Jarðvarnartilraun talin hafa heppnast Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2022 09:25 Mynd af yfirborði smástirnisins þegar DART nálgaðist óðfluga. Skjáskoti af sjónvarpsútsendingu NASA í gær. AP/ASI/NASA Fyrstu merki benda til þess að tilraun bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA til að breyta stefnu smástirnis hafi heppnast í gær. Það gæti þó tekið nokkra mánuði að staðfesta hversu mikið árekstur geimfars við smástirnið breytti stefnu þess. Dart-geimfarið skall á smástirninu Dímorfos á um 22.500 kílómetra hraða um 11,3 milljón kílómetra frá jörðinni á tólfta tímanum að íslenskum tíma í gærkvöldi. Áreksturinn var fyrsta tilraun manna til þess að breyta braut smástirnis eða nokkurs annars fyrirbæri í geimnum, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við höfum árekstur!“ hrópaði Elena Adams, leiðangursstjóri Dart, upp yfir sig þegar útvarpsmerki frá geimfarinu slokknaði skyndilega sem var afdráttarlaus vísbending um að það hefði skollið á yfirborði smástirnisins. Hún sagði fréttamönnum síðar að svo virtist sem að tilraunin hefði gengið að óskum. Jarðarbúar gætu nú sofið værar. IMPACT SUCCESS! Watch from #DARTMIssion s DRACO Camera, as the vending machine-sized spacecraft successfully collides with asteroid Dimorphos, which is the size of a football stadium and poses no threat to Earth. pic.twitter.com/7bXipPkjWD— NASA (@NASA) September 26, 2022 Forðast örlög risaeðlanna Með Dart-leiðangrinum freista vísindamenn þess að læra hvernig þeir geta hnikað til sporbraut smástirna sem gætu ógnað mannkyninu og forðað því frá sömu örlögum og risaeðlurnar hlutu. „Risaeðlurnar voru ekki með geimáætlun til að hjálpa þeim að vita hvað var í vændum en það erum við,“ sagði Katherine Calvin, aðalloftslagsráðgjafi NASA, um leiðangurinn. Dímorfos er um 160 metrar að þvermáli, á stærð við Grábrók í Borgarfirði, að því er kemur fram í færslu á Facebook-síðu Stjörnufræðivefsins. Það gengur um stærra smástirni, Dídýmos, sem er um 780 metrar að þvermáli, á stærð við Lómagnúp. Bæði ganga þau á meinlausri braut um sólina. Búist var við að áreksturinn myndaði gíg á yfirborði Dímorfos og að efni úr honum þeyttist út í geim. Engin hætta átti að vera á að áreksturinn splundraði smástirninu. Dart er aðeins um hálft tonn að þyngd en smástirnið um fimm milljón tonn. Vilja hnika til frekar en að sprengja Áreksturinn átti að stytta sporbraut Dímorfosar um Dídýmos um tíu mínútur, aðeins um eitt prósent af umferðartímanum. Þó að breytingin sé lítil getur hún haft mikil áhrif til lengri tíma. Stjörnufræðingar sem einbeita sér að jarðvörnum vilja frekar hnika sporbraut hættulegra hnatta örlítið til með góðum fyrirvara en að sprengja þá í loft upp mynda þannig aragrúa smærri brota sem gæti rignt yfir jörðina. NASA telur að vel innan við helmingur um 25.000 fyrirbæra sem eru 140 metrar að þvermáli eða stærri í grennd við jörðina hafi verið kortlagður. Innan við eitt prósent milljóna smærri smástirna sem gætu valdið miklum usla á jörðinni séu þekkt. Vera Rubin-athuganastöðin sem er nú í smíðum í Síle á að stórauka getu manna til þess að fylgjast með og finna smástirni. Bandaríkin Geimurinn Tengdar fréttir Ristastór viðburður innan vísindasamfélagsins Í kvöld fer fram risastór viðburður innan stjörnufræðisamfélagsins þegar NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna, gerir tilraun til að færa smástirni. Það verður gert með því að brotlenda geimfarinu DART á smástirninu og allt fer þetta fram í beinni útsendingu. 26. september 2022 21:44 Brotlentu geimfarinu í beinni útsendingu Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður brotlent á smástirni í kvöld. Tilgangurinn er að athuga hvort stefna smástirnisins breytist við áreksturinn og kanna þannig hvort hægt sé að breyta stefnu smástirnis, ef slíkt kynni að stefna að jörðinni. 26. september 2022 18:32 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Dart-geimfarið skall á smástirninu Dímorfos á um 22.500 kílómetra hraða um 11,3 milljón kílómetra frá jörðinni á tólfta tímanum að íslenskum tíma í gærkvöldi. Áreksturinn var fyrsta tilraun manna til þess að breyta braut smástirnis eða nokkurs annars fyrirbæri í geimnum, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við höfum árekstur!“ hrópaði Elena Adams, leiðangursstjóri Dart, upp yfir sig þegar útvarpsmerki frá geimfarinu slokknaði skyndilega sem var afdráttarlaus vísbending um að það hefði skollið á yfirborði smástirnisins. Hún sagði fréttamönnum síðar að svo virtist sem að tilraunin hefði gengið að óskum. Jarðarbúar gætu nú sofið værar. IMPACT SUCCESS! Watch from #DARTMIssion s DRACO Camera, as the vending machine-sized spacecraft successfully collides with asteroid Dimorphos, which is the size of a football stadium and poses no threat to Earth. pic.twitter.com/7bXipPkjWD— NASA (@NASA) September 26, 2022 Forðast örlög risaeðlanna Með Dart-leiðangrinum freista vísindamenn þess að læra hvernig þeir geta hnikað til sporbraut smástirna sem gætu ógnað mannkyninu og forðað því frá sömu örlögum og risaeðlurnar hlutu. „Risaeðlurnar voru ekki með geimáætlun til að hjálpa þeim að vita hvað var í vændum en það erum við,“ sagði Katherine Calvin, aðalloftslagsráðgjafi NASA, um leiðangurinn. Dímorfos er um 160 metrar að þvermáli, á stærð við Grábrók í Borgarfirði, að því er kemur fram í færslu á Facebook-síðu Stjörnufræðivefsins. Það gengur um stærra smástirni, Dídýmos, sem er um 780 metrar að þvermáli, á stærð við Lómagnúp. Bæði ganga þau á meinlausri braut um sólina. Búist var við að áreksturinn myndaði gíg á yfirborði Dímorfos og að efni úr honum þeyttist út í geim. Engin hætta átti að vera á að áreksturinn splundraði smástirninu. Dart er aðeins um hálft tonn að þyngd en smástirnið um fimm milljón tonn. Vilja hnika til frekar en að sprengja Áreksturinn átti að stytta sporbraut Dímorfosar um Dídýmos um tíu mínútur, aðeins um eitt prósent af umferðartímanum. Þó að breytingin sé lítil getur hún haft mikil áhrif til lengri tíma. Stjörnufræðingar sem einbeita sér að jarðvörnum vilja frekar hnika sporbraut hættulegra hnatta örlítið til með góðum fyrirvara en að sprengja þá í loft upp mynda þannig aragrúa smærri brota sem gæti rignt yfir jörðina. NASA telur að vel innan við helmingur um 25.000 fyrirbæra sem eru 140 metrar að þvermáli eða stærri í grennd við jörðina hafi verið kortlagður. Innan við eitt prósent milljóna smærri smástirna sem gætu valdið miklum usla á jörðinni séu þekkt. Vera Rubin-athuganastöðin sem er nú í smíðum í Síle á að stórauka getu manna til þess að fylgjast með og finna smástirni.
Bandaríkin Geimurinn Tengdar fréttir Ristastór viðburður innan vísindasamfélagsins Í kvöld fer fram risastór viðburður innan stjörnufræðisamfélagsins þegar NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna, gerir tilraun til að færa smástirni. Það verður gert með því að brotlenda geimfarinu DART á smástirninu og allt fer þetta fram í beinni útsendingu. 26. september 2022 21:44 Brotlentu geimfarinu í beinni útsendingu Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður brotlent á smástirni í kvöld. Tilgangurinn er að athuga hvort stefna smástirnisins breytist við áreksturinn og kanna þannig hvort hægt sé að breyta stefnu smástirnis, ef slíkt kynni að stefna að jörðinni. 26. september 2022 18:32 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Ristastór viðburður innan vísindasamfélagsins Í kvöld fer fram risastór viðburður innan stjörnufræðisamfélagsins þegar NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna, gerir tilraun til að færa smástirni. Það verður gert með því að brotlenda geimfarinu DART á smástirninu og allt fer þetta fram í beinni útsendingu. 26. september 2022 21:44
Brotlentu geimfarinu í beinni útsendingu Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður brotlent á smástirni í kvöld. Tilgangurinn er að athuga hvort stefna smástirnisins breytist við áreksturinn og kanna þannig hvort hægt sé að breyta stefnu smástirnis, ef slíkt kynni að stefna að jörðinni. 26. september 2022 18:32