Málsókn gegn Facebook fyrir brot á Íslenskum samkeppnislögum Ástþór Magnússon skrifar 27. september 2022 13:31 Bílainnflutningsfyrirtækið islandus.is hefur í tvo áratugi boðið lægri verð á nýjum og nýlegum bílum frá erlendum bílaumboðum. Undanfarin ár hefur Islandus.is auglýst þjónustuna á Facebook eftir að bandaríski netmiðillinn tók flesta landsmenn til sín. Meira að segja Forseti Íslands valdi Facebook til samskipta við þjóðina fram yfir Íslenska bloggmiðla sem margir hverjir berjast í bökkum við erlent stórfyrirtæki sem heldur úti sjóræningja fjölmiðlun á Íslandi. Facebook er einn stærsti skattsvikari Íslands. Á átta árum hafa nær 50 milljarðar í auglýsingatekjum frá Íslenskum fyrirtækjum og stjórnvöldum flætt úr landinu að stórum hluta til Facebook sem heldur úti skúffufyrirtæki á Írlandi og greiðir ekki krónu til Íslensks samfélags, hvorki VSK né aðra skatta. Facebook er með enga starfsmenn á Íslandi þrátt fyrir að vera stærsti fjölmiðill landsins. Íslendingar eru hafðir að fíflum með engri þjónustu á móðurmálinu og tilviljanakenndum fasískum aðgerðum í gegnum hringrás frá erlendum EkkiMáSvara (NoReply) netföngum. Þannig hefur Facebook nú bannað Islandus.is að auglýsa sín góðu tilboð á Mercedes Benz bílum sem í sumum tilfellum geta sparað neytendum milljónir króna. Í síðustu einkaþotuferð sinni til Íslands mengaði Zuckerberg ekki aðeins Íslenska náttúru með CO2 útblæstri frá skattaskjóls olíukaupum sínum, hann er nú einnig að brjóta Íslensk samkeppnislög Nr. 44/2005 og hefur komist upp með það mánuðum saman. Facebook svarar engum fyrirspurnum um málið á málefnalegum nótum, einhver úrkynjuð tölvumenni eða Fésbókadraugur eins og sumir kalla það virðast alfarið stjórna fyrirtækinu. Bréfi lögmanns sem var sent 15 ágúst s.l. til Meta Facebook skúffufyrirtækisins á Írlandi sem sagt er bera ábyrgð á Íslensku starfseminni var ekki svarað. Starfsmenn Dómsmálaráðuneytisins í Reykjavík virðast standa á gati og segjast ekki vita hvernig þeir geti haft samband við Facebook. Nú lætur islandus.is reyna á þá leið að stefna Meta Facebook fyrir dóm á Írlandi. Í gegnum vefsíðu Evrópusambandsins og þarlendra stjórnvalda verður stofnað dómsmál með skaðabótakröfu fyrir hverja þá auglýsingu sem Facebook illmennið hefur lokað fyrir með ólögmætum hætti. Þetta er kannski eina leiðin til að ná einhverju vitrænu sambandi við þetta fáránlega fyrirtæki sem tröllríður hér húsum og blóðmjólkar Íslenskt samfélag. Íslensk stjórnvöld þurfa að grípa til aðgerða og koma lögum yfir sjóræningjastarfsemi Facebook sem með óábyrgri ritstjórnarstefnu ógnar bæði heilbrigðum viðskiptaháttum og lýðræðisumræðu í landinu. Facebook er í dag með ráðandi stöðu á auglýsingamarkaði og í þjóðfélagsumræðu á Íslandi. Þetta er gengið svo langt að samskipti Forseta Íslands, ráðamanna, ráðuneyta og margra Íslenskra stofnana bæði almennar tilkynningar og auglýsingar fara nú að stórum hluta um Facebook ritskoðun í bandaríkjunum. Á augnabliki geta illa uppalin tölvumenni Facebook tekið uppá því að loka fyrir samskiptin og einstaka stofnanir þjóðfélagsins. Þannig hefur t.d. Facebook ritskoðun í dag lokað fyrir fréttaflutning íslensks fjölmiðils frá Úkraníu. Höfundur er stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Bílainnflutningsfyrirtækið islandus.is hefur í tvo áratugi boðið lægri verð á nýjum og nýlegum bílum frá erlendum bílaumboðum. Undanfarin ár hefur Islandus.is auglýst þjónustuna á Facebook eftir að bandaríski netmiðillinn tók flesta landsmenn til sín. Meira að segja Forseti Íslands valdi Facebook til samskipta við þjóðina fram yfir Íslenska bloggmiðla sem margir hverjir berjast í bökkum við erlent stórfyrirtæki sem heldur úti sjóræningja fjölmiðlun á Íslandi. Facebook er einn stærsti skattsvikari Íslands. Á átta árum hafa nær 50 milljarðar í auglýsingatekjum frá Íslenskum fyrirtækjum og stjórnvöldum flætt úr landinu að stórum hluta til Facebook sem heldur úti skúffufyrirtæki á Írlandi og greiðir ekki krónu til Íslensks samfélags, hvorki VSK né aðra skatta. Facebook er með enga starfsmenn á Íslandi þrátt fyrir að vera stærsti fjölmiðill landsins. Íslendingar eru hafðir að fíflum með engri þjónustu á móðurmálinu og tilviljanakenndum fasískum aðgerðum í gegnum hringrás frá erlendum EkkiMáSvara (NoReply) netföngum. Þannig hefur Facebook nú bannað Islandus.is að auglýsa sín góðu tilboð á Mercedes Benz bílum sem í sumum tilfellum geta sparað neytendum milljónir króna. Í síðustu einkaþotuferð sinni til Íslands mengaði Zuckerberg ekki aðeins Íslenska náttúru með CO2 útblæstri frá skattaskjóls olíukaupum sínum, hann er nú einnig að brjóta Íslensk samkeppnislög Nr. 44/2005 og hefur komist upp með það mánuðum saman. Facebook svarar engum fyrirspurnum um málið á málefnalegum nótum, einhver úrkynjuð tölvumenni eða Fésbókadraugur eins og sumir kalla það virðast alfarið stjórna fyrirtækinu. Bréfi lögmanns sem var sent 15 ágúst s.l. til Meta Facebook skúffufyrirtækisins á Írlandi sem sagt er bera ábyrgð á Íslensku starfseminni var ekki svarað. Starfsmenn Dómsmálaráðuneytisins í Reykjavík virðast standa á gati og segjast ekki vita hvernig þeir geti haft samband við Facebook. Nú lætur islandus.is reyna á þá leið að stefna Meta Facebook fyrir dóm á Írlandi. Í gegnum vefsíðu Evrópusambandsins og þarlendra stjórnvalda verður stofnað dómsmál með skaðabótakröfu fyrir hverja þá auglýsingu sem Facebook illmennið hefur lokað fyrir með ólögmætum hætti. Þetta er kannski eina leiðin til að ná einhverju vitrænu sambandi við þetta fáránlega fyrirtæki sem tröllríður hér húsum og blóðmjólkar Íslenskt samfélag. Íslensk stjórnvöld þurfa að grípa til aðgerða og koma lögum yfir sjóræningjastarfsemi Facebook sem með óábyrgri ritstjórnarstefnu ógnar bæði heilbrigðum viðskiptaháttum og lýðræðisumræðu í landinu. Facebook er í dag með ráðandi stöðu á auglýsingamarkaði og í þjóðfélagsumræðu á Íslandi. Þetta er gengið svo langt að samskipti Forseta Íslands, ráðamanna, ráðuneyta og margra Íslenskra stofnana bæði almennar tilkynningar og auglýsingar fara nú að stórum hluta um Facebook ritskoðun í bandaríkjunum. Á augnabliki geta illa uppalin tölvumenni Facebook tekið uppá því að loka fyrir samskiptin og einstaka stofnanir þjóðfélagsins. Þannig hefur t.d. Facebook ritskoðun í dag lokað fyrir fréttaflutning íslensks fjölmiðils frá Úkraníu. Höfundur er stofnandi Friðar 2000.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun