Heimir hefði ekki valið Messi og félaga Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2022 13:01 Guðmundur Hreiðarsson og Heimir Hallgrímsson hafa ekki haft mikinn tíma til að miðla upplýsingum fyrir fyrsta leik Jamaíku eftir ráðninguna á þeim. Instagram/@jff_football Á morgun leikur Jamaíka sinn fyrsta leik undir stjórn Heimis Hallgrímssonar og andstæðingurinn er Argentína, með Lionel Messi í broddi fylkingar. Lið sem er í 4. sæti heimslista alþjóða knattspyrnusambandsins. Um vináttulandsleik er að ræða sem fram fer í New York og Heimir segir ljóst að gegn einu besta landsliði heims vilji hann fyrst og fremst sjá góða frammistöðu, þó að óskin sé alltaf sú að vinna leiki. „Við skulum orða það þannig að ef ég hefði sjálfur fengið að velja andstæðing til að spila við þá hefði ég ekki valið Argentínu, svo vægt sé til orða tekið,“ sagði Heimir við Jamaica Observer. „Það að sjá leikmennina í þessu umhverfi er tækifæri fyrir mig til að læra, til að skoða og meta, og eftir þennan leik getum við séð hvort og hverju þarf að breyta,“ sagði Heimir. Jamaíska knattspyrnusambandið birti myndir frá æfingu landsliðsins í New Jersey í gær þar sem sjá má Heimi og markmannsþjálfarann Guðmund Hreiðarsson leiðbeina sínum nýju lærisveinum. View this post on Instagram A post shared by Jamaica Football Federation (@jff_football) Heimir þurfti að gera eina breytingu á hópnum sínum því því Greg Leigh, vinstri bakvörður Ipswich á Englandi, meiddist og Ricardo Thomas, leikmaður Waterhouse í heimalandinu, kom inn í hans stað. Áður, þegar Heimir var kynntur sem nýr þjálfari Jamaíku, hafði kann kallað á fyrirliðann og markvörðinn Andre Blake inn í hópinn sem knattspyrnusamband Jamaíku hafði tilkynnt um fyrir ráðningu Heimis. Sambandið hafði hlotið mikla gagnrýni fyrir að sniðganga Blake sem hafði áður gagnrýnt sambandið opinberlega og sagt fleira en nýjan þjálfara þurfa til að breyta því hvert það stefndi. Fótbolti Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Um vináttulandsleik er að ræða sem fram fer í New York og Heimir segir ljóst að gegn einu besta landsliði heims vilji hann fyrst og fremst sjá góða frammistöðu, þó að óskin sé alltaf sú að vinna leiki. „Við skulum orða það þannig að ef ég hefði sjálfur fengið að velja andstæðing til að spila við þá hefði ég ekki valið Argentínu, svo vægt sé til orða tekið,“ sagði Heimir við Jamaica Observer. „Það að sjá leikmennina í þessu umhverfi er tækifæri fyrir mig til að læra, til að skoða og meta, og eftir þennan leik getum við séð hvort og hverju þarf að breyta,“ sagði Heimir. Jamaíska knattspyrnusambandið birti myndir frá æfingu landsliðsins í New Jersey í gær þar sem sjá má Heimi og markmannsþjálfarann Guðmund Hreiðarsson leiðbeina sínum nýju lærisveinum. View this post on Instagram A post shared by Jamaica Football Federation (@jff_football) Heimir þurfti að gera eina breytingu á hópnum sínum því því Greg Leigh, vinstri bakvörður Ipswich á Englandi, meiddist og Ricardo Thomas, leikmaður Waterhouse í heimalandinu, kom inn í hans stað. Áður, þegar Heimir var kynntur sem nýr þjálfari Jamaíku, hafði kann kallað á fyrirliðann og markvörðinn Andre Blake inn í hópinn sem knattspyrnusamband Jamaíku hafði tilkynnt um fyrir ráðningu Heimis. Sambandið hafði hlotið mikla gagnrýni fyrir að sniðganga Blake sem hafði áður gagnrýnt sambandið opinberlega og sagt fleira en nýjan þjálfara þurfa til að breyta því hvert það stefndi.
Fótbolti Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira