Giorgia Meloni sem leiðir flokkinn verður, ef flokkurinn verður sigursæll, yngsti maðurinn og fyrsta konan til að verða forsætisráðherra á Ítalíu.
Líklegt er talið að fari kosningarnar eins og skoðanakannanir benda til muni Bræður Ítalíu fá 25 prósent atkvæða og flokkurinn muni taka höndum saman með hægriflokkunum Bandalaginu og Áfram Ítalíu.

Nærri fimmtíu og ein milljón manna mun ganga til kjörstaða á Ítalíu í dag, sem verða opnir til klukkan ellefu að staðartíma. Kjörið verður í bæði efri og neðri deild þingsins, sen nýlega var þingsætum í báðum deildum fækkað. Nú eru aðeins fjögur hundruð þingmenn í neðri deildinni, en þeir voru áður 630, og tvö hundruð í þeirri efri en voru áður 315.
Ítarlega var fjallað um kosningarnar á Ítalíu í fréttaskýringu þar sem fjallað var um helstu frambjóðendur og vendingar í pólitíkinni þar ytra: