Nýtt björgunarskip styttir viðbragðshraða um helming Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. september 2022 13:07 Örn segir að viðbragðstími björgunarsveita batni til muna með tilkomu nýrra skipa. Vísir/Vilhelm Nýtt björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar kom til hafnar í Reykjavík í morgun. Um er að ræða fyrsta skipið af þremur sem Landsbjörg hefur fest kaup á en með komu þeirra styttist viðbragðstími björgunarsveita á sjó um helming. Skipið er það fyrsta af þremur sem Landsbjörg hefur fest kaup á en þau eru smíðuð í Finnlandi. Landsbjörg stefnir á að endurnýja öll þrettán björgunarskip sín en þau eru mikil búbót fyrir bæði björgunarsveitir og landsmenn. Þetta fyrsta verður sent til Vestmannaeyja og afhent næstkomandi laugardag. „Þörfin er rosalega brýn, við eigum fullt af björgunarskipum um allt land og þrettán stór björgunarskip sem við gerum út og þau eru gömul. Skipið í Vestmannaeyjum er smíðað 1993 og það er löngu kominn tími til að komast í nútímann. Í siglingatækjum, í búnaði, í hitamyndavélum og ýmsu öðru. Svo þörfin er mikil,“ segir Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörguna hjá Landsbjörgu. Sjóvá styrkti björgunarsveitirnar um rúmar 140 milljónir til skipakaupanna.Vísir/Vilhelm Von er á öðru björgunarskipi í byrjun næsta árs og því þriðja um mitt árið. Upprunalega stóð til að annað skipið kæmi fyrir áramót en vegna íhlutaskorts vegna stríðsins í Evrópu seinkar afhendingu skipsins. „Við eigum von á tveimur til viðbótar í þessum fasa. Við ætlum að endurnýja öll þrettán á næstu tíu árunum en til þess þurfum við stuðning. Það er búið að styðja okkur ríflega í þessu fyrstu þrjú sem við klárum núna á þessu ári og næsta en svo þurfum við að halda áfram,“ segir Örn. Hvert nýju skipanna kostar 285 milljónir króna og hefur Landsbjörg safnað í nýsmíðasjóð í nokkurn tíma til að fjármagna verkefnið. Það bætti þó úr skák þegar félagið tryggði helmings fjármögnun smíðanna frá ríkinu og þegar Sjóvá lagði hönd á plóg, með ríflega 142 milljóna króna styrk. „Þetta er náttúrulega gríðarlega þarft verkefni og við erum afskaplega stolt af því að geta tekið þátt í þessu með Landsbjörgu og tryggja þannig öryggi sjófarenda um allt land,“ sagði Sigríður Vala Halldórsdóttir fjármálastjóri hjá Sjóvá. Björgunarsveitir Sjóvá Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Skipið er það fyrsta af þremur sem Landsbjörg hefur fest kaup á en þau eru smíðuð í Finnlandi. Landsbjörg stefnir á að endurnýja öll þrettán björgunarskip sín en þau eru mikil búbót fyrir bæði björgunarsveitir og landsmenn. Þetta fyrsta verður sent til Vestmannaeyja og afhent næstkomandi laugardag. „Þörfin er rosalega brýn, við eigum fullt af björgunarskipum um allt land og þrettán stór björgunarskip sem við gerum út og þau eru gömul. Skipið í Vestmannaeyjum er smíðað 1993 og það er löngu kominn tími til að komast í nútímann. Í siglingatækjum, í búnaði, í hitamyndavélum og ýmsu öðru. Svo þörfin er mikil,“ segir Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörguna hjá Landsbjörgu. Sjóvá styrkti björgunarsveitirnar um rúmar 140 milljónir til skipakaupanna.Vísir/Vilhelm Von er á öðru björgunarskipi í byrjun næsta árs og því þriðja um mitt árið. Upprunalega stóð til að annað skipið kæmi fyrir áramót en vegna íhlutaskorts vegna stríðsins í Evrópu seinkar afhendingu skipsins. „Við eigum von á tveimur til viðbótar í þessum fasa. Við ætlum að endurnýja öll þrettán á næstu tíu árunum en til þess þurfum við stuðning. Það er búið að styðja okkur ríflega í þessu fyrstu þrjú sem við klárum núna á þessu ári og næsta en svo þurfum við að halda áfram,“ segir Örn. Hvert nýju skipanna kostar 285 milljónir króna og hefur Landsbjörg safnað í nýsmíðasjóð í nokkurn tíma til að fjármagna verkefnið. Það bætti þó úr skák þegar félagið tryggði helmings fjármögnun smíðanna frá ríkinu og þegar Sjóvá lagði hönd á plóg, með ríflega 142 milljóna króna styrk. „Þetta er náttúrulega gríðarlega þarft verkefni og við erum afskaplega stolt af því að geta tekið þátt í þessu með Landsbjörgu og tryggja þannig öryggi sjófarenda um allt land,“ sagði Sigríður Vala Halldórsdóttir fjármálastjóri hjá Sjóvá.
Björgunarsveitir Sjóvá Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira