Íslenskukennsla á vinnutíma – er allra hagur Ragnheiður Jóna Jónsdóttir skrifar 28. september 2022 08:01 Umræðan um erlent vinnuafl og íslenskunám rís hátt um þessar mundir og er það vel, enda er um mikilvægt málefni að ræða sem hefði gjarnan mátt taka meira pláss íslensku samfélagi hingað til. Íslenskunám á vinnustað á vinnutíma er nokkuð sem ég get mælt með fullum fetum, eftir að hafa reynt slíkt fyrirkomulag í Hannesarholti. Þar fengum við reyndan kennara í íslensku sem öðru máli á staðinn reglulega og bauð pólskum starfsmönnum okkar uppá kennslu sem var sérsniðin að þeirra þörfum. Orðaforði kenndur sem hentar vinnustaðnum Einn af kostunum við að vinnuveitandi bjóði uppá íslenskukennslu er að auðvelt er að innleiða orðaforða sem hentar vinnustaðnum og er þá líklegur til að komast í daglega notkun hjá nemendum. Þeir fengu orð yfir það sem þeir kunnu til hlýtar og sýsluðu með alla daga og þjálfun í að fjalla um það á íslensku. Þannig verður námið skilvirkara og líklegra að nemandinn nái skjótum framförum. Starfsmenn sem höfðu reynst vel í starfi en vantaði betri kunnáttu í íslensku gátu því styrkst á heimavelli og farið heim úr vinnunni með íslenskulexíurnar í fersku minni. Hjálpum fólki í þjónustustörfum að læra íslensku Í gegnum tíðina hefur sótt til okkar fjöldi af frambærilegu erlendu fólki sem hefur óskað eftir þjónastarfi í Hannesarholti. Niðurstaðan hefur verið sú að enginn hefur verið ráðinn til að þjóna til borðs í veitingastofum hússins sem ekki getur gert sig skiljanlegan á íslensku, enda eru gestir okkar á öllum aldri og óhugsandi að bjóða þeim aðeins uppá þjónustu á ensku. Reyndar er ég þeirrar skoðunar að það sé ekki boðlegt á Íslandi að starfsmenn í þjónustu geti aðeins þjónað viðskiptavinum séu þeir ávarpaðir á erlendri tungu. Gerum kröfur fyrir hönd íslenskrar tungu Í raun er málið ósköp einfalt og varðar okkur öll sem búum á Íslandi. Hingað til hefur samfélagið verið þannig hugsað að allir hefðu aðgang að samfélagslegum gæðum eins og menntun og þjónustu. Allt slíkt fer fram á íslensku og þeir sem ekki tala málið eru líklegir til að missa af ýmsu sem annars stendur til boða.. Ef við viljum að samfélagið verði áfram í þessum anda er það nauðsynlegt að við hlúum að íslenskunámi þeirra sem hingað flytja og starfa í samfélagi okkar. Ef við viljum að íslenskan lifi þurfum við að gera kröfu um að hún sé notuð í þjónustu á Íslandi og þá verðum við að sjá til þess að þeir sem þeim störfum sinna hafi tækifæri til að læra íslensku. Ég mæli með íslenskukennslu á vinnutíma á kostnað vinnuveitanda. Það er góð fjárfesting sem skilar margfalt til baka. Höfundur er menntunarfræðingur og stofnandi Hannesarholts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Umræðan um erlent vinnuafl og íslenskunám rís hátt um þessar mundir og er það vel, enda er um mikilvægt málefni að ræða sem hefði gjarnan mátt taka meira pláss íslensku samfélagi hingað til. Íslenskunám á vinnustað á vinnutíma er nokkuð sem ég get mælt með fullum fetum, eftir að hafa reynt slíkt fyrirkomulag í Hannesarholti. Þar fengum við reyndan kennara í íslensku sem öðru máli á staðinn reglulega og bauð pólskum starfsmönnum okkar uppá kennslu sem var sérsniðin að þeirra þörfum. Orðaforði kenndur sem hentar vinnustaðnum Einn af kostunum við að vinnuveitandi bjóði uppá íslenskukennslu er að auðvelt er að innleiða orðaforða sem hentar vinnustaðnum og er þá líklegur til að komast í daglega notkun hjá nemendum. Þeir fengu orð yfir það sem þeir kunnu til hlýtar og sýsluðu með alla daga og þjálfun í að fjalla um það á íslensku. Þannig verður námið skilvirkara og líklegra að nemandinn nái skjótum framförum. Starfsmenn sem höfðu reynst vel í starfi en vantaði betri kunnáttu í íslensku gátu því styrkst á heimavelli og farið heim úr vinnunni með íslenskulexíurnar í fersku minni. Hjálpum fólki í þjónustustörfum að læra íslensku Í gegnum tíðina hefur sótt til okkar fjöldi af frambærilegu erlendu fólki sem hefur óskað eftir þjónastarfi í Hannesarholti. Niðurstaðan hefur verið sú að enginn hefur verið ráðinn til að þjóna til borðs í veitingastofum hússins sem ekki getur gert sig skiljanlegan á íslensku, enda eru gestir okkar á öllum aldri og óhugsandi að bjóða þeim aðeins uppá þjónustu á ensku. Reyndar er ég þeirrar skoðunar að það sé ekki boðlegt á Íslandi að starfsmenn í þjónustu geti aðeins þjónað viðskiptavinum séu þeir ávarpaðir á erlendri tungu. Gerum kröfur fyrir hönd íslenskrar tungu Í raun er málið ósköp einfalt og varðar okkur öll sem búum á Íslandi. Hingað til hefur samfélagið verið þannig hugsað að allir hefðu aðgang að samfélagslegum gæðum eins og menntun og þjónustu. Allt slíkt fer fram á íslensku og þeir sem ekki tala málið eru líklegir til að missa af ýmsu sem annars stendur til boða.. Ef við viljum að samfélagið verði áfram í þessum anda er það nauðsynlegt að við hlúum að íslenskunámi þeirra sem hingað flytja og starfa í samfélagi okkar. Ef við viljum að íslenskan lifi þurfum við að gera kröfu um að hún sé notuð í þjónustu á Íslandi og þá verðum við að sjá til þess að þeir sem þeim störfum sinna hafi tækifæri til að læra íslensku. Ég mæli með íslenskukennslu á vinnutíma á kostnað vinnuveitanda. Það er góð fjárfesting sem skilar margfalt til baka. Höfundur er menntunarfræðingur og stofnandi Hannesarholts.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun