„Eyebrow lift“
Þórunn segist tvisvar sinnum hafa farið í svokallað „eyebrow lift“ en í því er toxínum, einnig þekkt sem bótox, sprautað til þess að lyfta augnsvæðinu. Hún segist vera að sporna gegn broshrukkum með því að fara í meðferðina og er ánægð að hafa gripið hratt inn í. „Ég er vissulega með góða húð sem hefur fengið topp umhyggju frá 12 ára aldri,“ bætir hún við.

Fitufrysting
Þórunn talar einnig nánar um fitufrystinguna sem hún fór í á „sínu leiðinlegasta og erfiðasta svæði,“ líkt og hún orðaði það. Hún hefur áður rætt meðferðina á sínum miðlum. Þar á hún við svæðið aftan á lærunum og á kvið. Þá segist hún hafa fundið mun og nánast losnað við svæðið sem hún hafði bölvað. Hún segist ekki hafa séð jafn mikinn mun á kviðsvæðinu og á lærunum.


