Teitur og félagar skoruðu sex af fyrstu sjö mörkum leiksins og því var það snemma nokkuð ljóst í hvað stefndi. Flensburg náði mest 11 marka forskoti í fyrri hálfleik, en heimamenn klóruðu í bakkann áður en gengið var til búningsherbergja. Staðan 12-21, Flensburg í vil, þegar hálfleiksflautið gall.
Síðari hálfleikur var hálfgert formatriði fyrir gestina frá Þýskalandi og Flensburg vann að lokum öruggan 14 marka sigur, 25-39.
⏹️ Ende in Kwidzyn
— SG Fle-Ha (@SGFleHa) September 27, 2022
Das war ein ganz starkes und souveränes Spiel unserer Jungs. Von Beginn an mit Vollgas und zu keinem Zeitpunkt war der Sieg in Gefahr.
__________#KWISGF 25:39#OhneGrenzen #MoinMoinEurope pic.twitter.com/QdeRTbLsmN
Teitur Örn Einarsson var sem fyrr segir markahæsti maður vallarins með sex mörk, en Jóhan á Plógv Hansen og Emil Jakobsen skourðu einnig sex mörk hvor fyrir Flensburg. Liðin mætast á nýjan leik að viku liðinni í Þýskalandi þar sem Teitur og félagar ættu að klára einvígið nokkuð þægilega.