Talaði við rétta fólkið og sagði réttu hlutina Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. september 2022 21:18 Giorgia Meloni, líklegasti verðandi forsætisráðherra Ítalíu. Getty/Franco Origlia Ítalir vildu breytingar og Giorgia Meloni varð niðurstaðan. Þetta segir ítalskur doktorsnemi sem hefur ekki þungar áhyggjur af uppgangi þjóðernispopúlisma í heimalandi sínu. Sameinuð Ítalía, fyrir alla Ítali, sagði Meloni þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína í gærkvöldi. En mörgum þykir Meloni frekar táknmynd sundrungar. Hún lýsti sig fyrr á árinu „andstæðing hinsegin-áróðurs“ og stuðningsmann hinnar „náttúrulegu fjölskyldu“, þ.e. hins hefðbundna fjölskyldumynsturs með móður og föður. Hún vill stöðva straum flóttamanna til Ítalíu og vakti reiði í heimalandinu þegar hún lofaði einræðisherrann Benito Mussolini. Þá hóf hún stjórnmálaferilinn í ungliðahreyfingu nýfasista. Því hefur verið fleygt að vegferð hennar í pólitík sé í grunninn hefndarför gegn vinstri sinnuðum föður hennar, sem yfirgaf hana í frumbernsku. Roberto Luigi Pagani, doktorsnemi við Háskóla Íslands og staddur hjá fjölskyldu sinni á Ítalíu, segist ósammála Meloni um flest. En hann virði hana fyrir að hafa sigrast á fátækt og erfiðum uppvexti. „Hún kemur fyrir sem mjög svona einföld kona sem talar einfalt og margir til vinstri hafa gagnrýnt þetta og gert grín að henni sem er hræðilegt,“ segir Roberto. „Hún fór að tala við fjölskyldur, við ungt fólk, við eldra fólk og þetta er meirihluti af fólki sem kýs á Ítalíu. En vinstri flokkarnir voru að tala sérstaklega held ég við minnihluta. Það er margt fólk sem er mjög reitt, það hefur verið rosa erfitt eftir tvö ár með Covid og allt þetta og ég held að hún hafi sagt í rauninni rétta hluti.“ Hann hafi ekki þungar áhyggjur af þessum uppgangi þjóðernispopúlisma á Ítalíu. „Það er búið að fara hægri og vinstri á Ítalíu síðusutu sextiu ár og ekki mikið búið að breytast i rauninni. Sama hvað. Þannig að flestir á Ítalíu eru ekki sérstaklega áhyggjufullir, þeir eru bara búnir að kjósa eitthvað nýtt, prófa eitthvað nýtt. Það er hægri ríkisstjórn núna en heimurinn er ekki að fara að enda held ég,“ segir Roberto. Ítalía Kosningar á Ítalíu Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Sjá meira
Sameinuð Ítalía, fyrir alla Ítali, sagði Meloni þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína í gærkvöldi. En mörgum þykir Meloni frekar táknmynd sundrungar. Hún lýsti sig fyrr á árinu „andstæðing hinsegin-áróðurs“ og stuðningsmann hinnar „náttúrulegu fjölskyldu“, þ.e. hins hefðbundna fjölskyldumynsturs með móður og föður. Hún vill stöðva straum flóttamanna til Ítalíu og vakti reiði í heimalandinu þegar hún lofaði einræðisherrann Benito Mussolini. Þá hóf hún stjórnmálaferilinn í ungliðahreyfingu nýfasista. Því hefur verið fleygt að vegferð hennar í pólitík sé í grunninn hefndarför gegn vinstri sinnuðum föður hennar, sem yfirgaf hana í frumbernsku. Roberto Luigi Pagani, doktorsnemi við Háskóla Íslands og staddur hjá fjölskyldu sinni á Ítalíu, segist ósammála Meloni um flest. En hann virði hana fyrir að hafa sigrast á fátækt og erfiðum uppvexti. „Hún kemur fyrir sem mjög svona einföld kona sem talar einfalt og margir til vinstri hafa gagnrýnt þetta og gert grín að henni sem er hræðilegt,“ segir Roberto. „Hún fór að tala við fjölskyldur, við ungt fólk, við eldra fólk og þetta er meirihluti af fólki sem kýs á Ítalíu. En vinstri flokkarnir voru að tala sérstaklega held ég við minnihluta. Það er margt fólk sem er mjög reitt, það hefur verið rosa erfitt eftir tvö ár með Covid og allt þetta og ég held að hún hafi sagt í rauninni rétta hluti.“ Hann hafi ekki þungar áhyggjur af þessum uppgangi þjóðernispopúlisma á Ítalíu. „Það er búið að fara hægri og vinstri á Ítalíu síðusutu sextiu ár og ekki mikið búið að breytast i rauninni. Sama hvað. Þannig að flestir á Ítalíu eru ekki sérstaklega áhyggjufullir, þeir eru bara búnir að kjósa eitthvað nýtt, prófa eitthvað nýtt. Það er hægri ríkisstjórn núna en heimurinn er ekki að fara að enda held ég,“ segir Roberto.
Ítalía Kosningar á Ítalíu Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Sjá meira