Meðlimir sértrúarsafnaðar flúðu úr haldi í Mexíkó Kjartan Kjartansson skrifar 30. september 2022 15:38 Félagar úr söfnuðinum Lev Tahor brutu sér leið fram hjá fulltrúum mexíkóskra innflytjendayfirvalda í Chiapas-ríki. Um tuttugu meðlimir gyðinglegs sértrúarsafnaðar í Mexíkó flúðu úr haldi lögreglu. Húsleit var gerð í búðum safnaðarins fyrir helgi vegna gruns og mansal og alvarleg kynferðisbrot. Karlmenn, konur og börn voru á meðal þeirra sem flúðu úr húsnæði innflytjendayfirvalda þar sem þeim hefur verið haldið frá því að húsleitin var gerð á föstudag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Húsleitin var samstarfsverkefni mexíkósku lögreglunnar og sveitar sjálfboðaliða frá Ísrael, þar á meðal fyrrverandi leyniþjónustumanna, sem hafa fylgst með söfnuðinum. Fólkið tilheyrir Lev Tahor, umdeildum söfnuði sem var stofnaður í Ísrael. Hann er þekktur fyrir öfgakenndar reglur og barnabrúðkaup. Stúlkur allt niður í fjögurra ára gamlar eru látnar hylja líkama sinn frá toppi til táar með kufli. Tveir félagar í söfnuðinum, einn Kanadamaður og annar Ísraeli, voru handteknir í húsleitinni og eru þeir grunaðir um mansal og kynferðisbrot. Tveggja annarra sem flúðu búðir fyrir húsleitina er enn leitað. Þá eru fimm aðrir grunaðir um brot á mexíkóskri innflytjendalöggjöf. Fjölmiðlar í Mexíkó segja að hópurinn sem var í haldi hafi mótmælt varðhaldinu frá upphafi, ráðist á fangaverði og efnt til uppþota. Ekki er ljóst hvert fólkið fór eftir flóttann. AP-fréttastofan segir að flutningabíll hafi flutt fólkið að landamærum Gvatemala þar sem söfnuðurinn er einnig með bækistöðvar. Trúmál Mexíkó Tengdar fréttir Fjarlægðu börn og ungmenni úr gyðinglegum sértrúarsöfnuði Lögregla í Mexíkó fjarlægði börn og ungmenni úr búðum gyðinglegs sértrúarsafnaðar í frumskógi í sunnanverðu landinu á föstudag. Söfnuðurinn er þekktur fyrir barnabrúðkaup og harðar refsingar við jafnvel minnstu brotum. 27. september 2022 10:47 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Karlmenn, konur og börn voru á meðal þeirra sem flúðu úr húsnæði innflytjendayfirvalda þar sem þeim hefur verið haldið frá því að húsleitin var gerð á föstudag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Húsleitin var samstarfsverkefni mexíkósku lögreglunnar og sveitar sjálfboðaliða frá Ísrael, þar á meðal fyrrverandi leyniþjónustumanna, sem hafa fylgst með söfnuðinum. Fólkið tilheyrir Lev Tahor, umdeildum söfnuði sem var stofnaður í Ísrael. Hann er þekktur fyrir öfgakenndar reglur og barnabrúðkaup. Stúlkur allt niður í fjögurra ára gamlar eru látnar hylja líkama sinn frá toppi til táar með kufli. Tveir félagar í söfnuðinum, einn Kanadamaður og annar Ísraeli, voru handteknir í húsleitinni og eru þeir grunaðir um mansal og kynferðisbrot. Tveggja annarra sem flúðu búðir fyrir húsleitina er enn leitað. Þá eru fimm aðrir grunaðir um brot á mexíkóskri innflytjendalöggjöf. Fjölmiðlar í Mexíkó segja að hópurinn sem var í haldi hafi mótmælt varðhaldinu frá upphafi, ráðist á fangaverði og efnt til uppþota. Ekki er ljóst hvert fólkið fór eftir flóttann. AP-fréttastofan segir að flutningabíll hafi flutt fólkið að landamærum Gvatemala þar sem söfnuðurinn er einnig með bækistöðvar.
Trúmál Mexíkó Tengdar fréttir Fjarlægðu börn og ungmenni úr gyðinglegum sértrúarsöfnuði Lögregla í Mexíkó fjarlægði börn og ungmenni úr búðum gyðinglegs sértrúarsafnaðar í frumskógi í sunnanverðu landinu á föstudag. Söfnuðurinn er þekktur fyrir barnabrúðkaup og harðar refsingar við jafnvel minnstu brotum. 27. september 2022 10:47 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Fjarlægðu börn og ungmenni úr gyðinglegum sértrúarsöfnuði Lögregla í Mexíkó fjarlægði börn og ungmenni úr búðum gyðinglegs sértrúarsafnaðar í frumskógi í sunnanverðu landinu á föstudag. Söfnuðurinn er þekktur fyrir barnabrúðkaup og harðar refsingar við jafnvel minnstu brotum. 27. september 2022 10:47
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent