Hvetur almenning að líta upp Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. september 2022 22:06 Sævar Helgi Bragason er ritstjóri Stjörnufræðivefsins. Vísir/Baldur Júpíter, stærsta reikistjarna sólkerfisins, hefur ekki verið nær jörðinni í tæp sextíu ár. Hann er ægibjartur og verður áberandi á næturhimninum næstu daga. Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, hvetur almenning til að líta upp. „Hann er búinn að vera það bjartur og áberandi að ég hef fengið margar spurningar um hvað í ósköpunum þetta bjarta á himninum er. En þetta er sem sagt elsku besti gasrisinn okkar, Júpíter, stærsta pláneta sólkerfisins,“ segir Sævar Helgi í samtali við fréttastofu. Því næst hvetur hann blaðamann að líta út um gluggann á skrifstofunni og spyr hvort undirritaður sé með sjónauka við hönd. „Ef að fólk á góðan handsjónauka, svona handkíki, þá er hægt að beina honum að Júpíter og fólk gæti séð svona litla punkta við hlið Júpíters sem raða sér upp nokkurn veginn í línu. Ef fólk sér það þá er það að horfa á tunglin fjögur sem eru í kringum hann - Galíleótunglin fjögur. Þannig að það er hægt að sjá margt með einföldum búnaði og bara njóta fegurðarinnar,“ segir Sævar Helgi. Almenningur þarf þó ekki að örvænta enda verður Júpíter mjög nálægt okkur næstu daga. Í dag er plánetan hins vegar í svokallaðri gagnstöðu, sem merkir að Júpíter, sólin og jörðin raðast í beina línu, og verður gasrisinn því mjög bjartur. Það gerist ekki aftur fyrr en árið 2129. Hvert á fólk að horfa? „Þegar sólin er að setjast þessa dagana þá er hann alltaf að rísa í austri við sólsetur. Svo er hann kominn hátt á loft svona 10 eða 11 og er í suðri um 12. Og svo hverfur hann í morgunbirtuna þegar sólin rís á ný í vestri. Fólk ætti sannarlega að gefa honum gaum, “ segir Sævar Helgi Bragason. Geimurinn Vísindi Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
„Hann er búinn að vera það bjartur og áberandi að ég hef fengið margar spurningar um hvað í ósköpunum þetta bjarta á himninum er. En þetta er sem sagt elsku besti gasrisinn okkar, Júpíter, stærsta pláneta sólkerfisins,“ segir Sævar Helgi í samtali við fréttastofu. Því næst hvetur hann blaðamann að líta út um gluggann á skrifstofunni og spyr hvort undirritaður sé með sjónauka við hönd. „Ef að fólk á góðan handsjónauka, svona handkíki, þá er hægt að beina honum að Júpíter og fólk gæti séð svona litla punkta við hlið Júpíters sem raða sér upp nokkurn veginn í línu. Ef fólk sér það þá er það að horfa á tunglin fjögur sem eru í kringum hann - Galíleótunglin fjögur. Þannig að það er hægt að sjá margt með einföldum búnaði og bara njóta fegurðarinnar,“ segir Sævar Helgi. Almenningur þarf þó ekki að örvænta enda verður Júpíter mjög nálægt okkur næstu daga. Í dag er plánetan hins vegar í svokallaðri gagnstöðu, sem merkir að Júpíter, sólin og jörðin raðast í beina línu, og verður gasrisinn því mjög bjartur. Það gerist ekki aftur fyrr en árið 2129. Hvert á fólk að horfa? „Þegar sólin er að setjast þessa dagana þá er hann alltaf að rísa í austri við sólsetur. Svo er hann kominn hátt á loft svona 10 eða 11 og er í suðri um 12. Og svo hverfur hann í morgunbirtuna þegar sólin rís á ný í vestri. Fólk ætti sannarlega að gefa honum gaum, “ segir Sævar Helgi Bragason.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira