Snowden sótti um ríkisborgararéttinn fyrir tveimur árum síðan en hinn 39 ára gamli Bandaríkjamaður gerði garðinn frægan þegar hann lak gögnum um starfsemi leyniþjónustu Bandaríkjanna árið 2013. Guardian greinir frá.
Talsmaður stjórnvalda í Moskvu segir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi ekki mælt sér mót við Snowden. Það væri ekki á dagskrá, samkvæmt rússneska fjölmiðlinum TASS.
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa í áraraðir reynt að fá Snowden afhentan til Bandaríkjanna til þess að hægt sé að rétta yfir honum vegna ákæra um njósnir frá árinu 2013. Snowden flúði Bandaríkin í kjölfar lekans og var gefið hæli í Rússlandi og hefur verið búsettur þar allar götur síðan.
Snowden lak leynilegum gögnum árið 2013 til fjölmiðla sem sýndu að leyniþjónusta Bandaríkjanna, NSA, hefði haldið úti umfangsmiklu eftirliti bæði innanlands og erlendis.