„Tel okkur vera á þvílíkri vegferð að ná bestu liðunum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. september 2022 19:00 Davíð Snorri Jónsson, þjálfari U21 árs landsliðsins. Vísir/Diego Davíð Snorri Jónasson, þjálfari íslenska U21 árs landsliðsins í fótbolta, var eðlilega súr og svekktur eftir markalaust jafntefli liðsins gegn Tékkum í dag, en úrslitin þýða að liðið missti af sæti á loka móti EM. Hann segist þó ótrúlega stoltur af sínu liði. „Vá hvað þetta var svekkjandi. Við erum svo drullusvekktir,“ sagði Davíð í samtali við Viaplay að leik loknum. „En leikplanið gekk upp, við löguðum það sem við ætluðum að laga og strákarnir stóðust það að spila á mjög háu leveli undir mikilli pressu. Ég er svo stoltur af þessum gæjum. Þeir eru geggjaðir og það er bara ömurlegt að þurfa að fara heim því ég tel okkur vera á þvílíkri vegferð að ná bestu liðunum.“ „Ég hefði viljað spila við bestu liðin. Við ætluðum að sækja þetta og við ætluðum að græða á þessu og við ætluðum að fara héðan sem sigurvegarar. Þessir strákar verða alltaf sigurvegarar í mínum huga og við megum vera stolt af þeim. Þetta eru efnilegir strákar og við munum græða á þessum leikjum. Þeir munu nýtast okkur þegar þeir eru að spila stóra rullu fyrir Ísland í framtíðinni á lokamóti.“ Íslenska liðið spilaði glimrandi fínan varnarleik í kvöld, en átti í erfiðleikum framan af að skapa sér færi. Þau komu þó í síðari hálfleik og Davíð segist hafa verið pollrólegur í hálfleik. „Við þurftum bara að halda áfram og minna okkur á að einföldu atriðin eru það sem vinna þessa leiki. Færin munu alltaf detta og við þurftum í rauninni bara eitt færi til að halda leiknum áfram og þau komu. Það sem við ætluðum að gera, að færa boltann frá vinstri kanti yfir á hægri, það gerðist vel. Mér fannst við ná meiri ró á boltann inni á seinasta þriðjungi því það er eitt að halda honum, en við viljum fara inn á síðasta þriðjung að halda honum. Við náðum að spila á milli línanna og í varnarleiknum voru allir vakandi. Þetta var bara eins og íslensk frammistaða á að vera, virkilega vel gert hjá þeim.“ „Ég er gríðarlega stoltur af þeim og svo fúll að fá ekki að vera með þennan hóp áfram. En það eru fleiri efnilegir gæjar á leiðinni og þessir strákar eru að fara að stíga upp og spila flotta rullu fyrir Ísland í framtíðinni. Ég er þvílíkt stoltur af þeim og íslenska þjóðin má vera stolt af þeim. Ég er ógeðslega ánægður með þá,“ sagði Davíð að lokum. Fótbolti EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira
„Vá hvað þetta var svekkjandi. Við erum svo drullusvekktir,“ sagði Davíð í samtali við Viaplay að leik loknum. „En leikplanið gekk upp, við löguðum það sem við ætluðum að laga og strákarnir stóðust það að spila á mjög háu leveli undir mikilli pressu. Ég er svo stoltur af þessum gæjum. Þeir eru geggjaðir og það er bara ömurlegt að þurfa að fara heim því ég tel okkur vera á þvílíkri vegferð að ná bestu liðunum.“ „Ég hefði viljað spila við bestu liðin. Við ætluðum að sækja þetta og við ætluðum að græða á þessu og við ætluðum að fara héðan sem sigurvegarar. Þessir strákar verða alltaf sigurvegarar í mínum huga og við megum vera stolt af þeim. Þetta eru efnilegir strákar og við munum græða á þessum leikjum. Þeir munu nýtast okkur þegar þeir eru að spila stóra rullu fyrir Ísland í framtíðinni á lokamóti.“ Íslenska liðið spilaði glimrandi fínan varnarleik í kvöld, en átti í erfiðleikum framan af að skapa sér færi. Þau komu þó í síðari hálfleik og Davíð segist hafa verið pollrólegur í hálfleik. „Við þurftum bara að halda áfram og minna okkur á að einföldu atriðin eru það sem vinna þessa leiki. Færin munu alltaf detta og við þurftum í rauninni bara eitt færi til að halda leiknum áfram og þau komu. Það sem við ætluðum að gera, að færa boltann frá vinstri kanti yfir á hægri, það gerðist vel. Mér fannst við ná meiri ró á boltann inni á seinasta þriðjungi því það er eitt að halda honum, en við viljum fara inn á síðasta þriðjung að halda honum. Við náðum að spila á milli línanna og í varnarleiknum voru allir vakandi. Þetta var bara eins og íslensk frammistaða á að vera, virkilega vel gert hjá þeim.“ „Ég er gríðarlega stoltur af þeim og svo fúll að fá ekki að vera með þennan hóp áfram. En það eru fleiri efnilegir gæjar á leiðinni og þessir strákar eru að fara að stíga upp og spila flotta rullu fyrir Ísland í framtíðinni. Ég er þvílíkt stoltur af þeim og íslenska þjóðin má vera stolt af þeim. Ég er ógeðslega ánægður með þá,“ sagði Davíð að lokum.
Fótbolti EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira