Hvetur almenning að líta upp Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. september 2022 22:06 Sævar Helgi Bragason er ritstjóri Stjörnufræðivefsins. Vísir/Baldur Júpíter, stærsta reikistjarna sólkerfisins, hefur ekki verið nær jörðinni í tæp sextíu ár. Hann er ægibjartur og verður áberandi á næturhimninum næstu daga. Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, hvetur almenning til að líta upp. „Hann er búinn að vera það bjartur og áberandi að ég hef fengið margar spurningar um hvað í ósköpunum þetta bjarta á himninum er. En þetta er sem sagt elsku besti gasrisinn okkar, Júpíter, stærsta pláneta sólkerfisins,“ segir Sævar Helgi í samtali við fréttastofu. Því næst hvetur hann blaðamann að líta út um gluggann á skrifstofunni og spyr hvort undirritaður sé með sjónauka við hönd. „Ef að fólk á góðan handsjónauka, svona handkíki, þá er hægt að beina honum að Júpíter og fólk gæti séð svona litla punkta við hlið Júpíters sem raða sér upp nokkurn veginn í línu. Ef fólk sér það þá er það að horfa á tunglin fjögur sem eru í kringum hann - Galíleótunglin fjögur. Þannig að það er hægt að sjá margt með einföldum búnaði og bara njóta fegurðarinnar,“ segir Sævar Helgi. Almenningur þarf þó ekki að örvænta enda verður Júpíter mjög nálægt okkur næstu daga. Í dag er plánetan hins vegar í svokallaðri gagnstöðu, sem merkir að Júpíter, sólin og jörðin raðast í beina línu, og verður gasrisinn því mjög bjartur. Það gerist ekki aftur fyrr en árið 2129. Hvert á fólk að horfa? „Þegar sólin er að setjast þessa dagana þá er hann alltaf að rísa í austri við sólsetur. Svo er hann kominn hátt á loft svona 10 eða 11 og er í suðri um 12. Og svo hverfur hann í morgunbirtuna þegar sólin rís á ný í vestri. Fólk ætti sannarlega að gefa honum gaum, “ segir Sævar Helgi Bragason. Geimurinn Vísindi Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Sjá meira
„Hann er búinn að vera það bjartur og áberandi að ég hef fengið margar spurningar um hvað í ósköpunum þetta bjarta á himninum er. En þetta er sem sagt elsku besti gasrisinn okkar, Júpíter, stærsta pláneta sólkerfisins,“ segir Sævar Helgi í samtali við fréttastofu. Því næst hvetur hann blaðamann að líta út um gluggann á skrifstofunni og spyr hvort undirritaður sé með sjónauka við hönd. „Ef að fólk á góðan handsjónauka, svona handkíki, þá er hægt að beina honum að Júpíter og fólk gæti séð svona litla punkta við hlið Júpíters sem raða sér upp nokkurn veginn í línu. Ef fólk sér það þá er það að horfa á tunglin fjögur sem eru í kringum hann - Galíleótunglin fjögur. Þannig að það er hægt að sjá margt með einföldum búnaði og bara njóta fegurðarinnar,“ segir Sævar Helgi. Almenningur þarf þó ekki að örvænta enda verður Júpíter mjög nálægt okkur næstu daga. Í dag er plánetan hins vegar í svokallaðri gagnstöðu, sem merkir að Júpíter, sólin og jörðin raðast í beina línu, og verður gasrisinn því mjög bjartur. Það gerist ekki aftur fyrr en árið 2129. Hvert á fólk að horfa? „Þegar sólin er að setjast þessa dagana þá er hann alltaf að rísa í austri við sólsetur. Svo er hann kominn hátt á loft svona 10 eða 11 og er í suðri um 12. Og svo hverfur hann í morgunbirtuna þegar sólin rís á ný í vestri. Fólk ætti sannarlega að gefa honum gaum, “ segir Sævar Helgi Bragason.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Sjá meira