Segir markmenn lata og vill franskan rennilás á takkaskó Valur Páll Eiríksson skrifar 27. september 2022 12:31 Jón Gnarr lét sig hafa það að horfa á landsleik Englands og Þýskalands í gær. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur, grínisti og leikari með meiru, fór mikinn á samfélagsmiðlinum Twitter í gær á meðan hann horfði á leik Englands og Þýskalands í Þjóðadeild Evrópu. Hann segist hafa neyðst til að horfa á leikinn hvar hann sat fastur á hótelherbergi í Þýskalandi. „[S]it hér á hótelherbergi í þýskalandi og hef ekkert að horfa á nema þennan leik. skil hvorki leikinn né þýsku. heyrði þulinn segja “Japan” áðan en skil ekki samhengið. en held auðvitað með Þýskalandi,“ sagði Jón meðal annars á Twitter í gærkvöld. Hann sagði þá að bæði lið þyrftu að bæta sína spilamennsku á meðan fyrri hálfleiknum stóð en hann var markalaus. Englendingar verða að laga sendingar, þurfa að vera lengri og hnitmiðaðri. Þjóðverjar alltof stífir í vörninni, vantar meira flæði og of mikið einspil í sóknum. heilt yfir ágætur bolti en mætti samt vera meira samba en minni polki #boltaspjall— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) September 26, 2022 „[Þ]að er ekki nóg að hreinsa bara frá markinu og sparka boltanum eitthvað. nota svona tækifæri í öfluga sókn, ekki bara éta og bryðja róandi lyf. og svo verður einhver að fara að kenna markmönnum að gefa sendingar. öll orðin þreytt á þessum löngu sendingum þeirra bara eitthvað,“ sagði Jón enn fremur en lét það ekki duga um markverðina. „Getur nú varla verið erfitt starf að vera markmaður, hanga á sama stað einsog aumingi og horfa á aðra sprengja sig á hlaupum. hoppa smá og henda sér jörðina nokkrum sinnum. eru meira að segja með e-a asnalega hanska á höndunum og eru örugglega að berjast fyrir að fá hjálma. rugl!“ sagði Jón og ljóst að þeir Nick Pope og Marc-Andre Ter Stegen hafa ekki heillað hann mikið. Franskan rennilás á takkaskóna Jóni leiddist þá að horfa á leikmenn að reima skóþveng sinn. Það væri bæði alltof tímafrekt og skapaði að auki slysahættu. Franskur rennilás myndi leysa vandamálið. þegar ég horfi á leiki þá leiðist mér alltaf að horfa uppá leikmenn reima skóna sína. fer alltof mikill tími í þetta og skapar líka slysahættu. hvað hafa margir dottið um hálfvita sem er að reima ? get real!! pic.twitter.com/jYfeRWv3y9— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) September 26, 2022 Jón studdi Þjóðverja í leiknum, líkt og fram kemur að ofan, en fékk þó ekki að sjá þá fagna sigri. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust þeir þýsku 2-0 yfir með mörkum frá Ilkay Gundogan og Kai Havertz, sem báðir leika á Englandi. Átta mínútum eftir mark Havertz hafði England jafnað, á 75. mínútu eftir mörk Luke Shaw og Masons Mount. Átta mínútum síðar skoraði Harry Kane þriðja mark Englands af vítapunktinum en Havertz skoraði sitt annað mark á 87. mínútu til að tryggja þeim þýsku stig. England hafnaði í botnsæti riðils liðanna í Þjóðadeildinni, með þrjú stig, og féll niður í B-deild. Þjóðverjar enduðu með sjö stig þar fyrir ofan. Ungvegar komu mörgum á óvart og lentu í öðru sæti með tíu stig en sigur Ítalíu á þeim ungversku í gærkvöld tryggði Evrópumeisturunum toppsætið og sæti í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
„[S]it hér á hótelherbergi í þýskalandi og hef ekkert að horfa á nema þennan leik. skil hvorki leikinn né þýsku. heyrði þulinn segja “Japan” áðan en skil ekki samhengið. en held auðvitað með Þýskalandi,“ sagði Jón meðal annars á Twitter í gærkvöld. Hann sagði þá að bæði lið þyrftu að bæta sína spilamennsku á meðan fyrri hálfleiknum stóð en hann var markalaus. Englendingar verða að laga sendingar, þurfa að vera lengri og hnitmiðaðri. Þjóðverjar alltof stífir í vörninni, vantar meira flæði og of mikið einspil í sóknum. heilt yfir ágætur bolti en mætti samt vera meira samba en minni polki #boltaspjall— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) September 26, 2022 „[Þ]að er ekki nóg að hreinsa bara frá markinu og sparka boltanum eitthvað. nota svona tækifæri í öfluga sókn, ekki bara éta og bryðja róandi lyf. og svo verður einhver að fara að kenna markmönnum að gefa sendingar. öll orðin þreytt á þessum löngu sendingum þeirra bara eitthvað,“ sagði Jón enn fremur en lét það ekki duga um markverðina. „Getur nú varla verið erfitt starf að vera markmaður, hanga á sama stað einsog aumingi og horfa á aðra sprengja sig á hlaupum. hoppa smá og henda sér jörðina nokkrum sinnum. eru meira að segja með e-a asnalega hanska á höndunum og eru örugglega að berjast fyrir að fá hjálma. rugl!“ sagði Jón og ljóst að þeir Nick Pope og Marc-Andre Ter Stegen hafa ekki heillað hann mikið. Franskan rennilás á takkaskóna Jóni leiddist þá að horfa á leikmenn að reima skóþveng sinn. Það væri bæði alltof tímafrekt og skapaði að auki slysahættu. Franskur rennilás myndi leysa vandamálið. þegar ég horfi á leiki þá leiðist mér alltaf að horfa uppá leikmenn reima skóna sína. fer alltof mikill tími í þetta og skapar líka slysahættu. hvað hafa margir dottið um hálfvita sem er að reima ? get real!! pic.twitter.com/jYfeRWv3y9— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) September 26, 2022 Jón studdi Þjóðverja í leiknum, líkt og fram kemur að ofan, en fékk þó ekki að sjá þá fagna sigri. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust þeir þýsku 2-0 yfir með mörkum frá Ilkay Gundogan og Kai Havertz, sem báðir leika á Englandi. Átta mínútum eftir mark Havertz hafði England jafnað, á 75. mínútu eftir mörk Luke Shaw og Masons Mount. Átta mínútum síðar skoraði Harry Kane þriðja mark Englands af vítapunktinum en Havertz skoraði sitt annað mark á 87. mínútu til að tryggja þeim þýsku stig. England hafnaði í botnsæti riðils liðanna í Þjóðadeildinni, með þrjú stig, og féll niður í B-deild. Þjóðverjar enduðu með sjö stig þar fyrir ofan. Ungvegar komu mörgum á óvart og lentu í öðru sæti með tíu stig en sigur Ítalíu á þeim ungversku í gærkvöld tryggði Evrópumeisturunum toppsætið og sæti í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð