Williams skoraði snertimark sem kom Detroit 24-14 yfir seint í þriðja leikhluta. Lions hrundu hins vegar í lokaleikhlutanum og misstu forystu sína niður í 28-24 tapi fyrir Minnesota Vikings. Villan á Williams hafði ekki mikið um úrslitin að segja, en þótti þó furðulegur dómur.
„Þetta þykir of sexý fyrir NFL-deildina,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í Lokasókninni um atvikið. Sérfræðingarnir í þættinum voru því allir sammála að um harðan dóm væri að ræða. Williams sjálfur skildi litlu meira í ákvörðuninni.
Bylgjur en ekki þrykkjur
Williams skilur ekkert í því að honum hafi verið refsað fyrir atvikið. Hann segir þá að mjaðmahreyfingar sínar séu frekar bylgjur en kynferðislegar þrykkjur (e. thrust).
„Ég hef verið að gera þetta alla tíð, sagði Williams í búningsklefanum eftir 28-24 tap Detroit fyrir Minnesota Vikings. Þess vegna trylltist ég. Ég hélt það væri verið að flagga á brot eða eitthvað. Ég trúði ekki að þeir væru að flagga á dans sem ég hef sýnt alla tíð,“
„Þetta eru bara mjaðmirnar mínar. Það er ekki eins og ég sé að þrýsta þeim, þetta er meira eins og bylgja, skiluru mig? Að þrýsta er meira svona,“ sagði Williams í viðtali og sýndi muninn á þrykkju og bylgju.
Bylgjur (ekki þrykkjur) Williams má sjá í spilaranum að ofan.
Leikir helgarinnar í NFL
Sunnudagur 2. október
13:30 New Orleans Saints - Minnesota Vikings (Stöð 2 Sport 2)
17:00 Baltimore Ravens - Buffalo Bills (Stöð 2 Sport 2)
20:20 Las Vegas Raiders - Denver Broncos (Stöð 2 Sport 2)
Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.