Fjarlægðu börn og ungmenni úr gyðinglegum sértrúarsöfnuði Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2022 10:47 Kona í Lev Tahor-söfnuðinum í Kanada. Söfnuðurinn lætur börn allt niður í þriggja ára gömul hylja sig algerlega með kuflum. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Getty/Rick Madonik/Toronto Star Lögregla í Mexíkó fjarlægði börn og ungmenni úr búðum gyðinglegs sértrúarsafnaðar í frumskógi í sunnanverðu landinu á föstudag. Söfnuðurinn er þekktur fyrir barnabrúðkaup og harðar refsingar við jafnvel minnstu brotum. Húsleit var gerð í búðum Lev Tahor-safnaðarins í skógunum norður af Tapachula í Chiapas-ríki á föstudag. Flogið var með börnin og ungmennin til Ísrael þar sem þau eiga ættingja, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þau voru strax skilin frá öðrum safnaðarmeðlimum af ótta við að lífa þeirra væru í hættu ef þeir fullorðnu reyndu að koma í veg fyrir að þau yrðu fjarlægð úr búðunum. Aðgerðin fyrir helgi er afsprengi samstarfs mexíkósku lögreglunnar og sjálfboðaliða frá Ísrael, þar á meðal fyrrverandi útsendara ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad. Samstarfið hófst fyrir tveimur árum þegar ættingjar safnaðarmeðlima í Ísrael óskuðu eftir aðstoð. Lev Tahor, sem þýðir hreint hjarta á hebresku, var stofnað í Ísrael árið 1988. Stofnandinn, Shlomo Helbrans, var dæmdur fyrir mannrán í Bandaríkjunum árið 1994. Dómstóll í Ísrael hefur lýst söfnuðinn hættulegan sértrúarsöfnuð. Talið er að um 350 manns séu í söfnuðinum en hann hefur hrökklast frá einu landi til annars vegna rannsókna yfirvalda. Hann er nú með búðir í Ísrael, Bandaríkjunum, Makedóníu, Marokkó, Mexíkó og Gvatemala. Upphaflega settist hópurinn að í Gvatemala árið 2014 en hluti hans fór ólöglega yfir landamærin til Mexíkó og kom sér fyrir þar í janúar. Leiðtogar safnaðarins í Gvatemala voru handteknir og ákærðir vegna mannránsmál árið 2018. Lét söfnuðurinn ræna tveimur börnum frá móður sinni sem flúði með þau frá söfnuðinum. Börnin fundust þremur vikum síðar í Mexíkó. Trúmál Mexíkó Ísrael Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Húsleit var gerð í búðum Lev Tahor-safnaðarins í skógunum norður af Tapachula í Chiapas-ríki á föstudag. Flogið var með börnin og ungmennin til Ísrael þar sem þau eiga ættingja, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þau voru strax skilin frá öðrum safnaðarmeðlimum af ótta við að lífa þeirra væru í hættu ef þeir fullorðnu reyndu að koma í veg fyrir að þau yrðu fjarlægð úr búðunum. Aðgerðin fyrir helgi er afsprengi samstarfs mexíkósku lögreglunnar og sjálfboðaliða frá Ísrael, þar á meðal fyrrverandi útsendara ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad. Samstarfið hófst fyrir tveimur árum þegar ættingjar safnaðarmeðlima í Ísrael óskuðu eftir aðstoð. Lev Tahor, sem þýðir hreint hjarta á hebresku, var stofnað í Ísrael árið 1988. Stofnandinn, Shlomo Helbrans, var dæmdur fyrir mannrán í Bandaríkjunum árið 1994. Dómstóll í Ísrael hefur lýst söfnuðinn hættulegan sértrúarsöfnuð. Talið er að um 350 manns séu í söfnuðinum en hann hefur hrökklast frá einu landi til annars vegna rannsókna yfirvalda. Hann er nú með búðir í Ísrael, Bandaríkjunum, Makedóníu, Marokkó, Mexíkó og Gvatemala. Upphaflega settist hópurinn að í Gvatemala árið 2014 en hluti hans fór ólöglega yfir landamærin til Mexíkó og kom sér fyrir þar í janúar. Leiðtogar safnaðarins í Gvatemala voru handteknir og ákærðir vegna mannránsmál árið 2018. Lét söfnuðurinn ræna tveimur börnum frá móður sinni sem flúði með þau frá söfnuðinum. Börnin fundust þremur vikum síðar í Mexíkó.
Trúmál Mexíkó Ísrael Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira