„Þessi óánægja hefði ekki komið fram ef aðstæður hefðu verið öðruvísi“ Snorri Másson skrifar 1. október 2022 12:01 Harpa Þórsdóttir, nýr þjóðminjavörður og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra þegar gengið var frá ráðningu Hörpu. Mennta- og viðskiptaráðherra segir að meta hefði átt betur hvernig skipan þjóðminjavarðar legðist í safnageirann í ljósi þess hve lengi þjóðminjaverðir hafi setið í gegnum tíðina. Nú er til skoðunar að setja hámarkstíma á stöðuna. Auglýsing fyrir stöðuna var tilbúin í ráðuneytinu, en allt kom fyrir ekki. Skipun Hörpu Þórsdóttur í stöðu þjóðminjavarðar hefur verið gagnrýnd að undanförnu einkum vegna þess að staðan var ekki auglýst. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að það sem skýri gremjuna innan safnageirans með skipun þjóðminjavarðar nú sé sá langi tími sem þjóðminjaverðir hafi setið í gegnum tíðina. Sá síðasti sat í tuttugu ár, sá sem var þar á undan í 32 ár og sá fyrsti sat í fjörutíu ár. „Þessi óánægja hefði ekki komið fram ef aðstæður hefðu verið öðruvísi. Það hefðum við átt að meta betur og í hjartans einlægni.“ Heldurðu að óánægjan með skipanina hefði ekki komið fram ef ekki hefði verið fyrir ákveðinn skipunartíma? „Já ég tel að svo hefði verið. Þá hefði þetta verið öðruvísi. Þarna var uppsöfnuð þörf.“ Eins og lögin eru núna gæti Harpa Þórsdóttir því setið áratugum saman. En nú á að skipa nefnd sem endurskoðar þær reglur. Tíu ár gæti orðið niðurstaðan, eins og er með sambærilegar stöður á öðrum söfnum. Tillaga frá Skúla Eggerti Þórðarsyni Skúli Eggert Þórðarson er ráðuneytisstjóri menningar- og viðskiptaráðuneytisins.Stjórnarráðið Upphaflega segir Lilja að auglýsing fyrir stöðuna hafi verið undirbúin í ráðuneytinu, en svo hafi tillaga frá Skúla Eggerti Þórðarsyni ráðuneytisstjóra breytt stöðunni. „Þetta var tillaga sem barst héðan úr ráðuneytinu um að flytja Hörpu Þórsdóttur í stöðu þjóðminjavarðar og nýta þessa heimild og í ljósi þess hversu farsæl hún hefur verið, féllst ég á þá tillögu sem kom frá ráðuneytisstjóra eftir vinnu sem átti sér stað hérna í ráðuneytinu,“ segir Lilja. Það kemur ekki til greina að draga skipunina til baka að sögn Lilju, sem segir það ekki umdeilt innan ríkisstjórnarinnar að þessi háttur hafi verið hafður á. „Nei. Það er alger eining þar,“ segir Lilja. Um ráðningu Hörpu? „Það er eining um að nýta þessa heimild. En þetta hefur ekki komið til tals." Deilur um skipun þjóðminjavarðar Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Frumvarp og fyrirspurnahrina vegna stöðuveitinga án auglýsingar „Ég hef áhyggjur af þeim stjórnarháttum sem ríkisstjórnin er að festa í sessi þegar kemur að opinberum stöðuveitingum, þar sem ítrekað er skipað í æðstu embætti án auglýsingar og jafnvel á mjög hæpnum lagagrundvelli,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem hefur lagt fram skriflegar fyrirspurnir til fjögurra ráðherra um stöðuveitingar án auglýsingar. 28. september 2022 21:32 Hafa ekkert heyrt frá Lilju Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 22. september 2022 07:54 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Fleiri fréttir Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Sjá meira
Skipun Hörpu Þórsdóttur í stöðu þjóðminjavarðar hefur verið gagnrýnd að undanförnu einkum vegna þess að staðan var ekki auglýst. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að það sem skýri gremjuna innan safnageirans með skipun þjóðminjavarðar nú sé sá langi tími sem þjóðminjaverðir hafi setið í gegnum tíðina. Sá síðasti sat í tuttugu ár, sá sem var þar á undan í 32 ár og sá fyrsti sat í fjörutíu ár. „Þessi óánægja hefði ekki komið fram ef aðstæður hefðu verið öðruvísi. Það hefðum við átt að meta betur og í hjartans einlægni.“ Heldurðu að óánægjan með skipanina hefði ekki komið fram ef ekki hefði verið fyrir ákveðinn skipunartíma? „Já ég tel að svo hefði verið. Þá hefði þetta verið öðruvísi. Þarna var uppsöfnuð þörf.“ Eins og lögin eru núna gæti Harpa Þórsdóttir því setið áratugum saman. En nú á að skipa nefnd sem endurskoðar þær reglur. Tíu ár gæti orðið niðurstaðan, eins og er með sambærilegar stöður á öðrum söfnum. Tillaga frá Skúla Eggerti Þórðarsyni Skúli Eggert Þórðarson er ráðuneytisstjóri menningar- og viðskiptaráðuneytisins.Stjórnarráðið Upphaflega segir Lilja að auglýsing fyrir stöðuna hafi verið undirbúin í ráðuneytinu, en svo hafi tillaga frá Skúla Eggerti Þórðarsyni ráðuneytisstjóra breytt stöðunni. „Þetta var tillaga sem barst héðan úr ráðuneytinu um að flytja Hörpu Þórsdóttur í stöðu þjóðminjavarðar og nýta þessa heimild og í ljósi þess hversu farsæl hún hefur verið, féllst ég á þá tillögu sem kom frá ráðuneytisstjóra eftir vinnu sem átti sér stað hérna í ráðuneytinu,“ segir Lilja. Það kemur ekki til greina að draga skipunina til baka að sögn Lilju, sem segir það ekki umdeilt innan ríkisstjórnarinnar að þessi háttur hafi verið hafður á. „Nei. Það er alger eining þar,“ segir Lilja. Um ráðningu Hörpu? „Það er eining um að nýta þessa heimild. En þetta hefur ekki komið til tals."
Deilur um skipun þjóðminjavarðar Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Frumvarp og fyrirspurnahrina vegna stöðuveitinga án auglýsingar „Ég hef áhyggjur af þeim stjórnarháttum sem ríkisstjórnin er að festa í sessi þegar kemur að opinberum stöðuveitingum, þar sem ítrekað er skipað í æðstu embætti án auglýsingar og jafnvel á mjög hæpnum lagagrundvelli,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem hefur lagt fram skriflegar fyrirspurnir til fjögurra ráðherra um stöðuveitingar án auglýsingar. 28. september 2022 21:32 Hafa ekkert heyrt frá Lilju Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 22. september 2022 07:54 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Fleiri fréttir Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Sjá meira
Frumvarp og fyrirspurnahrina vegna stöðuveitinga án auglýsingar „Ég hef áhyggjur af þeim stjórnarháttum sem ríkisstjórnin er að festa í sessi þegar kemur að opinberum stöðuveitingum, þar sem ítrekað er skipað í æðstu embætti án auglýsingar og jafnvel á mjög hæpnum lagagrundvelli,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem hefur lagt fram skriflegar fyrirspurnir til fjögurra ráðherra um stöðuveitingar án auglýsingar. 28. september 2022 21:32
Hafa ekkert heyrt frá Lilju Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 22. september 2022 07:54
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent