarf að skora í það minnsta tvö gegn Valskonum í dag til að verja titilinn frá því í fyrra. Eins og áður segir verða allir leikirnir spilaðir á sama tíma klukkan 14:00 í dag og verða þeir allir sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Upplýsingar um hvar verður hægt að horfa á leikina má finna með því að smella hér.
Besta deild kvenna Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Fleiri fréttir Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn