„Ég las heila bók í fyrsta sinn í sex ár“ Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 1. október 2022 14:31 GettyImages Ungt fólk ver að meðaltali 5 klukkustundum á dag með nefið ofan í farsímanum sínum. Það reiðir sig í æ minna mæli á fréttir úr hefðbundnum fjölmiðlum og fyllist kvíða og vanlíðan ef það er lengi án farsímans. Þetta er á meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar þar sem rýnt var í farsímanotkun ungs fólks og hvar það sækir sér upplýsingar og fréttir. Vísinda- og nýsköpunarráðuneyti Spánar fjármagnaði rannsóknina, sem nokkrir háskólar í Evrópu stóðu að. Ungt fólk notar ekki Facebook Í einum hluta rannóknarinnar var tæplega 100 spænskum ungmennum á aldrinum 15 til 24 ára gert að vera án farsímans í eina viku. Fyrst notuðu þau símann með eðlilegum hætti í eina viku og notkun þeirra skráð og rannsökuð. Þá notuðu þau símana í 5 klst. á dag að meðaltali og voru á samskipta og samfélagsforritum í 4 klukkustundir; aðallega í WhatsApp, Instagram og TikTok, nokkuð sem staðfestir með nokkuð óyggjandi hætti að Facebook er löngu hætt að vera samfélagsmiðill unga fólksins. Það er þar sem eldra fólkið hangir, og birtir myndir af börnum sínum og barnabörnum. Símaleysi veldur vanlíðan, kvíða og óöryggi Ungmennin lýstu því hvernig vikulangt símaleysið hefði fyllt þau vanlíðan, kvíða og óöryggi, þó einhverjir hafi haft á orði að því hefði líka fylgt ákveðin frelsun. „Ég las heila bók í fyrsta sinn í sex ár,“ sagði einn þátttakenda, á meðan annar sagðist hafa verið orðinn svo vanur því að vera alltaf með kveikt á GPS-appinu í símanum, að hann hefði keypt sér vegakort þegar símans naut ekki við. Þá hafði sá þriðji á orði að honum hefði fundist símaleysið mun erfiðara en að hætta að reykja. Flestir þátttakenda sögðust hafa verið í meiri samskiptum við fjölskyldu sína þessa símalausu viku, en að öllu jöfnu. Þá sagðist yfirgnæfandi meirihluta þátttakenda hafa verið samviskusamari en venjulega þegar kom að námi og heimavinnu þá vikuna sem þeir voru símalausir. Telja dagblaðakaup vera peningasóun Ungmennin sögðust mörg hver hafa saknað þess að fá ekki upplýsingar um viðburði sem þau gætu sótt. Þar gegni síminn ómetanlegu hlutverki. Meirihlutinn telur það ekki þjóna nokkrum tilgangi að eyða peningum í að kaupa dagblöð. Það sé fjárfesting í einhverju sem sé þegar búið að gerast, en internetið upplýsi fólk um það sem sé að gerast hér og nú. Þetta er í samræmi við niðurstöður könnunarinnar sem Reuters fréttaveitan og háskólinn í Oxford í Bretlandi framkvæmdu í fyrra. Þar kom í ljós að meðalaldur áskrifenda að dagblöðum er 47 ár. Í þessari sömu könnun var áberandi sú tilfinning ungs fólks að það eigi örðugt með að skilja orðfæri hefðbundinna fjölmiðla og framsetningu frétta. Upplýsingamiðlun framtíðar verður útþynnt og óáreiðanleg Aðalhvatinn að því að ráðast í þessa rannsókn, segir Pedro Farias, prófessor í blaðamennsku við háskólann í Málaga, voru vísbendingar um að ungt fólk sæki sér fréttir í æ minna mæli til viðurkenndra fjölmiðla og þeirra sem hafi menntun og starfa af því að skrifa fréttir og miðla upplýsingum og í þess meira mæli til annarra sem hafi óljósa og/eða enga tengingu við frétta- og fjölmiðla. Þannig blasi við, segir Pedro, að samfélag framtíðarinnar verði einfaldlega bara sátt við aukna útþynningu og óáreiðanleika frétta- og upplýsingamiðlunar. Spánn Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
Þetta er á meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar þar sem rýnt var í farsímanotkun ungs fólks og hvar það sækir sér upplýsingar og fréttir. Vísinda- og nýsköpunarráðuneyti Spánar fjármagnaði rannsóknina, sem nokkrir háskólar í Evrópu stóðu að. Ungt fólk notar ekki Facebook Í einum hluta rannóknarinnar var tæplega 100 spænskum ungmennum á aldrinum 15 til 24 ára gert að vera án farsímans í eina viku. Fyrst notuðu þau símann með eðlilegum hætti í eina viku og notkun þeirra skráð og rannsökuð. Þá notuðu þau símana í 5 klst. á dag að meðaltali og voru á samskipta og samfélagsforritum í 4 klukkustundir; aðallega í WhatsApp, Instagram og TikTok, nokkuð sem staðfestir með nokkuð óyggjandi hætti að Facebook er löngu hætt að vera samfélagsmiðill unga fólksins. Það er þar sem eldra fólkið hangir, og birtir myndir af börnum sínum og barnabörnum. Símaleysi veldur vanlíðan, kvíða og óöryggi Ungmennin lýstu því hvernig vikulangt símaleysið hefði fyllt þau vanlíðan, kvíða og óöryggi, þó einhverjir hafi haft á orði að því hefði líka fylgt ákveðin frelsun. „Ég las heila bók í fyrsta sinn í sex ár,“ sagði einn þátttakenda, á meðan annar sagðist hafa verið orðinn svo vanur því að vera alltaf með kveikt á GPS-appinu í símanum, að hann hefði keypt sér vegakort þegar símans naut ekki við. Þá hafði sá þriðji á orði að honum hefði fundist símaleysið mun erfiðara en að hætta að reykja. Flestir þátttakenda sögðust hafa verið í meiri samskiptum við fjölskyldu sína þessa símalausu viku, en að öllu jöfnu. Þá sagðist yfirgnæfandi meirihluta þátttakenda hafa verið samviskusamari en venjulega þegar kom að námi og heimavinnu þá vikuna sem þeir voru símalausir. Telja dagblaðakaup vera peningasóun Ungmennin sögðust mörg hver hafa saknað þess að fá ekki upplýsingar um viðburði sem þau gætu sótt. Þar gegni síminn ómetanlegu hlutverki. Meirihlutinn telur það ekki þjóna nokkrum tilgangi að eyða peningum í að kaupa dagblöð. Það sé fjárfesting í einhverju sem sé þegar búið að gerast, en internetið upplýsi fólk um það sem sé að gerast hér og nú. Þetta er í samræmi við niðurstöður könnunarinnar sem Reuters fréttaveitan og háskólinn í Oxford í Bretlandi framkvæmdu í fyrra. Þar kom í ljós að meðalaldur áskrifenda að dagblöðum er 47 ár. Í þessari sömu könnun var áberandi sú tilfinning ungs fólks að það eigi örðugt með að skilja orðfæri hefðbundinna fjölmiðla og framsetningu frétta. Upplýsingamiðlun framtíðar verður útþynnt og óáreiðanleg Aðalhvatinn að því að ráðast í þessa rannsókn, segir Pedro Farias, prófessor í blaðamennsku við háskólann í Málaga, voru vísbendingar um að ungt fólk sæki sér fréttir í æ minna mæli til viðurkenndra fjölmiðla og þeirra sem hafi menntun og starfa af því að skrifa fréttir og miðla upplýsingum og í þess meira mæli til annarra sem hafi óljósa og/eða enga tengingu við frétta- og fjölmiðla. Þannig blasi við, segir Pedro, að samfélag framtíðarinnar verði einfaldlega bara sátt við aukna útþynningu og óáreiðanleika frétta- og upplýsingamiðlunar.
Spánn Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira