Afbrotavarnir gegn skipulagðri brotastarfsemi og hryðjuverkum Brynjar Níelsson skrifar 29. september 2022 15:01 Nokkur umræða hefur skapast um fyrirhugað frumvarp dómsmálaraðherra um auknar heimildir lögreglu til afbrotavarna þegar mál tengjast hryðjuverkaógn eða skipulagðri brotastarfsemi. Þá umræðu skortir alla yfirvegun, sem er regla frekar en undantekning hér á landi, og öllu grautað saman, skyldu og óskyldu. Meira að segja sumir löglærðir geta ekki haldið þræði í umræðunni og sérstaklega ekki þeir sem halda að lögreglan sé sérstakur óvinur fólksins og reyna að grafa undan henni við hvert tækifæri. Með þessari grein geri ég tilraun til að rétta af kúrsinn í umræðunni svo hún geti orðið vitræn og málefnaleg. Þegar rætt er um valdheimildir lögreglu vegast á mikilvæg sjónarmið, annars vegar að lögregla geti rækt starf sitt svo vel sé í þágu afbrotavarna og upplýsa um brot og hins vegar mikilvæg réttindi hvers manns til friðhelgi einkalífs. Ýmsar takmarkanir eru á friðhelgi einkalífs okkar sem réttlættar eru með vísan til almannahagsmuna, t.d umferðareftirlit þar sem menn eru jafnvel stöðvaðir og látnir blása í eitthvert tæki án þess að grunur um brot liggi fyrir. Það er alltaf hárfín lína milli valdheimilda stjórnvalda og réttinda okkar til friðhelgi einkalífs og mikilvægt að við göngum ekki á þau réttindi einstaklinga nema ríkir hagsmunir krefjist þess. Svo getum við alltaf deilt um hvað eru ríkir og mikilvægir almannahagsmunir og það er rökræðan sem við þurfum að taka í þessu máli og hversu langt megi ganga. Skipulögð brotastarfsemi og brot gegn öryggi ríkisins (hryðjuverk) voru lengi vel fjarlæg íslenskum veruleika, kannski vegna smæðar samfélagsins. Hjá fjölmennari þjóðum hefur verið viðvarandi glíma við þessu brot áratugum saman, sem eru talin veruleg ógn við samfélagið. Því hafa þessar þjóðir sett á laggirnar sérstaka öryggislögreglu eða leyniþjónustur sem hafa víðtækari heimildir sem ganga gegn friðhelgi einkalífs og er það réttlætt með því að afleiðingar þessara brota séu svo miklar og alvarlegar fyrir samfélagið. Nú er hins vegar svo komið að skipuleg brotastarfsemi og hryðjuverkaógn eru ekki svo fjarlæg okkar litla landi eins og erlend stjórnvöld og lögregluyfirvöld hafa bent okkur á um margra ára skeið. Vatnið rennur alltaf þangað sem leiðin er greiðust og eru engin ný sannindi í því. Í ljósi þessa veruleika hyggst dómsmálaráðherra, sem ber ábyrgð á öryggi borgaranna og öryggi ríkisins, leggja fram frumvarp um breytingu á lögreglulögum og lögum um meðferð sakamála til að auka heimildir lögreglu til aðgerða og upplýsingaöflunar í þágu afbrotavarna þegar kemur að skipulagðri brotastarfsemi og ógn við öryggi ríkisins(hryðjuverkaógn). Þessir brotaflokkar tengjast mjög innbyrðis auk þess sem skipulögð brotastarfsemi er mikil ógn við öryggi ríkisins og stofnana þess, velferð og öryggi borgaranna og viðskiptalífs. Skipulögð brotastarfsemi er alþjóðleg og virðir hvorki landamæri né lögsagnaumdæmi. Stofnanauppbygging og lagaheimildir lögreglu hér á landi á sviði afbrotavarna eru mun takmarkaðri samanborið við nágrannaríki og önnur vestræn lýðræðisríki. Það takmarkar mjög getu íslensku lögreglunnar til að efla og viðhalda alþjóðlegu samstarfi á þessum tilteknu sviðum. Af umræðunni mætti ætla að dómsmálaráðherra hyggist leggja til víðtækar heimildir lögreglu til að afla upplýsinga og hafa eftirlit með hverjum sem er eftir eigin geðþótta. Það er mikill misskilningur eða ásetningur til að afvegaleiða umræðuna. Þær valdheimildir sem ráðherra hyggst leggja til ganga ekki lengra en gengur og gerist í Norðurlöndunum og raunar skemur en víðast hvar tíðkast í vestrænum lýðræðisríkjum. Þessi ríki verða seint kölluð lögregluríki nema í huga stjórnmálamanna sem eru í litlum tengslum við raunveruleikann. Það er ekki sérstakt ákall í þessum löndum að þessar heimildir verði afnumdar eða takmarkaðar. Heimild lögreglu til að afla upplýsinga og viðhafa eftirlit með einstaklingi verður ávallt bundið við að viðkomandi hafi einhver tengsl við þessi brot, t.d. vegna ábendinga frá erlendum yfirvöldum. Í núverandi lagaumhverfi þarf að vera til staðar rökstuddur grunur um að viðkomandi hafi framið tiltekið brot hér á landi. Ráðherra er meðvitaður um að með auknum heimildum lögreglu verður að fylgja aukin ábyrgð og eftirlit með störfum lögreglu. Valdheimildir eru nefnilega vandmeðfarnar. Þegar frumvarpið hefur verið lagt fyrir þingið standa þingmenn frammi fyrir því, eins og svo oft áður, að meta hvort gengið er of langt á friðhelgi einkalífsins með hliðsjón af þeim almannahagsmunum sem undir eru. Jafnframt hvort eftirlit sem störfum lögreglu sé nægilegt til að tryggja að ekki sé gengið lengra en lögin heimila. Þá er bara að vona að sú umræða verði málefnaleg en einkennist ekki af upphrópunum. Höfundur er aðstoðarmaður innanríkisráðherra og fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur skapast um fyrirhugað frumvarp dómsmálaraðherra um auknar heimildir lögreglu til afbrotavarna þegar mál tengjast hryðjuverkaógn eða skipulagðri brotastarfsemi. Þá umræðu skortir alla yfirvegun, sem er regla frekar en undantekning hér á landi, og öllu grautað saman, skyldu og óskyldu. Meira að segja sumir löglærðir geta ekki haldið þræði í umræðunni og sérstaklega ekki þeir sem halda að lögreglan sé sérstakur óvinur fólksins og reyna að grafa undan henni við hvert tækifæri. Með þessari grein geri ég tilraun til að rétta af kúrsinn í umræðunni svo hún geti orðið vitræn og málefnaleg. Þegar rætt er um valdheimildir lögreglu vegast á mikilvæg sjónarmið, annars vegar að lögregla geti rækt starf sitt svo vel sé í þágu afbrotavarna og upplýsa um brot og hins vegar mikilvæg réttindi hvers manns til friðhelgi einkalífs. Ýmsar takmarkanir eru á friðhelgi einkalífs okkar sem réttlættar eru með vísan til almannahagsmuna, t.d umferðareftirlit þar sem menn eru jafnvel stöðvaðir og látnir blása í eitthvert tæki án þess að grunur um brot liggi fyrir. Það er alltaf hárfín lína milli valdheimilda stjórnvalda og réttinda okkar til friðhelgi einkalífs og mikilvægt að við göngum ekki á þau réttindi einstaklinga nema ríkir hagsmunir krefjist þess. Svo getum við alltaf deilt um hvað eru ríkir og mikilvægir almannahagsmunir og það er rökræðan sem við þurfum að taka í þessu máli og hversu langt megi ganga. Skipulögð brotastarfsemi og brot gegn öryggi ríkisins (hryðjuverk) voru lengi vel fjarlæg íslenskum veruleika, kannski vegna smæðar samfélagsins. Hjá fjölmennari þjóðum hefur verið viðvarandi glíma við þessu brot áratugum saman, sem eru talin veruleg ógn við samfélagið. Því hafa þessar þjóðir sett á laggirnar sérstaka öryggislögreglu eða leyniþjónustur sem hafa víðtækari heimildir sem ganga gegn friðhelgi einkalífs og er það réttlætt með því að afleiðingar þessara brota séu svo miklar og alvarlegar fyrir samfélagið. Nú er hins vegar svo komið að skipuleg brotastarfsemi og hryðjuverkaógn eru ekki svo fjarlæg okkar litla landi eins og erlend stjórnvöld og lögregluyfirvöld hafa bent okkur á um margra ára skeið. Vatnið rennur alltaf þangað sem leiðin er greiðust og eru engin ný sannindi í því. Í ljósi þessa veruleika hyggst dómsmálaráðherra, sem ber ábyrgð á öryggi borgaranna og öryggi ríkisins, leggja fram frumvarp um breytingu á lögreglulögum og lögum um meðferð sakamála til að auka heimildir lögreglu til aðgerða og upplýsingaöflunar í þágu afbrotavarna þegar kemur að skipulagðri brotastarfsemi og ógn við öryggi ríkisins(hryðjuverkaógn). Þessir brotaflokkar tengjast mjög innbyrðis auk þess sem skipulögð brotastarfsemi er mikil ógn við öryggi ríkisins og stofnana þess, velferð og öryggi borgaranna og viðskiptalífs. Skipulögð brotastarfsemi er alþjóðleg og virðir hvorki landamæri né lögsagnaumdæmi. Stofnanauppbygging og lagaheimildir lögreglu hér á landi á sviði afbrotavarna eru mun takmarkaðri samanborið við nágrannaríki og önnur vestræn lýðræðisríki. Það takmarkar mjög getu íslensku lögreglunnar til að efla og viðhalda alþjóðlegu samstarfi á þessum tilteknu sviðum. Af umræðunni mætti ætla að dómsmálaráðherra hyggist leggja til víðtækar heimildir lögreglu til að afla upplýsinga og hafa eftirlit með hverjum sem er eftir eigin geðþótta. Það er mikill misskilningur eða ásetningur til að afvegaleiða umræðuna. Þær valdheimildir sem ráðherra hyggst leggja til ganga ekki lengra en gengur og gerist í Norðurlöndunum og raunar skemur en víðast hvar tíðkast í vestrænum lýðræðisríkjum. Þessi ríki verða seint kölluð lögregluríki nema í huga stjórnmálamanna sem eru í litlum tengslum við raunveruleikann. Það er ekki sérstakt ákall í þessum löndum að þessar heimildir verði afnumdar eða takmarkaðar. Heimild lögreglu til að afla upplýsinga og viðhafa eftirlit með einstaklingi verður ávallt bundið við að viðkomandi hafi einhver tengsl við þessi brot, t.d. vegna ábendinga frá erlendum yfirvöldum. Í núverandi lagaumhverfi þarf að vera til staðar rökstuddur grunur um að viðkomandi hafi framið tiltekið brot hér á landi. Ráðherra er meðvitaður um að með auknum heimildum lögreglu verður að fylgja aukin ábyrgð og eftirlit með störfum lögreglu. Valdheimildir eru nefnilega vandmeðfarnar. Þegar frumvarpið hefur verið lagt fyrir þingið standa þingmenn frammi fyrir því, eins og svo oft áður, að meta hvort gengið er of langt á friðhelgi einkalífsins með hliðsjón af þeim almannahagsmunum sem undir eru. Jafnframt hvort eftirlit sem störfum lögreglu sé nægilegt til að tryggja að ekki sé gengið lengra en lögin heimila. Þá er bara að vona að sú umræða verði málefnaleg en einkennist ekki af upphrópunum. Höfundur er aðstoðarmaður innanríkisráðherra og fyrrverandi þingmaður.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun